Enn einn ungi íslenski markvörðurinn að komast að hjá sterku liði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2021 15:30 Adam Ingi Benediktsson, lengst til hægri, bregður hér á leik fyrir leik sautján ára landsliðsins í úrslitakeppni EM á Írlandi 2019. Getty/Seb Daly Adam Ingi Benediktsson er nýjasti ungi íslenski markvörðurinn sem kemst að hjá atvinnumannafélagi í Evrópu. Það vantar ekki unga og öfluga íslenska markverði í dag og enn bætist í hópinn. Hinn 21 árs gamli Elías Rafn Ólafsson er búinn að festa sig sessi í marki A-landsliðsins auk þess að fara á kostum með FC Midtjylland í Danmörku. IFK Göteborgs unge målvakt Adam Ingi Benediktsson har lärt sig att inte vara som alla andra: "Ibland kommer du se mig göra saker som du aldrig har sett innan". #ifkgbghttps://t.co/4FgGxq252u— GP-sporten (@GPSporten) February 13, 2020 Jafnaldri hans Patrik Sigurður Gunnarsson er að spila hjá Viking í Noregi og var á bekknum með landsliðinu og þá Hákon Rafn Valdimarsson, sem er hjá Elfsborg, kallaður inn í A-landsliðshópinn í síðasta verkefni. Hinn tvítugi Jökull Andrésson, sem spilar með Morecambe á láni frá Reading, var í marki 21 árs landsliðinu eftir að Hákon Ingi fór í A-liðið. Adam Ingi bætist nú í hóp allra þessara íslensku markvarða og það er ljóst að það verður mikil samkeppni um markvarðarstöðu landsliðsins á næstu árum. Hinn nítján ára gamli Adam Ingi var nefnilega að fá þriggja ára samning hjá sænska stórliðinu IFK Gautaborg. View this post on Instagram A post shared by IFK Go teborg (@ifkgoteborg) Göteborgs-Posten segir frá samningi Adams og segir frá því að hann hafi verið kallaður upp í A-liðið hjá IFK. Adam Ingi fær flott meðmæli frá íþróttastjóra félagsins, Pontus Farnerud, á heimasíðu IFK Gautaborgar. „Adam er ennþá hrár en hann er hæfileikaríkur með áhugaverða kosti. Hann er viljugur að æfa, tekur leiðsögn vel og er metnaðarfullur. Á vellinum er hann bæði óttalaus og mikill íþróttamaður. Adam hefur átt stóran þátt í góðu gengi nítján ára liðs félagsins og við sjáum hann vera að taka góð skref. Það verður áhugavert að sjá hversu langt Adam nær,“ sagði Pontus Farnerud. Adam Ingi á að baki fjóra leiki fyrir yngri landslið Íslands en sá síðasti af þeim var með átján ára landsliðinu í 2-0 sigri á Lettlandi í júlí 2019. Adam Ingi kom úr FH í HK árið 2017 og fór síðan til Svíþjóðar frá Kópavogsfélaginu árið 2019. Sænski boltinn Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira
Það vantar ekki unga og öfluga íslenska markverði í dag og enn bætist í hópinn. Hinn 21 árs gamli Elías Rafn Ólafsson er búinn að festa sig sessi í marki A-landsliðsins auk þess að fara á kostum með FC Midtjylland í Danmörku. IFK Göteborgs unge målvakt Adam Ingi Benediktsson har lärt sig att inte vara som alla andra: "Ibland kommer du se mig göra saker som du aldrig har sett innan". #ifkgbghttps://t.co/4FgGxq252u— GP-sporten (@GPSporten) February 13, 2020 Jafnaldri hans Patrik Sigurður Gunnarsson er að spila hjá Viking í Noregi og var á bekknum með landsliðinu og þá Hákon Rafn Valdimarsson, sem er hjá Elfsborg, kallaður inn í A-landsliðshópinn í síðasta verkefni. Hinn tvítugi Jökull Andrésson, sem spilar með Morecambe á láni frá Reading, var í marki 21 árs landsliðinu eftir að Hákon Ingi fór í A-liðið. Adam Ingi bætist nú í hóp allra þessara íslensku markvarða og það er ljóst að það verður mikil samkeppni um markvarðarstöðu landsliðsins á næstu árum. Hinn nítján ára gamli Adam Ingi var nefnilega að fá þriggja ára samning hjá sænska stórliðinu IFK Gautaborg. View this post on Instagram A post shared by IFK Go teborg (@ifkgoteborg) Göteborgs-Posten segir frá samningi Adams og segir frá því að hann hafi verið kallaður upp í A-liðið hjá IFK. Adam Ingi fær flott meðmæli frá íþróttastjóra félagsins, Pontus Farnerud, á heimasíðu IFK Gautaborgar. „Adam er ennþá hrár en hann er hæfileikaríkur með áhugaverða kosti. Hann er viljugur að æfa, tekur leiðsögn vel og er metnaðarfullur. Á vellinum er hann bæði óttalaus og mikill íþróttamaður. Adam hefur átt stóran þátt í góðu gengi nítján ára liðs félagsins og við sjáum hann vera að taka góð skref. Það verður áhugavert að sjá hversu langt Adam nær,“ sagði Pontus Farnerud. Adam Ingi á að baki fjóra leiki fyrir yngri landslið Íslands en sá síðasti af þeim var með átján ára landsliðinu í 2-0 sigri á Lettlandi í júlí 2019. Adam Ingi kom úr FH í HK árið 2017 og fór síðan til Svíþjóðar frá Kópavogsfélaginu árið 2019.
Sænski boltinn Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira