Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Seðlabankastjóri segir óheppilegt að laun hækki á þessu ári með svo kölluðum hagvaxtarauka sem samið var um í lífskjarasamningunum. Miklar launahækkanir, hækkun á verði íbúðarhúsnæðis og hrávöru í útlöndum kyndi undir verðbólgunni.
Alþingi verður sett á þriðjudag og atkvæði greidd um niðurstöður undirbúningskjörbréfanefndar á fimmtudag. Í kvöldfréttum verður farið yfir stöðuna með forseta Alþingis en miðað við dagskrána gæti ný ríkisstjórn litið dagsins ljós fyrir aðra helgi.
Í kvöldfréttum verður einnig rætt við yfirlögregluþjón hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um gríðarlegan málafjölda hjá embættinu auk þess sem við skoðum sérstaka hesta – sem hafa verið í einangrun í stóði á bæ í Skaftárhreppi.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.