Amnesty hvetur Beckham til að kynna sér stöðu mála Katar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. október 2021 07:00 Svo virðist sem David Beckham, sendiherra UNICEF, verði eitt aðal andlit HM 2022 sem fram fer í Katar. Mike Marsland/Getty Images David Beckham verður eitt af andlitum HM 2022 í knattspyrnu sem og sendiherra mótsins sem fram fer í Katar. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa hvatt hann til að kynna sér bága stöðu mannréttinda í landinu. Beckham gerði garðinn frægan sem leikmaður Manchester United, Real Madríd og enska landsliðinu. Í dag er hann eigandi Inter Miami í MLS-deildinni í Bandaríkjunum ásamt því að vera fyrirsæta, áhrifavaldur og nú sendiherra sem og andlit HM sem fram fer í Katar. Verður hann tilkynntur sem sendiherra mótsins í næsta mánuði samkvæmt Sky Sports. Hefur hann fengið mikla gagnrýni fyrir þar sem bág staða verkafólks og almenn mannréttindabrot í landinu hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri. Þá er Beckham sendiherra UNICEF og talið að nýtt hlutverk hans brjóti í bága gegn stöðu hans hjá UNICEF. David Beckham is under fire over reports he has signed a deal worth £150m over 10 years to become the face of the 2022 World Cup in Qatar and an ambassador for the emirate.— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 25, 2021 Katar hefur verið mikið í sviðsljósinu vegna mótsins þar sem reisa hefur þurft fjölda mannvirkja til þess að hægt sé að halda mótið í landinu. „Það kemur ekki á óvar tað David Beckham vilji vera hluti af jafn stórum viðburði og HM er. Við hvetjum hann hins vegar til að kynna sér grafalvarlega stöðu mannréttinda í landinu ásamt því að vera tilbúinn að tjá sig um hana,“ segir í yfirlýsingu á vef Amnesty. „Fjöldi mannréttindabrota í landinu er ógnvænlegur. Staða verkafólks í landinu – fólksins sem gerir það mögulegt að halda HM – er einkar slæm. Málfrelsi viðgengst ekki og samkynhneigt fólk á undir högg að sækja.“ „Alþjóðaknattspyrnusambandið spilar mikilvægt hlutverk í því að keyra breytingar í gegn, sérstaklega þegar kemur að málefnum verkafólks tengdum mótinu. Beckham ætti að nota einstaka stöðu sína til þess að minna fólk á það sem gerist í kringum leikvangana en ekki aðeins á vellinum sjálfur,“ segir að endingu í yfirlýsingu samtakanna. Fótbolti HM 2022 í Katar Mannréttindi Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Beckham gerði garðinn frægan sem leikmaður Manchester United, Real Madríd og enska landsliðinu. Í dag er hann eigandi Inter Miami í MLS-deildinni í Bandaríkjunum ásamt því að vera fyrirsæta, áhrifavaldur og nú sendiherra sem og andlit HM sem fram fer í Katar. Verður hann tilkynntur sem sendiherra mótsins í næsta mánuði samkvæmt Sky Sports. Hefur hann fengið mikla gagnrýni fyrir þar sem bág staða verkafólks og almenn mannréttindabrot í landinu hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri. Þá er Beckham sendiherra UNICEF og talið að nýtt hlutverk hans brjóti í bága gegn stöðu hans hjá UNICEF. David Beckham is under fire over reports he has signed a deal worth £150m over 10 years to become the face of the 2022 World Cup in Qatar and an ambassador for the emirate.— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 25, 2021 Katar hefur verið mikið í sviðsljósinu vegna mótsins þar sem reisa hefur þurft fjölda mannvirkja til þess að hægt sé að halda mótið í landinu. „Það kemur ekki á óvar tað David Beckham vilji vera hluti af jafn stórum viðburði og HM er. Við hvetjum hann hins vegar til að kynna sér grafalvarlega stöðu mannréttinda í landinu ásamt því að vera tilbúinn að tjá sig um hana,“ segir í yfirlýsingu á vef Amnesty. „Fjöldi mannréttindabrota í landinu er ógnvænlegur. Staða verkafólks í landinu – fólksins sem gerir það mögulegt að halda HM – er einkar slæm. Málfrelsi viðgengst ekki og samkynhneigt fólk á undir högg að sækja.“ „Alþjóðaknattspyrnusambandið spilar mikilvægt hlutverk í því að keyra breytingar í gegn, sérstaklega þegar kemur að málefnum verkafólks tengdum mótinu. Beckham ætti að nota einstaka stöðu sína til þess að minna fólk á það sem gerist í kringum leikvangana en ekki aðeins á vellinum sjálfur,“ segir að endingu í yfirlýsingu samtakanna.
Fótbolti HM 2022 í Katar Mannréttindi Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira