Klopp um kvöldið: Hafa aldrei spilað vinalegan leik síðan Simeone tók við Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2021 14:01 Það hefur verið mikið fjör og nóg af mörkum í síðustu leikjunum á milli liða Diego Simeone og Jürgen Klopp. Þeir tveir eru ekki alltof góðir vinir heldur. Getty/Baldesca Samper Það fór ekkert alltof vel á með knattspyrnustjórnunum Jürgen Klopp og Diego Simeone eftir síðasta leik Liverpool og Atletico og nú var það staðfest fyrir leik að þeir munu ekki takast í hendur eftir leik liðanna í kvöld. Enn meiri olía á eldinn sem logaði vel fyrir. Liverpool vann 3-2 sigur á Atletico Madrid í Meistaradeildinni fyrir tveimur vikum og liðin mætast aftur á Anfield í kvöld. Eftir þessa veisluna í Madrid fyrir hálfum mánuði og dramatíkina þegar Atletico Madrid sló Liverpool út úr Meistaradeildinni fyrir tveimur árum þá er von á alvöru Evrópukvöldi í Liverpool í kvöld. Það bíða margir spenntir eftir leiknum sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var spurður út í leik kvöldsins á blaðamannafundi. „Við vorum svo hamingjusamir þegar við tryggðum okkur sæti í Meistaradeildinni á síðasta tímabil af því að við vissum þá að við myndum fá Evrópukvöld eins og er framundan í kvöld,“ sagði Jürgen Klopp. "Since Diego has been there Atletico have never played a friendly game so we should not expect that. We want to win the game."Jurgen Klopp wants to celebrate being apart of the Champions League and beating Atletico Madrid with the fans pic.twitter.com/geDaUWknrz— Football Daily (@footballdaily) November 3, 2021 „Það er þannig kvöld á leiðinni og við ættum að halda upp á það á fótboltalegan hátt með stuðningsmönnum okkar,“ sagði Klopp. „Atletico er með gott lið, ótrúlega öflugt lið og allar götur síðan að Diego [Simeone] kom þangað þá hafa þeir aldrei spilað vinalegan leik. Við getum því ekki búist við slíku en við munum gera okkar,“ sagði Klopp. „Þetta verður alvöru baráttuleikur. Þetta eru lið sem spila tilfinningaríkan fótbolta. Ef við viljum upplifa drauma okkar og væntingar þá þurfum við að vinna fótboltaleiki,“ sagði Klopp. Leikurinn í kvöld er fyrsti leikur Atletico á Anfield síðan liðið sló Liverpool út úr Meistaradeildinni 2020 með 4-2 sigri í seinni leik liðanna. Sá leikur fór fram í sextán liða úrslitum og var síðasti heimaleikur Liverpool með áhorfendur fyrir kórónuveiruástandið. Leikur Liverpool og Atletico Madrid hefst klukkan 20.00 og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Dagskráin hefst með upphitun fyrir Meistaradeildina á sömu stöð klukkan 19.15. Auk Liverpool leiksins þá verður leikur Dortmund og Ajax sýndur beint á Stöð 2 Sport 3 og leikur Sporting og Besiktas verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Fleiri fréttir Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Sjá meira
Liverpool vann 3-2 sigur á Atletico Madrid í Meistaradeildinni fyrir tveimur vikum og liðin mætast aftur á Anfield í kvöld. Eftir þessa veisluna í Madrid fyrir hálfum mánuði og dramatíkina þegar Atletico Madrid sló Liverpool út úr Meistaradeildinni fyrir tveimur árum þá er von á alvöru Evrópukvöldi í Liverpool í kvöld. Það bíða margir spenntir eftir leiknum sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var spurður út í leik kvöldsins á blaðamannafundi. „Við vorum svo hamingjusamir þegar við tryggðum okkur sæti í Meistaradeildinni á síðasta tímabil af því að við vissum þá að við myndum fá Evrópukvöld eins og er framundan í kvöld,“ sagði Jürgen Klopp. "Since Diego has been there Atletico have never played a friendly game so we should not expect that. We want to win the game."Jurgen Klopp wants to celebrate being apart of the Champions League and beating Atletico Madrid with the fans pic.twitter.com/geDaUWknrz— Football Daily (@footballdaily) November 3, 2021 „Það er þannig kvöld á leiðinni og við ættum að halda upp á það á fótboltalegan hátt með stuðningsmönnum okkar,“ sagði Klopp. „Atletico er með gott lið, ótrúlega öflugt lið og allar götur síðan að Diego [Simeone] kom þangað þá hafa þeir aldrei spilað vinalegan leik. Við getum því ekki búist við slíku en við munum gera okkar,“ sagði Klopp. „Þetta verður alvöru baráttuleikur. Þetta eru lið sem spila tilfinningaríkan fótbolta. Ef við viljum upplifa drauma okkar og væntingar þá þurfum við að vinna fótboltaleiki,“ sagði Klopp. Leikurinn í kvöld er fyrsti leikur Atletico á Anfield síðan liðið sló Liverpool út úr Meistaradeildinni 2020 með 4-2 sigri í seinni leik liðanna. Sá leikur fór fram í sextán liða úrslitum og var síðasti heimaleikur Liverpool með áhorfendur fyrir kórónuveiruástandið. Leikur Liverpool og Atletico Madrid hefst klukkan 20.00 og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Dagskráin hefst með upphitun fyrir Meistaradeildina á sömu stöð klukkan 19.15. Auk Liverpool leiksins þá verður leikur Dortmund og Ajax sýndur beint á Stöð 2 Sport 3 og leikur Sporting og Besiktas verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Fleiri fréttir Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Sjá meira