Stjórn Eflingar biður um frið frá fjölmiðlum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 4. nóvember 2021 19:30 Agnieszka Ewa Ziółkowska var á stjórnarfundi Eflingar í dag skipuð formaður félagsins til bráðabirgða fram að aðalfundi félagsins næsta vor. Stjórn félagsins er að öðru leyti þögul sem gröfin um næstu skref innan Eflingar og biður fjölmiðla að láta sig í friði. Fundurinn hófst klukkan eitt í húsakynnum Eflingar og stóð í tæpar fjórar klukkustundir. Að honum loknum var tilkynnt að Agnieszka yrði formaður tímabundið og að Ólöf Helga Adolfsdóttir tæki við sem varaformaður en hún var trúnaðarmaður og hlaðmaður hjá Icelandair, sem sagt var upp fyrir skemmstu. Í fréttatilkynningunni þakkar stjórnin Sólveigu Önnu Jónsdóttur, fyrrverandi formanni, og Viðari Þorsteinssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra, fyrir þeirra störf í þágu félagsins. Þar segir einnig að nýr formaðurinn muni starfa með skrifstofunni að því að greiða úr þeim vandamálum sem hafa komið upp í starfsemi félagsins. Að lokum biður stjórnin fjölmiðla um að veita félaginu frið til að sinna verkefnum sínum og segist ekki veita nein fjölmiðlaviðtöl að sinni. Búið að skamma Guðmund nóg „Alveg harðbannað. Því miður, því miður. Ég verð að virða þann trúnað. Nóg búið að skamma mig fyrir samt…“ sagði Guðmundur Baldursson, einn stjórnarmannanna, eftir fundinn en hann og Viðar Þorsteinsson, fráfarandi framkvæmdastjóri félagsins, tókust á í Pallborðinu í dag. Guðmundur sagðist verða að halda trúnaði eftir fundinn. Hann hefði verið skammaður nóg fyrir að tjá sig við fjölmiðla síðustu daga.vísir/sindri Þar hélt Viðar því fram að inni á vinnustaðnum hefði tíðkast það sem hann kallar „gíslatökumenningu“. „Þetta er menning og háttsemi seg segir þú getur farið fram með hvaða ásakanir sem er gagnvart þessu fólki. Prófaðu bara að mála Sólveigu og Viðar upp svona og sjáðu til hvort þú fáir ekki þínu framgengt,“ sagði Viðar meðal annars í Pallborðinu. Þannig hafi ályktun trúnaðarmannanna, sem lýsir upplifunum starfsfólks skrifstofunnar, verið taktísk leið til að taka völd af formanninum og framkvæmdastjóranum. „Ég held að þarna hafi því miður fólk í ákveðnu dómgreindarleysi kosið að fara leið sem að var búið að sýna að hægt væri að fara til að fá sínu fram. Eða að fólk hafi talið sér trú um að væri góð leið til að fá sitt fram fremur en að höndla málin á bara eðlilegan hátt með samtali." Neitar að svara spurningum Eftir fundinn í dag vildi Agnieszka ekki svara neinum spurningum fjölmiðla. Hvað hefurðu að segja um ummæli Viðars og Sólveigar um starfsmenn hér á skrifstofu Eflingar? „Ég mun ekki tjá mig um það. Takk fyrir." Agnieszka er nýr formaður Eflingar. Hún vildi ekki segja sína skoðun á ummælum forvera síns og framkvæmdastjórans fráfarandi um starfsmenn skrifstofunnar.vísir/sindri Og svarið var á sömu leið þegar hún var spurð út í hvernig hún sæi fyrir sér framtíð stéttarfélagsins. „Við munum ekki tjá okkur um það á þessari stundu. Það var send út tilkynning eftir fundinn." Ólga innan Eflingar Kjaramál Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Fleiri fréttir Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Sjá meira
Fundurinn hófst klukkan eitt í húsakynnum Eflingar og stóð í tæpar fjórar klukkustundir. Að honum loknum var tilkynnt að Agnieszka yrði formaður tímabundið og að Ólöf Helga Adolfsdóttir tæki við sem varaformaður en hún var trúnaðarmaður og hlaðmaður hjá Icelandair, sem sagt var upp fyrir skemmstu. Í fréttatilkynningunni þakkar stjórnin Sólveigu Önnu Jónsdóttur, fyrrverandi formanni, og Viðari Þorsteinssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra, fyrir þeirra störf í þágu félagsins. Þar segir einnig að nýr formaðurinn muni starfa með skrifstofunni að því að greiða úr þeim vandamálum sem hafa komið upp í starfsemi félagsins. Að lokum biður stjórnin fjölmiðla um að veita félaginu frið til að sinna verkefnum sínum og segist ekki veita nein fjölmiðlaviðtöl að sinni. Búið að skamma Guðmund nóg „Alveg harðbannað. Því miður, því miður. Ég verð að virða þann trúnað. Nóg búið að skamma mig fyrir samt…“ sagði Guðmundur Baldursson, einn stjórnarmannanna, eftir fundinn en hann og Viðar Þorsteinsson, fráfarandi framkvæmdastjóri félagsins, tókust á í Pallborðinu í dag. Guðmundur sagðist verða að halda trúnaði eftir fundinn. Hann hefði verið skammaður nóg fyrir að tjá sig við fjölmiðla síðustu daga.vísir/sindri Þar hélt Viðar því fram að inni á vinnustaðnum hefði tíðkast það sem hann kallar „gíslatökumenningu“. „Þetta er menning og háttsemi seg segir þú getur farið fram með hvaða ásakanir sem er gagnvart þessu fólki. Prófaðu bara að mála Sólveigu og Viðar upp svona og sjáðu til hvort þú fáir ekki þínu framgengt,“ sagði Viðar meðal annars í Pallborðinu. Þannig hafi ályktun trúnaðarmannanna, sem lýsir upplifunum starfsfólks skrifstofunnar, verið taktísk leið til að taka völd af formanninum og framkvæmdastjóranum. „Ég held að þarna hafi því miður fólk í ákveðnu dómgreindarleysi kosið að fara leið sem að var búið að sýna að hægt væri að fara til að fá sínu fram. Eða að fólk hafi talið sér trú um að væri góð leið til að fá sitt fram fremur en að höndla málin á bara eðlilegan hátt með samtali." Neitar að svara spurningum Eftir fundinn í dag vildi Agnieszka ekki svara neinum spurningum fjölmiðla. Hvað hefurðu að segja um ummæli Viðars og Sólveigar um starfsmenn hér á skrifstofu Eflingar? „Ég mun ekki tjá mig um það. Takk fyrir." Agnieszka er nýr formaður Eflingar. Hún vildi ekki segja sína skoðun á ummælum forvera síns og framkvæmdastjórans fráfarandi um starfsmenn skrifstofunnar.vísir/sindri Og svarið var á sömu leið þegar hún var spurð út í hvernig hún sæi fyrir sér framtíð stéttarfélagsins. „Við munum ekki tjá okkur um það á þessari stundu. Það var send út tilkynning eftir fundinn."
Ólga innan Eflingar Kjaramál Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Fleiri fréttir Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent