Vallarþulur setti svip á fullkominn endi hjá Sif: „Geturðu grjóthaldið kjafti?“ Sindri Sverrisson skrifar 10. nóvember 2021 12:31 Sif Atladóttir er á leið heim til Íslands þar sem að eiginmaður hennar er að taka við liði Selfoss. vísir/Vilhelm „Miðað við allt saman þá var þetta hinn fullkomni endir,“ segir Sif Atladóttir um dramatískan kveðjuleik sinn með Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Annað árið í röð endaði Íslendingaliðið í 3. sæti og tryggði sér sæti í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Málglaður vallarþulur setti svip sinn á leik Kristianstad við Piteå á útivelli í lokaumferðinni. Kristianstad þurfti sigur til að ná 3. sætinu, og reyndar var ekki alveg öruggt að það yrði nóg. Liðið var nefnilega með jafnmörg stig og Eskilstuna en tveimur mörkum betri markatölu. Á meðan að Kristianstad kreisti út 2-1 sigur gegn Piteå var vallarþulur heimaliðsins duglegur að láta vita af stöðunni í leik Eskilstuna og Häcken, sem lauk með 3-2 sigri Eskilstuna eftir að liðið skoraði tvö mörk á lokakaflanum. Þar með máttu Sif, Sveindís Jane Jónsdóttir og liðsfélagar þeirra ekki misstíga sig neitt því jöfnunarmark frá Piteå hefði svipt þær 3. sætinu. Upplýsti alla um stöðuna en Sif heyrði ekkert „Vallarþulurinn var ekkert að skafa af því með því að öskra hvernig staðan væri í hinum leiknum. Sá leikur kláraðist aðeins á undan okkar og það virtust allir á vellinum nema ég hafa heyrt hvernig staðan væri. Ég hugsaði bara um að klára leikinn okkar. Svo sá ég viðbrögð annarra og vissi að við hefðum klárað dæmið,“ segir Sif. „Hann sagði víst reglulega hvernig staðan væri í hinum leiknum. Ég held að Beta og Bjössi [þjálfarar Kristianstad] hafi bara hugsað með sér á hliðarlínunni: „Geturðu grjóthaldið kjafti?“ Þetta var pínu kómískt eftir á. Streituvaldandi fyrir þjálfarana en ég fann ekkert fyrir þessu.“ View this post on Instagram A post shared by Sif Atladottir (@sifatla) Sif kveður nú Kristianstad eftir að hafa spilað með liðinu í áratug, með að minnsta kosti níu íslenskum samherjum og allan tímann undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur. Þá hefur Björn Sigurbjörnsson, eiginmaður Sifjar, verið aðstoðarþjálfari liðsins. Björn hefur verið ráðinn þjálfari Selfoss og líklegt verður að teljast að Sif gangi einnig til liðs við félagið en hún vill þó ekki staðfesta það. „Ótrúlegt afrek fyrir þetta litla félag“ Sif er hæstánægð með að geta skilið við sitt kæra félag sem það þriðja besta í Svíþjóð, annað árið í röð, eftir að hafa gengið í gegnum djúpan dal með félaginu sem fyrir nokkrum árum rambaði á barmi gjaldþrots og falls niður um deild. Útlitið var auk þess ekki svo gott fyrr á þessu tímabili: „Ef maður hugsar einn og hálfan mánuð aftur í tímann þá vorum við níu stigum frá 3. sætinu. Við vorum þá búin að gera sjö jafntefli eða eitthvað, og reyndum að telja okkur trú um að hvert stig ætti eftir að telja. Við náðum svo nokkrum sigrum í röð og komum þessu í okkar hendur, og það er ótrúlega gaman að geta endað þetta svona. Það að komast aftur í Meistaradeildina er ótrúlegt afrek fyrir þetta litla félag, miðað við það sem við höfum gengið í gegnum.“ Sif Atladóttir með aðdáendum á EM 2017 í Hollandi. Hún ætlar sér með Íslandi á EM næsta sumar í Englandi.Getty/Charlotte Wilson Lauk vegferðinni með sama félaga í vörninni Kveðjuleikurinn var nokkurn veginn nákvæmlega eins og Sif hefði óskað sér. „Maður hefði varla getað skrifað þetta betur sjálfur. Við misstum fyrirliðann okkar í bann vegna gulra spjalda en það gerði það að verkum að við Mia [Carlsson], sem hófum okkar vegferð saman þegar ég kom hingað 2011, fengum að klára þá vegferð saman í miðverðinum. Það var hiti í leiknum og markvörðurinn okkar fékk svo höfuðhögg þegar það var mínúta eftir. Mia var tilbúin að fara í markið og við hefðum þurft að klára leikinn með 10 leikmenn en markvörðurinn stóð upp og kláraði leikinn, og þurfti ekkert að koma við boltann það sem eftir var af leiknum,“ segir Sif. Förum alltaf erfiðu leiðina Kristianstad tapaði afar óvænt fyrir föllnu botnliði Växjö í næstsíðustu umferð en á endanum kom það ekki að sök: „Ég sagði við Betu þegar við töpuðum þessum leik að það hefði sögulega séð verið hálfhallærislegt að tryggja þetta fyrir lokaumferðina. Þetta er sagan okkar í Kristianstad. Við förum alltaf erfiðu leiðina. Maður fann það síðustu vikuna fyrir leik hvað það var mikið í húfi og við erum farin að þrífast á svona spennu. Það var því gaman að klára þetta svona.“ Sænski boltinn Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Í beinni: Ipswich Town - Chelsea | Særðir en þurfa sigur Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu Sjá meira
