Nýi harðstjórinn af Nývangi: Reglur Xavi leka út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2021 08:30 Xavi Hernandez veifar þegar hann var kynntur sem nýr þjálfari Barcelona liðsins. AP/Joan Monfort Xavi Hernandez hefur snúið aftur til Barcelona og er tekinn við sem þjálfari liðsins á miklu ólgutímum. Hann var fljótur að setja sitt mark á liðið með því að setja harðar reglur fyrir leikmenn sína. Spænska blaðið AS hefur komist yfir þessar nýju reglur leikmanna og starfsmanna Barcelona. Það verður ekkert agaleysi eða önnur vitleysa leyfð í hans þjálfaratíð. Hinn 41 árs gamli Xavi átti sjálfur magnaðan feril hjá Barcelona og þekkir öll innviði félagsins mjög vel. Það þarf mikið til að koma liðinu aftur þangað sem það var á hans tíma en alls vann Xavi 25 titla með Barcelona þar af spænsku deildina átta sinnum og Meistaradeildina fjórum sinnum. Massive fines that DOUBLE for repeat offenders Private trips via airplane are no longer permitted Activity will be monitored, including social mediaIf you want to be part of the new era at Barcelona, there's a lot of new rules to follow! https://t.co/zcUDtLyu2b— SPORTbible (@sportbible) November 9, 2021 Pep Guardiola og Luis Enrique náðu báðir frábærum árangri með Barcelona liðið en síðan hefur gengi liðsins legið niður á við. Það hefur síðan allt gengið á afturfótunum síðan að Lionel Messi fór. Það endað með að Ronald Koeman var rekinn. Xavi lítur augljóslega á sem svo að agamálin séu hluti vandans og að leikmenn þurfi að einbeita sér betur af því að standa sig vel á æfingum liðsins. Reglur Xavi eru sagðar vera tíu talsins og það kostar sitt að brjóta þær. Ef þú lærir ekki af reynslunni þá tvöfaldast sektin þín næst. Það er ljóst að með þessu minnkar frelsi leikmanna Barcelona talsvert. Það má sjá að þema þeirra er að koma vel fyrir alls staðar og þar á meðal á samfélagsmiðlum eins og sjá má í reglu níu. Reglurnar tíu eru hér fyrir neðan. Tíu reglur Xavi Hernandez hjá Barcelona 1. Leikmenn verða að mæta níutíu mínútum fyrir æfingu 2. Starfsmenn verða að mæta tveimur klukkutímum fyrir æfingu 3. Leikmenn verða að borða saman á æfingasvæðinu 4. Sektargreiðslur snúa aftur 5. Sektargreiðslur tvöfaldast séu brotin endurtekin 6. Leikmenn verða að vera komnir heim til síns á miðnætti tveimur dögum fyrir leik 7. Leikmenn verða að gefa allt sitt á æfingum 8. Það verður fylgst með því sem leikmenn gera utan vallar 9. Áhættusöm hegðun er ekki leyfð lengur 10. Góð ímynd er grundvallaratriði Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Fleiri fréttir Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Sjá meira
Spænska blaðið AS hefur komist yfir þessar nýju reglur leikmanna og starfsmanna Barcelona. Það verður ekkert agaleysi eða önnur vitleysa leyfð í hans þjálfaratíð. Hinn 41 árs gamli Xavi átti sjálfur magnaðan feril hjá Barcelona og þekkir öll innviði félagsins mjög vel. Það þarf mikið til að koma liðinu aftur þangað sem það var á hans tíma en alls vann Xavi 25 titla með Barcelona þar af spænsku deildina átta sinnum og Meistaradeildina fjórum sinnum. Massive fines that DOUBLE for repeat offenders Private trips via airplane are no longer permitted Activity will be monitored, including social mediaIf you want to be part of the new era at Barcelona, there's a lot of new rules to follow! https://t.co/zcUDtLyu2b— SPORTbible (@sportbible) November 9, 2021 Pep Guardiola og Luis Enrique náðu báðir frábærum árangri með Barcelona liðið en síðan hefur gengi liðsins legið niður á við. Það hefur síðan allt gengið á afturfótunum síðan að Lionel Messi fór. Það endað með að Ronald Koeman var rekinn. Xavi lítur augljóslega á sem svo að agamálin séu hluti vandans og að leikmenn þurfi að einbeita sér betur af því að standa sig vel á æfingum liðsins. Reglur Xavi eru sagðar vera tíu talsins og það kostar sitt að brjóta þær. Ef þú lærir ekki af reynslunni þá tvöfaldast sektin þín næst. Það er ljóst að með þessu minnkar frelsi leikmanna Barcelona talsvert. Það má sjá að þema þeirra er að koma vel fyrir alls staðar og þar á meðal á samfélagsmiðlum eins og sjá má í reglu níu. Reglurnar tíu eru hér fyrir neðan. Tíu reglur Xavi Hernandez hjá Barcelona 1. Leikmenn verða að mæta níutíu mínútum fyrir æfingu 2. Starfsmenn verða að mæta tveimur klukkutímum fyrir æfingu 3. Leikmenn verða að borða saman á æfingasvæðinu 4. Sektargreiðslur snúa aftur 5. Sektargreiðslur tvöfaldast séu brotin endurtekin 6. Leikmenn verða að vera komnir heim til síns á miðnætti tveimur dögum fyrir leik 7. Leikmenn verða að gefa allt sitt á æfingum 8. Það verður fylgst með því sem leikmenn gera utan vallar 9. Áhættusöm hegðun er ekki leyfð lengur 10. Góð ímynd er grundvallaratriði
Tíu reglur Xavi Hernandez hjá Barcelona 1. Leikmenn verða að mæta níutíu mínútum fyrir æfingu 2. Starfsmenn verða að mæta tveimur klukkutímum fyrir æfingu 3. Leikmenn verða að borða saman á æfingasvæðinu 4. Sektargreiðslur snúa aftur 5. Sektargreiðslur tvöfaldast séu brotin endurtekin 6. Leikmenn verða að vera komnir heim til síns á miðnætti tveimur dögum fyrir leik 7. Leikmenn verða að gefa allt sitt á æfingum 8. Það verður fylgst með því sem leikmenn gera utan vallar 9. Áhættusöm hegðun er ekki leyfð lengur 10. Góð ímynd er grundvallaratriði
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Fleiri fréttir Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Sjá meira