Hekla undir smásjá vegna skjálftahrinu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. nóvember 2021 11:32 Sérfræðingar á Veðurstofu Íslands munu fylgjast vel með Heklu á næstu dögum vegna skjálftavirkni á svæðinu. Nú eru þó engin merki um yfirvofandi eldgos. vísir/Vilhelm Yfir þrjú hundruð eftirskjálftar hafa mælst á svæðinu við Vatnafjöll nærri Heklu frá stóra skjálftanum í gær. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir Heklu undir smásjá vegna hrinunnar. Engin merki séu þó um yfirvofandi eldgos. Jarðskjálfti af stærðinni 5,2 reið yfir við Vatnafjöll í nágrenni Heklu um klukkan hálf tvö í gær. Skjálftinn fannst víða á suðvesturhorninu en jörð skalf hressilega á Suðurlandi og var íbúum nærri upptökunum nokkuð brugðið. Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að yfir þrjú hundruð eftirskjálftar hafi mælst á svæðinu síðan þá. „Það hefur dregið verulega úr þeim eftir miðnætti en það má alveg búast við þeim áfram næstu daga þar sem svæðið er að jafna sig.“ Þrátt fyrir að skjálftarnir séu margir eru þeir ekki stórir. „Þeir hafa nú allir verið undir þremur að stærð og við höfum ekki fengið neinar tilkynningar um að þeir hafi fundist.“ Sá stærsti mældist 2,7 að stærð. Elísabet segir Veðurstofuna fylgjast vel með Heklu vegna hrinunnar sökum nálægðar við upptökin. „Við sjáum engin merki um að hún sé að gera sig tilbúna. En hún verður alveg pottþétt undir smásjá næstu daga hjá okkur.“ Skjálftarnir virðist hefðbundnir Suðurlandsskjálftar. „Og þarna einmitt fáum við þessa stærstu skjálfta á Íslandi,“ segir Elísabet. Skjálfti að stærðinni 3,2 varð einnig í nágrenni Keilis um klukkan fimm í nótt. Elísabet segir hann hafa fundist vel í nágrenninu en vera áframhald á skjálftavirkni síðustu vikna á því svæði. Eldgos og jarðhræringar Hekla Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Jarðskjálfti af stærðinni 5,2 reið yfir við Vatnafjöll í nágrenni Heklu um klukkan hálf tvö í gær. Skjálftinn fannst víða á suðvesturhorninu en jörð skalf hressilega á Suðurlandi og var íbúum nærri upptökunum nokkuð brugðið. Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að yfir þrjú hundruð eftirskjálftar hafi mælst á svæðinu síðan þá. „Það hefur dregið verulega úr þeim eftir miðnætti en það má alveg búast við þeim áfram næstu daga þar sem svæðið er að jafna sig.“ Þrátt fyrir að skjálftarnir séu margir eru þeir ekki stórir. „Þeir hafa nú allir verið undir þremur að stærð og við höfum ekki fengið neinar tilkynningar um að þeir hafi fundist.“ Sá stærsti mældist 2,7 að stærð. Elísabet segir Veðurstofuna fylgjast vel með Heklu vegna hrinunnar sökum nálægðar við upptökin. „Við sjáum engin merki um að hún sé að gera sig tilbúna. En hún verður alveg pottþétt undir smásjá næstu daga hjá okkur.“ Skjálftarnir virðist hefðbundnir Suðurlandsskjálftar. „Og þarna einmitt fáum við þessa stærstu skjálfta á Íslandi,“ segir Elísabet. Skjálfti að stærðinni 3,2 varð einnig í nágrenni Keilis um klukkan fimm í nótt. Elísabet segir hann hafa fundist vel í nágrenninu en vera áframhald á skjálftavirkni síðustu vikna á því svæði.
Eldgos og jarðhræringar Hekla Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira