Frá þessu er greint á opinberri heimasíðu Barcelona, en Alves er því fyrsti leikmaðurinn sem nýi stjóri félagsins, Xavi Hernandez, fær til liðs við Börsunga. Xavi og Alves léku á sínum tíma saman með liðinu í sjö ár.
Dani Alves lék með Börsungum í átta ár frá árinu 2008 til 2016 og vann hvorki meira né minna en 23 tilta með félaginu, þar á meðal spænsku deildina sex sinnum og Meistaradeild Evrópu þrisvar.
Back in DA house! pic.twitter.com/qicb8RRc1h
— FC Barcelona (@FCBarcelona) November 12, 2021