„Guðný er ekki sú eina“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. nóvember 2021 06:57 Kristinn var tíður gestur á heimili Margrétar þegar hún bjó á Akranesi sem barn. „Ég hugsaði ekki mikið um þetta en mér fannst ónotalegt að gleðjast yfir dauða hans, einungis 13 ára gömul; fleiri börn yrðu þá ekki fyrir barðinu á honum.“ Þannig lýsir Margrét Rósa Grímsdóttir tannlæknir upplifun sinni af því þegar Kristinn E. Andrésson, bókmenntafrömuður og Alþingismaður, lést árið 1973. Margrét lýsir því í aðsendri grein í Morgunblaðinu í morgun hvernig Kristinn braut gegn henni þegar hún var sex ára. Á þeim tíma bjó Margrét á Akranesi og var Kristinn tíður gestur á heimilinu en hann og föðuramma Margrétar voru systrabörn. „Mér fannst hann skemmtilegur,“ segir Margrét en Kristinn gerði það að leik að taka hana á hné sér og hossa henni. „Svo kom að því að hann vildi snúa mér að sér og fór að kyssa mig. Ég varð mjög undrandi og leið því maðurinn kunni ekki að kyssa, vildi bara kyssa mig beint á munninn og ulla upp í mig,“ segir Margrét. Hún hafi kunnað þessu illa, losað sig og sagt foreldrum sínum frá. Segist hún enn muna svipin sem kom á þau. „Þá held ég að ég hafi skynjað hversu rangt þetta var, enda man ég enn þetta atvik. Systkini mín segja mér að foreldrar okkar hafi hent karlinum öfugum út, enda sá ég hann aldrei meir.“ Margrét segir að hún og systkini hennar hafi orðið leið þegar þau sáu að umfjöllun um bókina Rauðir þræðir, sem fjallar um Kristinn og eiginkonu hans. Að verið væri að hampa honum sem mikilmenni. Höfðu ekki önnur börn lent í honum? spurðu þau sig. Svarið fékkst þegar Guðný Bjarnadóttir steig fram og greindi frá því að Kristinn hefði brotið gegn sér þegar hún var níu ára gömul. „Mín saga er bæði stutt og lítil í samanburði við hennar,“ segir Margrét. „Í fyrstu fannst mér mín saga ekkert erindi eiga í blöðin en ég skipti um skoðun, ekki síst Guðnýju til stuðnings. Það gladdi mig mjög að sjá hve margir trúa og styðja við hana.“ Kynferðisofbeldi MeToo Bókaútgáfa Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sjá meira
Þannig lýsir Margrét Rósa Grímsdóttir tannlæknir upplifun sinni af því þegar Kristinn E. Andrésson, bókmenntafrömuður og Alþingismaður, lést árið 1973. Margrét lýsir því í aðsendri grein í Morgunblaðinu í morgun hvernig Kristinn braut gegn henni þegar hún var sex ára. Á þeim tíma bjó Margrét á Akranesi og var Kristinn tíður gestur á heimilinu en hann og föðuramma Margrétar voru systrabörn. „Mér fannst hann skemmtilegur,“ segir Margrét en Kristinn gerði það að leik að taka hana á hné sér og hossa henni. „Svo kom að því að hann vildi snúa mér að sér og fór að kyssa mig. Ég varð mjög undrandi og leið því maðurinn kunni ekki að kyssa, vildi bara kyssa mig beint á munninn og ulla upp í mig,“ segir Margrét. Hún hafi kunnað þessu illa, losað sig og sagt foreldrum sínum frá. Segist hún enn muna svipin sem kom á þau. „Þá held ég að ég hafi skynjað hversu rangt þetta var, enda man ég enn þetta atvik. Systkini mín segja mér að foreldrar okkar hafi hent karlinum öfugum út, enda sá ég hann aldrei meir.“ Margrét segir að hún og systkini hennar hafi orðið leið þegar þau sáu að umfjöllun um bókina Rauðir þræðir, sem fjallar um Kristinn og eiginkonu hans. Að verið væri að hampa honum sem mikilmenni. Höfðu ekki önnur börn lent í honum? spurðu þau sig. Svarið fékkst þegar Guðný Bjarnadóttir steig fram og greindi frá því að Kristinn hefði brotið gegn sér þegar hún var níu ára gömul. „Mín saga er bæði stutt og lítil í samanburði við hennar,“ segir Margrét. „Í fyrstu fannst mér mín saga ekkert erindi eiga í blöðin en ég skipti um skoðun, ekki síst Guðnýju til stuðnings. Það gladdi mig mjög að sjá hve margir trúa og styðja við hana.“
Kynferðisofbeldi MeToo Bókaútgáfa Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sjá meira