Alfreð loksins tilbúinn og „ljótur sigur“ í kvöld gæti breytt ýmsu Sindri Sverrisson skrifar 27. október 2021 14:32 Alfreð Finnbogason kom inn á og spilaði í fimm mínútur gegn Arminia Bielefeld 17. október en hafði þá ekki spilað í þýsku deildinni síðan í maí. Getty/Stefan Puchner Á árinu 2021 hefur Alfreð Finnbogason aðeins þrisvar sinnum verið í byrjunarliði þýska liðsins Augsburg. Nú er hann tilbúinn að byrja leiki á ný, þjálfara sínum til mikillar ánægju. Það hefur allt gengið á afturfótunum hjá Augsburg undanfarið og liðið er eitt það neðsta í þýsku 1. deildinni með aðeins sex stig eftir níu leiki. Alfreð hefur lítið getað gert í því en meiðsli hafa haldið honum frá keppni stærstan hluta þessa tímabils eftir að hafa einnig eyðilagt fyrir honum seinni hluta síðustu leiktíðar. Nú virðist vera að rofa til hjá landsliðsframherjanum en Alfreð lék sínar fyrstu fimm mínútur í þýsku deildinni á þessari leiktíð fyrir tíu dögum, í 1-1 jafntefli við Armenia Bielefeld. Þjálfarinn gleðst yfir endurkomunni Alfreð mætti svo með þjálfaranum Markus Weinzierl, sem tók við Augsburg í lok apríl, á blaðamannafund í gær vegna bikarleiksins við Bochum í dag. Þar kvaðst Alfreð nú farinn að geta gert tilkall til sætis í byrjunarliðinu: „Ég er búinn að vera með á æfingum í þrjár vikur svo að já, mér finnst ég vera tilbúinn. En ég veit að æfingar geta ekki hermt eftir hraðanum sem er í alvöru leikjum,“ sagði Alfreð á blaðamannafundinum. (On Finnbogason)"He's been at this club for a long time and score many great goals. I am happy that he is fit and an option once again." pic.twitter.com/g8QxRlirjX— FC Augsburg (@FCA_World) October 26, 2021 „Hann hefur verið lengi hjá félaginu og skorað mörg frábær mörk. Ég er ánægður með að hann sé heill heilsu og til taks á nýjan leik,“ sagði Weinzierl. Úrslitin ekkert með hæfileika liðsins að gera Alfreð vill gera sitt til að Augsburg snúi gengi sínu við: „Ég einbeiti mér að því að hjálpa félaginu og allir aðrir þurfa að spyrja sig að því sama: Hvernig get ég haft jákvæð áhrif á liðið?“ sagði Alfreð við heimasíðu Augsburg. „Úrslitin hafa ekkert með fótboltahæfileika okkar að gera,“ sagði Alfreð og bætti við að sigur í kvöld gæti hjálpað liði Augsburg mikið: „Jafnvel ljótur sigur gæti komið af stað jákvæðu ferli.“ Alfreð spilaði síðast landsleik í nóvember á síðasta ári, í úrslitaleiknum við Ungverja um sæti á EM og svo Þjóðadeildarleik gegn Danmörku í kjölfarið. Alfreð, sem skorað hefur 15 mörk fyrir Ísland, gæti mögulega snúið aftur í landsliðið í nóvember þegar það lýkur undankeppni HM með leikjum við Rúmeníu og Norður-Makedóníu. Þýski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Sjá meira
Það hefur allt gengið á afturfótunum hjá Augsburg undanfarið og liðið er eitt það neðsta í þýsku 1. deildinni með aðeins sex stig eftir níu leiki. Alfreð hefur lítið getað gert í því en meiðsli hafa haldið honum frá keppni stærstan hluta þessa tímabils eftir að hafa einnig eyðilagt fyrir honum seinni hluta síðustu leiktíðar. Nú virðist vera að rofa til hjá landsliðsframherjanum en Alfreð lék sínar fyrstu fimm mínútur í þýsku deildinni á þessari leiktíð fyrir tíu dögum, í 1-1 jafntefli við Armenia Bielefeld. Þjálfarinn gleðst yfir endurkomunni Alfreð mætti svo með þjálfaranum Markus Weinzierl, sem tók við Augsburg í lok apríl, á blaðamannafund í gær vegna bikarleiksins við Bochum í dag. Þar kvaðst Alfreð nú farinn að geta gert tilkall til sætis í byrjunarliðinu: „Ég er búinn að vera með á æfingum í þrjár vikur svo að já, mér finnst ég vera tilbúinn. En ég veit að æfingar geta ekki hermt eftir hraðanum sem er í alvöru leikjum,“ sagði Alfreð á blaðamannafundinum. (On Finnbogason)"He's been at this club for a long time and score many great goals. I am happy that he is fit and an option once again." pic.twitter.com/g8QxRlirjX— FC Augsburg (@FCA_World) October 26, 2021 „Hann hefur verið lengi hjá félaginu og skorað mörg frábær mörk. Ég er ánægður með að hann sé heill heilsu og til taks á nýjan leik,“ sagði Weinzierl. Úrslitin ekkert með hæfileika liðsins að gera Alfreð vill gera sitt til að Augsburg snúi gengi sínu við: „Ég einbeiti mér að því að hjálpa félaginu og allir aðrir þurfa að spyrja sig að því sama: Hvernig get ég haft jákvæð áhrif á liðið?“ sagði Alfreð við heimasíðu Augsburg. „Úrslitin hafa ekkert með fótboltahæfileika okkar að gera,“ sagði Alfreð og bætti við að sigur í kvöld gæti hjálpað liði Augsburg mikið: „Jafnvel ljótur sigur gæti komið af stað jákvæðu ferli.“ Alfreð spilaði síðast landsleik í nóvember á síðasta ári, í úrslitaleiknum við Ungverja um sæti á EM og svo Þjóðadeildarleik gegn Danmörku í kjölfarið. Alfreð, sem skorað hefur 15 mörk fyrir Ísland, gæti mögulega snúið aftur í landsliðið í nóvember þegar það lýkur undankeppni HM með leikjum við Rúmeníu og Norður-Makedóníu.
Þýski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Sjá meira