Málglaður vallarþulur setti svip sinn á leik Kristianstad við Piteå á útivelli í lokaumferðinni. Kristianstad þurfti sigur til að ná 3. sætinu, og reyndar var ekki alveg öruggt að það yrði nóg. Liðið var nefnilega með jafnmörg stig og Eskilstuna en tveimur mörkum betri markatölu. Á meðan að Kristianstad kreisti út 2-1 sigur gegn Piteå var vallarþulur heimaliðsins duglegur að láta vita af stöðunni í leik Eskilstuna og Häcken, sem lauk með 3-2 sigri Eskilstuna eftir að liðið skoraði tvö mörk á lokakaflanum. Þar með máttu Sif, Sveindís Jane Jónsdóttir og liðsfélagar þeirra ekki misstíga sig neitt því jöfnunarmark frá Piteå hefði svipt þær 3. sætinu. Upplýsti alla um stöðuna en Sif heyrði ekkert „Vallarþulurinn var ekkert að skafa af því með því að öskra hvernig staðan væri í hinum leiknum. Sá leikur kláraðist aðeins á undan okkar og það virtust allir á vellinum nema ég hafa heyrt hvernig staðan væri. Ég hugsaði bara um að klára leikinn okkar. Svo sá ég viðbrögð annarra og vissi að við hefðum klárað dæmið,“ segir Sif. „Hann sagði víst reglulega hvernig staðan væri í hinum leiknum. Ég held að Beta og Bjössi [þjálfarar Kristianstad] hafi bara hugsað með sér á hliðarlínunni: „Geturðu grjóthaldið kjafti?“ Þetta var pínu kómískt eftir á. Streituvaldandi fyrir þjálfarana en ég fann ekkert fyrir þessu.“ View this post on Instagram A post shared by Sif Atladottir (@sifatla) Sif kveður nú Kristianstad eftir að hafa spilað með liðinu í áratug, með að minnsta kosti níu íslenskum samherjum og allan tímann undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur. Þá hefur Björn Sigurbjörnsson, eiginmaður Sifjar, verið aðstoðarþjálfari liðsins. Björn hefur verið ráðinn þjálfari Selfoss og líklegt verður að teljast að Sif gangi einnig til liðs við félagið en hún vill þó ekki staðfesta það. „Ótrúlegt afrek fyrir þetta litla félag“ Sif er hæstánægð með að geta skilið við sitt kæra félag sem það þriðja besta í Svíþjóð, annað árið í röð, eftir að hafa gengið í gegnum djúpan dal með félaginu sem fyrir nokkrum árum rambaði á barmi gjaldþrots og falls niður um deild. Útlitið var auk þess ekki svo gott fyrr á þessu tímabili: „Ef maður hugsar einn og hálfan mánuð aftur í tímann þá vorum við níu stigum frá 3. sætinu. Við vorum þá búin að gera sjö jafntefli eða eitthvað, og reyndum að telja okkur trú um að hvert stig ætti eftir að telja. Við náðum svo nokkrum sigrum í röð og komum þessu í okkar hendur, og það er ótrúlega gaman að geta endað þetta svona. Það að komast aftur í Meistaradeildina er ótrúlegt afrek fyrir þetta litla félag, miðað við það sem við höfum gengið í gegnum.“ Sif Atladóttir með aðdáendum á EM 2017 í Hollandi. Hún ætlar sér með Íslandi á EM næsta sumar í Englandi.Getty/Charlotte Wilson Lauk vegferðinni með sama félaga í vörninni Kveðjuleikurinn var nokkurn veginn nákvæmlega eins og Sif hefði óskað sér. „Maður hefði varla getað skrifað þetta betur sjálfur. Við misstum fyrirliðann okkar í bann vegna gulra spjalda en það gerði það að verkum að við Mia [Carlsson], sem hófum okkar vegferð saman þegar ég kom hingað 2011, fengum að klára þá vegferð saman í miðverðinum. Það var hiti í leiknum og markvörðurinn okkar fékk svo höfuðhögg þegar það var mínúta eftir. Mia var tilbúin að fara í markið og við hefðum þurft að klára leikinn með 10 leikmenn en markvörðurinn stóð upp og kláraði leikinn, og þurfti ekkert að koma við boltann það sem eftir var af leiknum,“ segir Sif. Förum alltaf erfiðu leiðina Kristianstad tapaði afar óvænt fyrir föllnu botnliði Växjö í næstsíðustu umferð en á endanum kom það ekki að sök: „Ég sagði við Betu þegar við töpuðum þessum leik að það hefði sögulega séð verið hálfhallærislegt að tryggja þetta fyrir lokaumferðina. Þetta er sagan okkar í Kristianstad. Við förum alltaf erfiðu leiðina. Maður fann það síðustu vikuna fyrir leik hvað það var mikið í húfi og við erum farin að þrífast á svona spennu. Það var því gaman að klára þetta svona.“
Sænski boltinn Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Í beinni: Ipswich Town - Chelsea | Særðir en þurfa sigur Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu Sjá meira