Ósammála Sólveigu og Viðari: „Trúnaðarmennirnir voru að sinna sínum skyldum“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 9. nóvember 2021 15:49 Drífa og Sólveig Anna þegar Lífskjarasamningurinn var kynntur í apríl 2019. Vísir/Vilhelm Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins (ASÍ), segir að slá beri skjaldborg um trúnaðarmenn. Hún geti ekki tekið undir gagnrýni fráfarandi forystufólks Eflingar í garð trúnaðarmanna skrifstofu félagsins og telur þá hafa verið að sinna sínum skyldum. „Sólveig má eiga það sem hún á. Hún hefur verið afskaplega góður málsvari kvenna og láglaunafólks en hins vegar er það þannig að starfsfólks stéttarfélaga vinnur afskaplega mikilvægt starf og trúnaðarmenn líka og það ber að slá skjaldborg um trúnaðarmenn," segir Drífa í samtali við fréttastofu spurð út í gagnrýni sem trúnaðarmenn Eflingar hafa orðið fyrir af hálfu Sólveigar Önnu Jónsdóttur, sem sagði af sér sem formaður Eflingar og Viðars Þorsteinssonar, sem sagði upp sem framkvæmdastjóri félagsins í kjölfarið. Viðar sagði við Vísi í síðustu viku að framganga trúnaðarmannanna hefði verið óverjandi þegar þeir sendu stjórnendum félagsins ályktun þar sem kvörtunum starfsfólks vinnustaðarins í garð stjórnendanna var komið á framfæri. Viðar lýsti þessu svo: „Ég tel að það að trúnaðarmenn fari fram með þeim hætti sem þarna var gert sé algjörlega óverjandi. Og ég myndi, sem fulltrúi stéttarfélags, aldrei hvetja trúnaðarmenn til þess undir nokkrum kringumstæðum að setja niður á blað grófar, ærumeiðandi og mannorðsdrepandi ásakanir á hendur sínum vinnufélögum." Voru að sinna sínum skyldum Drífa lítur ekki eins á málið: „Þeirra hlutverk er að miðla upplýsingum á milli yfirstjórnar og starfsfólks,“ segir hún. Þannig finnst þér þetta hafa verið óvægin orðræða í garð trúnaðarmannanna? „Trúnaðarmennirnir voru að sinna sínum skyldum að bera á milli óánægju starfsfólks til stjórnenda. Ég lít þannig á það.“ Kjaramál Ólga innan Eflingar Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Sjá meira
„Sólveig má eiga það sem hún á. Hún hefur verið afskaplega góður málsvari kvenna og láglaunafólks en hins vegar er það þannig að starfsfólks stéttarfélaga vinnur afskaplega mikilvægt starf og trúnaðarmenn líka og það ber að slá skjaldborg um trúnaðarmenn," segir Drífa í samtali við fréttastofu spurð út í gagnrýni sem trúnaðarmenn Eflingar hafa orðið fyrir af hálfu Sólveigar Önnu Jónsdóttur, sem sagði af sér sem formaður Eflingar og Viðars Þorsteinssonar, sem sagði upp sem framkvæmdastjóri félagsins í kjölfarið. Viðar sagði við Vísi í síðustu viku að framganga trúnaðarmannanna hefði verið óverjandi þegar þeir sendu stjórnendum félagsins ályktun þar sem kvörtunum starfsfólks vinnustaðarins í garð stjórnendanna var komið á framfæri. Viðar lýsti þessu svo: „Ég tel að það að trúnaðarmenn fari fram með þeim hætti sem þarna var gert sé algjörlega óverjandi. Og ég myndi, sem fulltrúi stéttarfélags, aldrei hvetja trúnaðarmenn til þess undir nokkrum kringumstæðum að setja niður á blað grófar, ærumeiðandi og mannorðsdrepandi ásakanir á hendur sínum vinnufélögum." Voru að sinna sínum skyldum Drífa lítur ekki eins á málið: „Þeirra hlutverk er að miðla upplýsingum á milli yfirstjórnar og starfsfólks,“ segir hún. Þannig finnst þér þetta hafa verið óvægin orðræða í garð trúnaðarmannanna? „Trúnaðarmennirnir voru að sinna sínum skyldum að bera á milli óánægju starfsfólks til stjórnenda. Ég lít þannig á það.“
Kjaramál Ólga innan Eflingar Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Sjá meira