Joan Laporta, forseti Barcelona, staðfesti það í gær að hann hafi verið í sambandi við Xavi, en vildi ekki gefa upp hvort að Xavi myndi taka við liðinu eftir að Ronald Koeman var látinn fara síðastliðinn miðvikudag.
Eins og áður segir er Xavi þjálfari Al Sadd í Katar og liðið sendi frá sér stutta tilkynningu á Twitter í gærkvöldi þar sem kom meðal annars fram að avi sé samningsbundinn liðinu, og að hann sé með fulla einbeitingu á komandi leiki.
In response to what’s circulating recently, the #AlSadd management reaffirms that Xavi has a two-year contract with the club and is fully focused on the team’s upcoming matches, to maintain our lead at the top of the league and to defend the title.#AlwaysAlSadd pic.twitter.com/dJP4g0xZBx
— 🏆 #76 Al Sadd SC | نادي السد (@AlsaddSC) October 29, 2021
Al Sadd situr um þessar mundir á toppi deildarinnar í Katar með þriggja stiga forskot eftir sjö umferðir. Liðið er ríkjandi meistari þar í landi.