Fósturforeldrar segja tilfærslu málefna fatlaðra hafa verið mikil mistök Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. nóvember 2021 20:15 Pétur (standandi) og Björn, ásamt Magnúsi og Líneyju en ekkert úrræði hefur fundist fyrir strákana þar sem þeir geta átt heima með sólarhringsþjónustu. Á meðan eru þeir áfram í umsjón hjónanna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fósturforeldrar á Selfossi segja að það hafi verið mikil mistök að færa málefni fatlaðra frá ríkinu til sveitarfélaga því málaflokkurinn sé í algjörum ólestri hjá sveitarfélögum. Þau eru með tvo tvítuga stráka í fóstri, sem komast hvorki inn á heimili á Selfossi eða á Sólheimum og þar með sé brotið á rétti þeirra. Í húsinu við Kirkjuveg 26 á Selfossi þar sem hjónin Líney Tómasdóttir og Magnús Tómasson búa er alltaf mikið fjör því húsið er oftast fullt af fósturbörnum, sem þau eru með. Börnin er á ýmsum aldri og hafa verið mislengi hjá þeim. Tveir af drengjunum, Björn, sem er tvítugur og Pétur, sem er tuttugu og eins árs þurfa sólarhrings vistun en það er því miður ekkert úrræði fyrir þá í Árborg. Pétur býr enn heima á Kirkjuveginum því hann fær hvergi annars staðar inni en Björn er á heimili í Reykjavík með þremur öðrum þó lögheimili hans sé á Selfossi en kemur á Selfoss um helgar og öll jól og páska. „Þetta er mjög erfið staða. Eins hjá okkur líka að þurfa að fara til Reykjavíkur og hitt hann og sækja hann þegar hann kemur í staðinn fyrir að geti verið hér í nærumhverfi,“ segir Magnús „Og Pétur er með umsókn inn á Sólheima en þar gerist ekkert og hérna á Selfossi líka, þannig að það er ekkert í boði fyrir hann en hann þarf sólarhrings þjónustu líka,“ bætir Líney við. Hjónin segja fátt um svör hjá Árborg, það sé engin lausn og ekkert úrræði fyrir strákana eins og í dag þrátt fyrir að það sé langt síðan að það hafi verið vitað að það kæmi að þessari þörf. „Við sáum verulega afturför eftir að þetta fór til sveitarfélaga frá ríki því sennilega eru ekki lagðir nægilega miklir peningar í málaflokkinn frá ríkinu. Sveitarfélögin ráða ekki við þetta, þetta er bara of stór pakki fyrir þá,“ segir Líney og Magnús tekur heilshugar undir orð hennar. Líney og Magnús, sem hafa verið með fjölda fósturbarna inn á heimili sínu á Selfossi síðustu ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson Líney og Magnús kvíða framtíðinni fyrir hönd Björns og Péturs. „Já, því við eigum bara eitt og tvö ár í sextugt og við ætlum ekki að vera alltaf með áhyggjur af drengjunum, hvað verður um þá og hvert eiga þeir að fara og hvar eiga þeir að eiga heima í framtíðinni,“ segir Líney. En hvað verður þá eiginlega um strákana? „Við vitum það ekki, við erum ekki með neinar lausnir. Árborg lofar allavega að þeim verði ekki hent á götuna, þannig að þeir gera allt sem þeir telja sig geta,“ segir Magnús og Líney bætir strax við. „Ég skora á alþingismenn að skoða þennan málaflokk og gera eitthvað í þessum málum þannig að allir eigi saman rétt í þessu þjóðfélagi.“ Árborg Félagsmál Sveitarstjórnarmál Fjölskyldumál Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Í húsinu við Kirkjuveg 26 á Selfossi þar sem hjónin Líney Tómasdóttir og Magnús Tómasson búa er alltaf mikið fjör því húsið er oftast fullt af fósturbörnum, sem þau eru með. Börnin er á ýmsum aldri og hafa verið mislengi hjá þeim. Tveir af drengjunum, Björn, sem er tvítugur og Pétur, sem er tuttugu og eins árs þurfa sólarhrings vistun en það er því miður ekkert úrræði fyrir þá í Árborg. Pétur býr enn heima á Kirkjuveginum því hann fær hvergi annars staðar inni en Björn er á heimili í Reykjavík með þremur öðrum þó lögheimili hans sé á Selfossi en kemur á Selfoss um helgar og öll jól og páska. „Þetta er mjög erfið staða. Eins hjá okkur líka að þurfa að fara til Reykjavíkur og hitt hann og sækja hann þegar hann kemur í staðinn fyrir að geti verið hér í nærumhverfi,“ segir Magnús „Og Pétur er með umsókn inn á Sólheima en þar gerist ekkert og hérna á Selfossi líka, þannig að það er ekkert í boði fyrir hann en hann þarf sólarhrings þjónustu líka,“ bætir Líney við. Hjónin segja fátt um svör hjá Árborg, það sé engin lausn og ekkert úrræði fyrir strákana eins og í dag þrátt fyrir að það sé langt síðan að það hafi verið vitað að það kæmi að þessari þörf. „Við sáum verulega afturför eftir að þetta fór til sveitarfélaga frá ríki því sennilega eru ekki lagðir nægilega miklir peningar í málaflokkinn frá ríkinu. Sveitarfélögin ráða ekki við þetta, þetta er bara of stór pakki fyrir þá,“ segir Líney og Magnús tekur heilshugar undir orð hennar. Líney og Magnús, sem hafa verið með fjölda fósturbarna inn á heimili sínu á Selfossi síðustu ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson Líney og Magnús kvíða framtíðinni fyrir hönd Björns og Péturs. „Já, því við eigum bara eitt og tvö ár í sextugt og við ætlum ekki að vera alltaf með áhyggjur af drengjunum, hvað verður um þá og hvert eiga þeir að fara og hvar eiga þeir að eiga heima í framtíðinni,“ segir Líney. En hvað verður þá eiginlega um strákana? „Við vitum það ekki, við erum ekki með neinar lausnir. Árborg lofar allavega að þeim verði ekki hent á götuna, þannig að þeir gera allt sem þeir telja sig geta,“ segir Magnús og Líney bætir strax við. „Ég skora á alþingismenn að skoða þennan málaflokk og gera eitthvað í þessum málum þannig að allir eigi saman rétt í þessu þjóðfélagi.“
Árborg Félagsmál Sveitarstjórnarmál Fjölskyldumál Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira