Beta getur endurtekið afrekið þrátt fyrir áfallið um síðustu helgi Sindri Sverrisson skrifar 5. nóvember 2021 19:01 Elísabet Gunnarsdóttir náði risastórum áfanga þegar hún kom Kristianstad í Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð og nú gæti hún endurtekið leikinn. Mynd/@_OBOSDamallsv Landsliðskonurnar Sif Atladóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir geta kvatt Kristianstad sem „Meistaradeildarlið“ eftir morgundaginn. Til að svo megi verða má ekkert út af bregða. Kristianstad, sem leikið hefur undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur frá árinu 2009, náði sínum besta árangri frá upphafi í fyrra þegar liðið endaði í 3. sæti. Það skilaði liðinu sínum fyrstu leikjum í Meistaradeild Evrópu í sögu félagsins. Nú getur Kristianstad endurtekið leikinn en til þess þarf liðið að vinna Piteå í hádeginu á morgun, í kuldanum norðarlega í Svíþjóð. Þá fer fram lokaumferðin í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar í Rosengård hafa fyrir löngu tryggt sér meistaratitilinn og ljóst er að Häcken, lið Diljár Ýrar Zomers, endar í 2. sæti. Fjögur lið eiga hins vegar enn möguleika á að enda í 3. sæti. Barátta fjögurra liða um sætið Kristianstad er í 3. sætinu þrátt fyrir afar óvænt tap gegn föllnu botnliði Växjö, 1-0, í síðasta leik. Eskilstuna er einnig með 32 stig en með tveimur mörkum verri markatölu en Kristianstad, þökk sé 3-1 tapi Eskilstuna gegn Rosengård á mánudaginn. Eskilstuna á erfiðan leik við Häcken á morgun. Ef að bæði Eskilstuna og Kristianstad tapa mun væntanlega sigurliðið í leik Örebro og Vittsjö, sem sitja í 5. og 6. sæti, ná 3. sætinu. Að keppnistímabilinu loknu mun Sif flytja til Íslands og finna sér hér íslenskt félag til að spila fyrir. Björn Sigurbjörnsson, maður Sifjar, hefur verið aðstoðarþjálfari Kristianstad um árabil en er að taka við Selfossi. Sveindís fer hins vegar til Þýskalands en hún hefur verið á láni hjá Kristianstad frá stórliðinu Wolfsburg á þessu fyrsta ári sínu í atvinnumennsku. Elísabet hefur hins vegar skrifað undir samning um að þjálfa Kristianstad áfram á næsta ári. Sænski boltinn Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Fleiri fréttir Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Sjá meira
Kristianstad, sem leikið hefur undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur frá árinu 2009, náði sínum besta árangri frá upphafi í fyrra þegar liðið endaði í 3. sæti. Það skilaði liðinu sínum fyrstu leikjum í Meistaradeild Evrópu í sögu félagsins. Nú getur Kristianstad endurtekið leikinn en til þess þarf liðið að vinna Piteå í hádeginu á morgun, í kuldanum norðarlega í Svíþjóð. Þá fer fram lokaumferðin í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar í Rosengård hafa fyrir löngu tryggt sér meistaratitilinn og ljóst er að Häcken, lið Diljár Ýrar Zomers, endar í 2. sæti. Fjögur lið eiga hins vegar enn möguleika á að enda í 3. sæti. Barátta fjögurra liða um sætið Kristianstad er í 3. sætinu þrátt fyrir afar óvænt tap gegn föllnu botnliði Växjö, 1-0, í síðasta leik. Eskilstuna er einnig með 32 stig en með tveimur mörkum verri markatölu en Kristianstad, þökk sé 3-1 tapi Eskilstuna gegn Rosengård á mánudaginn. Eskilstuna á erfiðan leik við Häcken á morgun. Ef að bæði Eskilstuna og Kristianstad tapa mun væntanlega sigurliðið í leik Örebro og Vittsjö, sem sitja í 5. og 6. sæti, ná 3. sætinu. Að keppnistímabilinu loknu mun Sif flytja til Íslands og finna sér hér íslenskt félag til að spila fyrir. Björn Sigurbjörnsson, maður Sifjar, hefur verið aðstoðarþjálfari Kristianstad um árabil en er að taka við Selfossi. Sveindís fer hins vegar til Þýskalands en hún hefur verið á láni hjá Kristianstad frá stórliðinu Wolfsburg á þessu fyrsta ári sínu í atvinnumennsku. Elísabet hefur hins vegar skrifað undir samning um að þjálfa Kristianstad áfram á næsta ári.
Sænski boltinn Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Fleiri fréttir Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Sjá meira