Telur óbreyttar aðgerðir á landamærum dýrkeypt mistök Kjartan Kjartansson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 4. nóvember 2021 21:49 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Stöð 2 Ákvörðun stjórnvalda um að halda sóttvarnaaðgerðum á landamærum Íslands óbreyttum áfram eru dýrkeypt mistök efnahagslega, að mati framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Hann segir að skimun á landamærunum geti dregið úr eftirspurn eftir ferðum til Íslands um 10-20 prósent. Heilbrigðisráðherra tilkynnti í dag að núgildandi takmarkanir á landamærunum yrði óbreyttar til 15. janúar. Allir farþegar sem koma til landsins, hvort sem þeir eru íslenskir eða ekki, þurfa að framvísa neikvæðu PCR- eða hraðgreiningarprófi sem má ekki vera eldra en 72 klukkustundir. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að það kosti þjóðarbúið um 26 milljarða króna fyrir hverja hundrað þúsund ferðamenn sem koma ekki til landsins. Flugfélög meti þörfina eftir flugsætum til Íslands næsta sumar þessa dagana og fram í janúar. Ákvörðunin um að halda takmörkunum óbreyttum nú muni því hafa áhrif á eftirspurnina og verðmæti fyrir þjóðarbúið langt inn í næsta ár. „Þetta er bara efnahagslega óverjandi ákvörðun,“ segir Jóhannes Þór. Hann telur eðlilegt að stjórnvöld birti mat sitt þar sem sóttvarnarsjónarmið og efnahagsleg sjónarmið séu vegin og metin. Þó að ákvörðunin nú sé ekki beint óvænt sé hún ferðaþjónustunni áfall. Hún hafi gert sér vonir um að ríkisstjórnin tæki mark á ábendingum hennar. „Það er augljóslega ekki gert í þessu tilfelli.“ Brotthvarf eins flugfélags kosta sex og hálfan milljarð í glataðar tekjur Spurður að því hvort að það sé virkilega svo íþyngjandi fyrir erlenda ferðamenn að fara í eitt Covid-próf segir Jóhannes Þór að flugfélög og erlendar ferðaskrifstofur meti það svo að það eitt geti dregið úr eftirspurn um tíu til tuttugu prósent. „Við erum þegar búin að sjá eitt flugfélag sem var með áætlarnir um að koma hér með 25.000 flugsæti næsta sumar hefur ákveðið að fara með þá eitthvað annað,“ segir Jóhannes Þór. Þeir farþegar fari ekki til annarra flugfélaga sem fljúga til Íslands í staðinn því erlenda flugfélagið sé einnig ferðaskrifstofa sem selur flugsætin. Félagið hafi þegar ákveðið að selja flugsætin til annarra áfangastaða. „Bara þetta eina flugfélag er sex og hálfur milljarður í tap fyrir íslenska þjóðarbúið þannig að þetta eru alvöru fjárhæðir, þetta eru alvöru vandamál og þetta er alvöru efnahagslegur skaði sem þetta veldur. Mér finnst bara kominn tími til að ríkisstjórnin taki mark á því,“ segir Jóhannes Þór. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Heilbrigðisráðherra tilkynnti í dag að núgildandi takmarkanir á landamærunum yrði óbreyttar til 15. janúar. Allir farþegar sem koma til landsins, hvort sem þeir eru íslenskir eða ekki, þurfa að framvísa neikvæðu PCR- eða hraðgreiningarprófi sem má ekki vera eldra en 72 klukkustundir. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að það kosti þjóðarbúið um 26 milljarða króna fyrir hverja hundrað þúsund ferðamenn sem koma ekki til landsins. Flugfélög meti þörfina eftir flugsætum til Íslands næsta sumar þessa dagana og fram í janúar. Ákvörðunin um að halda takmörkunum óbreyttum nú muni því hafa áhrif á eftirspurnina og verðmæti fyrir þjóðarbúið langt inn í næsta ár. „Þetta er bara efnahagslega óverjandi ákvörðun,“ segir Jóhannes Þór. Hann telur eðlilegt að stjórnvöld birti mat sitt þar sem sóttvarnarsjónarmið og efnahagsleg sjónarmið séu vegin og metin. Þó að ákvörðunin nú sé ekki beint óvænt sé hún ferðaþjónustunni áfall. Hún hafi gert sér vonir um að ríkisstjórnin tæki mark á ábendingum hennar. „Það er augljóslega ekki gert í þessu tilfelli.“ Brotthvarf eins flugfélags kosta sex og hálfan milljarð í glataðar tekjur Spurður að því hvort að það sé virkilega svo íþyngjandi fyrir erlenda ferðamenn að fara í eitt Covid-próf segir Jóhannes Þór að flugfélög og erlendar ferðaskrifstofur meti það svo að það eitt geti dregið úr eftirspurn um tíu til tuttugu prósent. „Við erum þegar búin að sjá eitt flugfélag sem var með áætlarnir um að koma hér með 25.000 flugsæti næsta sumar hefur ákveðið að fara með þá eitthvað annað,“ segir Jóhannes Þór. Þeir farþegar fari ekki til annarra flugfélaga sem fljúga til Íslands í staðinn því erlenda flugfélagið sé einnig ferðaskrifstofa sem selur flugsætin. Félagið hafi þegar ákveðið að selja flugsætin til annarra áfangastaða. „Bara þetta eina flugfélag er sex og hálfur milljarður í tap fyrir íslenska þjóðarbúið þannig að þetta eru alvöru fjárhæðir, þetta eru alvöru vandamál og þetta er alvöru efnahagslegur skaði sem þetta veldur. Mér finnst bara kominn tími til að ríkisstjórnin taki mark á því,“ segir Jóhannes Þór.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira