Krefst þess að varaformaður Eflingar segi líka af sér Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. nóvember 2021 19:10 Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður í Eflingu. Vísir/Egill Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður hjá Eflingu, krefst þess að Agnieszka Ewa Ziólkowska, varaformaður stéttarfélagsins, segi af sér embætti. Hann telur það næstu rökréttu skref í stöðunni enda hafi hún verið meðvituð um framkomu stjórnenda í garð starfsfólks. „Hennar ábyrgð er ekki minni heldur en hinna. Og ef það verður svo þá er ekkert annað í stöðunni en að trúnaðarráð komi saman og kalli eftir nýjum kosningum í stéttarfélagið,“ segir Guðmundur. Líkt og greint hefur verið frá hafa Sólveig Anna Jónsdóttir sagt af sér sem formaður Eflingar og Viðar Þorsteinsson sagt upp sem framkvæmdastjóri. Upphafið má rekja til kröfu Guðmundar um að fá afhenta ályktun starfsfólks þar sem Sólveig Anna er borin þungum sökum, meðal annars kjarasamningsbrot. Guðmundur segir að Sólveig hafi stillt fólki upp við vegg þegar hún boðaði það á fund og fór fram á að ásakanirnar yrðu dregnar til baka – ella myndi hún segja af sér. „Það er óþolandi að stilla starfsfólki svona upp eins og gert var á þessum starfsmannafundi,“ segir Guðmundur, og bætir við að mikil ólga hafi ríkt á fundinum. „Það var mikil geðshræring á þessum fundi, eins skiljanlegt og það nú er. Ég var ekki vinsælasti maðurinn þarna á svæðinu og það kom frá að minnsta kosti tveimur stjórnarmönnum að ég ætti að segja af mér fyrir trúnaðarbrot,“ segir hann, en Guðmundur greindi frá því á RÚV fyrir helgi að stjórnin hefði neitað að afhenda honum ályktunina. „Ég var eingöngu að fara eftir því sem mér ber skylda til sem réttkjörins stjórnarmanns í Eflingu. Ég á að rækja skyldur mínar, fylgjast með því sem gerist þarna og þarna var verið að halda að mér upplýsingum.“ Sjálfur segist hann ekki ætla að segja af sér, enda sé hann með umboð kjósenda stéttarfélagsins til að starfa innan stjórnarinnar. Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Kaldrifjað morð á verkalýðsleiðtoga ofarlega í huga Viðars Viðar Þorsteinsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Eflingar, segist ekki geta rætt við fjölmiðla í dag þar sem hann sé upptekinn heima hjá sér að sinna heimili og fjölskyldu. Kaldrifjað morð á verkalýðsleiðtoga er þó ofarlega í huga Viðars í dag, í kjölfar þess að Sólveig Anna Jónsdóttir hefur sagt af sér sem formaður Eflingar. 1. nóvember 2021 16:31 Starfsfólk Eflingar óttaslegið og finnst Sólveig Anna gefa opið skotleyfi á það Yfirlýsing sem Sólveig Anna Jónsdóttir, fráfarandi formaður Eflingar, sendi frá sér á Facebook í gær hleypti illu blóði í marga starfsmenn stéttarfélagsins. Á starfsmannafundi sem haldinn var í morgun lýstu margir óánægju sinni með það hvernig hún sakaði starfsliðið um að hafa hrakið sig úr starfi. 1. nóvember 2021 14:54 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Fleiri fréttir 30% af íbúum í Árborg eru af erlendum uppruna Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Sjá meira
„Hennar ábyrgð er ekki minni heldur en hinna. Og ef það verður svo þá er ekkert annað í stöðunni en að trúnaðarráð komi saman og kalli eftir nýjum kosningum í stéttarfélagið,“ segir Guðmundur. Líkt og greint hefur verið frá hafa Sólveig Anna Jónsdóttir sagt af sér sem formaður Eflingar og Viðar Þorsteinsson sagt upp sem framkvæmdastjóri. Upphafið má rekja til kröfu Guðmundar um að fá afhenta ályktun starfsfólks þar sem Sólveig Anna er borin þungum sökum, meðal annars kjarasamningsbrot. Guðmundur segir að Sólveig hafi stillt fólki upp við vegg þegar hún boðaði það á fund og fór fram á að ásakanirnar yrðu dregnar til baka – ella myndi hún segja af sér. „Það er óþolandi að stilla starfsfólki svona upp eins og gert var á þessum starfsmannafundi,“ segir Guðmundur, og bætir við að mikil ólga hafi ríkt á fundinum. „Það var mikil geðshræring á þessum fundi, eins skiljanlegt og það nú er. Ég var ekki vinsælasti maðurinn þarna á svæðinu og það kom frá að minnsta kosti tveimur stjórnarmönnum að ég ætti að segja af mér fyrir trúnaðarbrot,“ segir hann, en Guðmundur greindi frá því á RÚV fyrir helgi að stjórnin hefði neitað að afhenda honum ályktunina. „Ég var eingöngu að fara eftir því sem mér ber skylda til sem réttkjörins stjórnarmanns í Eflingu. Ég á að rækja skyldur mínar, fylgjast með því sem gerist þarna og þarna var verið að halda að mér upplýsingum.“ Sjálfur segist hann ekki ætla að segja af sér, enda sé hann með umboð kjósenda stéttarfélagsins til að starfa innan stjórnarinnar.
Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Kaldrifjað morð á verkalýðsleiðtoga ofarlega í huga Viðars Viðar Þorsteinsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Eflingar, segist ekki geta rætt við fjölmiðla í dag þar sem hann sé upptekinn heima hjá sér að sinna heimili og fjölskyldu. Kaldrifjað morð á verkalýðsleiðtoga er þó ofarlega í huga Viðars í dag, í kjölfar þess að Sólveig Anna Jónsdóttir hefur sagt af sér sem formaður Eflingar. 1. nóvember 2021 16:31 Starfsfólk Eflingar óttaslegið og finnst Sólveig Anna gefa opið skotleyfi á það Yfirlýsing sem Sólveig Anna Jónsdóttir, fráfarandi formaður Eflingar, sendi frá sér á Facebook í gær hleypti illu blóði í marga starfsmenn stéttarfélagsins. Á starfsmannafundi sem haldinn var í morgun lýstu margir óánægju sinni með það hvernig hún sakaði starfsliðið um að hafa hrakið sig úr starfi. 1. nóvember 2021 14:54 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Fleiri fréttir 30% af íbúum í Árborg eru af erlendum uppruna Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Sjá meira
Kaldrifjað morð á verkalýðsleiðtoga ofarlega í huga Viðars Viðar Þorsteinsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Eflingar, segist ekki geta rætt við fjölmiðla í dag þar sem hann sé upptekinn heima hjá sér að sinna heimili og fjölskyldu. Kaldrifjað morð á verkalýðsleiðtoga er þó ofarlega í huga Viðars í dag, í kjölfar þess að Sólveig Anna Jónsdóttir hefur sagt af sér sem formaður Eflingar. 1. nóvember 2021 16:31
Starfsfólk Eflingar óttaslegið og finnst Sólveig Anna gefa opið skotleyfi á það Yfirlýsing sem Sólveig Anna Jónsdóttir, fráfarandi formaður Eflingar, sendi frá sér á Facebook í gær hleypti illu blóði í marga starfsmenn stéttarfélagsins. Á starfsmannafundi sem haldinn var í morgun lýstu margir óánægju sinni með það hvernig hún sakaði starfsliðið um að hafa hrakið sig úr starfi. 1. nóvember 2021 14:54