Aukið álag á barnafjölskyldur í faraldrinum Eiður Þór Árnason skrifar 19. nóvember 2021 10:52 Heimsfaraldurinn hefur haft mikil áhrif á fjölskyldulíf landsmanna. Getty/Christopher Hopefitch Fjórðungur barnafjölskyldna hefur fundið fyrir auknu álagi í kórónuveirufaraldrinum. Til samanburðar segjast 10% barnlausra svarenda hafa fundið fyrir auknu álagi. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands sem kannaði í vor hversu miklum tíma fólk varði umönnun og heimilisstörf. Töluverður munur er á svörum eftir því hvort börn eru á heimilinu. Óháð fjölskyldusamsetningu taldi meirihlutinn álag af heimilisstörfum hafi verið svipað og fyrir faraldurinn, eða 76% kvenna og 80% karla. 15% beggja kynna taldi álagið hafa aukist. Meiri fjarvinna virðist ekki hafa haft teljandi áhrif á það hvernig heimilisstörfum er skipt milli para þar sem 83% einstaklinga með börn og 89% einstaklinga á heimilum án barna sögðu verkaskiptinguna vera svipaða nú og áður. Konur verji að jafnaði meiri tíma í umönnun barna Virðist sem það hafi frekar verið breyting á verkaskiptingu á heimilum með börn en barnlausum þar sem 9% einstaklinga með börn sögðu hana vera jafnari nú en áður, á móti 6% einstaklinga á barnlausum heimilum, og 7% svarenda með börn sögðu hana ójafnari nú en áður á móti 4% barnlausra. Samkvæmt rannsókn Hagstofunnar verja konur um tíu klukkustundum að meðaltali í umönnun barna og annarra ættingja en karlar tæpum átta klukkustundum. „Þetta meðaltal segir þó afar takmarkaða sögu, eins og sést þegar fólk með börn á heimilinu er borið saman við fólk á barnlausum heimilum, en konur og karlar með börn á heimilinu verja 22 og 17 klukkustundum í umönnun á viku á móti ríflega 2 klukkustundum hjá fólki af báðum kynjum sem ekki er með börn,“ segir á vef Hagstofunnar. Karlar sáttari með sitt framlag Um 55% svarenda telja að þau geri um það bil sinn hluta og er ekki munur á því hlutfalli eftir búsetu. Ef litið er til kyns þá eru karlar umtalsvert líklegri til þess að vera sáttir við sitt framlag eða 62% á móti 49% kvenna. Konur eru hins vegar líklegri til þess að telja sig gera meira en þeim ber því 46% kvenna segjast bera meira en sitt hluta á móti 9% karla. Þá telur næstum þriðjungur karla, eða 29%, að þeir geri minna en þeim ber að gera en aðeins 6% kvenna. Að sögn Hagstofunnar verður að gera greinarmun á sanngirni verkaskiptingar og jöfnuði þar sem báðum aðilum geti fundist það sanngjarnt að annar aðilinn sjái alfarið um heimilið á meðan hinn sinni engum heimilisverkum. Jafnréttismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands sem kannaði í vor hversu miklum tíma fólk varði umönnun og heimilisstörf. Töluverður munur er á svörum eftir því hvort börn eru á heimilinu. Óháð fjölskyldusamsetningu taldi meirihlutinn álag af heimilisstörfum hafi verið svipað og fyrir faraldurinn, eða 76% kvenna og 80% karla. 15% beggja kynna taldi álagið hafa aukist. Meiri fjarvinna virðist ekki hafa haft teljandi áhrif á það hvernig heimilisstörfum er skipt milli para þar sem 83% einstaklinga með börn og 89% einstaklinga á heimilum án barna sögðu verkaskiptinguna vera svipaða nú og áður. Konur verji að jafnaði meiri tíma í umönnun barna Virðist sem það hafi frekar verið breyting á verkaskiptingu á heimilum með börn en barnlausum þar sem 9% einstaklinga með börn sögðu hana vera jafnari nú en áður, á móti 6% einstaklinga á barnlausum heimilum, og 7% svarenda með börn sögðu hana ójafnari nú en áður á móti 4% barnlausra. Samkvæmt rannsókn Hagstofunnar verja konur um tíu klukkustundum að meðaltali í umönnun barna og annarra ættingja en karlar tæpum átta klukkustundum. „Þetta meðaltal segir þó afar takmarkaða sögu, eins og sést þegar fólk með börn á heimilinu er borið saman við fólk á barnlausum heimilum, en konur og karlar með börn á heimilinu verja 22 og 17 klukkustundum í umönnun á viku á móti ríflega 2 klukkustundum hjá fólki af báðum kynjum sem ekki er með börn,“ segir á vef Hagstofunnar. Karlar sáttari með sitt framlag Um 55% svarenda telja að þau geri um það bil sinn hluta og er ekki munur á því hlutfalli eftir búsetu. Ef litið er til kyns þá eru karlar umtalsvert líklegri til þess að vera sáttir við sitt framlag eða 62% á móti 49% kvenna. Konur eru hins vegar líklegri til þess að telja sig gera meira en þeim ber því 46% kvenna segjast bera meira en sitt hluta á móti 9% karla. Þá telur næstum þriðjungur karla, eða 29%, að þeir geri minna en þeim ber að gera en aðeins 6% kvenna. Að sögn Hagstofunnar verður að gera greinarmun á sanngirni verkaskiptingar og jöfnuði þar sem báðum aðilum geti fundist það sanngjarnt að annar aðilinn sjái alfarið um heimilið á meðan hinn sinni engum heimilisverkum.
Jafnréttismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira