Daninn Mads Pedersen kom Augsburg yfir um miðbik fyrri hálfleiks og Andre Hahn tvöfaldaði forystu heimamanna á 36. mínútu. Staðan orðin 2-0 og meistararnir komnir með bakið upp við vegg.
Markamaskínan Robert Lewandowski minnkaði muninn aðeins tveimur mínútum síðar og staðan 2-1 er flautað var til loka fyrri hálfleiks.

Þó Julian Nagelsmann hafi gert ýmsar breytingar í síðari hálfleik þá komust lærisveinar hans hvorki lönd né strönd og vann Augsburg magnaðan 2-1 sigur.
Bayern trónir enn á toppi deildarinnar með 28 stig að loknum 12 leikjum. Borussia Dortmund getur minnkað muninn niður í eitt stig um helgina en nú munar fjórum stigum á liðunum.
Augsburg er komið upp í 15. sæti með 12 stig, tveimur stigum frá umspilssæti og fjórum stigum frá fallsæti.