Hefði viljað sjá lífeyrissjóðina stíga fastar inn í söluna á Mílu og krefst skýringa Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. október 2021 11:36 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Vísir/einar Þingmaður Vinstri grænna hefði viljað sjá lífeyrissjóðina stíga fastar inn í söluna á Mílu og fer fram á að stjórnendur þeirra verði spurðir út málið. Hún segist sammála þingmanni Sjálfstæðisflokksins um nauðsyn þess að ný fjarskiptalög verði samþykkt. Síminn gekk frá sölu á fjarskiptanetfyrirtækinu Mílu aðfaranótt laugardags til franskra sjóðstýringarfyrirtækisins Ardian. Virði viðskiptanna er um 78 milljarðar króna en sjóðstýringarfyrirtækið tekur yfir fjárhagsskuldbindingar Mílu. Samkvæmt kaupsamningi fær Síminn greitt um 44 milljarða króna í reiðufé og 15 milljarða í formi skuldabréfs. Segir eignarhaldið ekki skipta höfuðmáli Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að eignarhaldið skipti ekki höfuðmáli. „Heldur að hagsmunirnir sem eru í húfi séu tryggðir. Og þeir eru best tryggðir með öryggisventlum, að við séum með trygga lagasetningu og tryggt eftirlit. Það er það sem skiptir mestu máli.“ Hún segir að heppilegt hefði verið ef ný fjarskiptalög hefðu gengið í gegn á síðasta kjörtímabili. „Og það hlýtur að vera algjört forgangsmál á nýju kjörtímabili.“ „Auðvitað er það svo að alveg sama hver heldur á eignarhaldinu, að íslensk lög gilda um búnað og rekstur fjarskipta en hins vegar stóð til og stendur til í nýjum fjarskiptalögum að skerpa á þessum heimildum meðal annars varðandi búnað og staðsetningu, upplýsingagjöf og annað sem skiptir gríðarlegu máli í þessu umhverfi,“ sagði Diljá Mist Einarsdóttir í Sprengisandi í morgun. Vill skýringar Sjóðstýringarfyrirtækið hefur boðið íslenskum lífeyrissjóðum að taka þátt í kaupunum en eignarhlutur þeirra getur orðið allt að tuttugu prósent. Bjarkey Olsen, þingmaður Vinsti grænna beinir spurningum til stjórnenda lífeyrissjóða. „Ég ætla nú líka að leyfa mér að segja það og taka undir með Ragnari Þór sem að sagði í gær að hann hefði viljað að lífeyrissjóðirnir stigu fastar inn, sem eru meirihlutaeigendur í Símanum. Maður veltir því fyrir sér eru þeir að [gæta] hagsmuna okkar sjóðsfélaga sinna eða hvað? Auðvitað ber þeim að hámarka arð og allt það en mér finnst þetta dálítið einkennilegt að ætla svo að kaupa á dýrara verði jafnvel einhvern smá hlut. Ég hefði viljað að stjórnir lífeyrissjóða væru spurðar um það hvers vegna þessi leið var valin.“ Skiptir máli að vita hverjir séu eigendur „Mikilvægt er að þetta verður áfram íslensku lögaðili og um það gilda þá íslensk lög þegar allur búnaður og annað er á íslandi. Við erum komin með góða löggjöf um raunverulega eigendur og mér finnst það skipta gríðarlega miklu máli að það sé alltaf vitað hverjir eru eigendur,“ sagði Bjarkey Olsen í Sprengisandi í morgun. Bylgjan Sprengisandur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Lífeyrissjóðir Salan á Mílu Tengdar fréttir Salan á Mílu, stjórnarmyndunarviðræður og framkvæmd kosninga á Sprengisandi Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er á dagskrá Bylgjunnar frá klukkan tíu til klukkan tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem efst eru á baugi í samfélaginu hverju sinni. 24. október 2021 09:46 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Síminn gekk frá sölu á fjarskiptanetfyrirtækinu Mílu aðfaranótt laugardags til franskra sjóðstýringarfyrirtækisins Ardian. Virði viðskiptanna er um 78 milljarðar króna en sjóðstýringarfyrirtækið tekur yfir fjárhagsskuldbindingar Mílu. Samkvæmt kaupsamningi fær Síminn greitt um 44 milljarða króna í reiðufé og 15 milljarða í formi skuldabréfs. Segir eignarhaldið ekki skipta höfuðmáli Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að eignarhaldið skipti ekki höfuðmáli. „Heldur að hagsmunirnir sem eru í húfi séu tryggðir. Og þeir eru best tryggðir með öryggisventlum, að við séum með trygga lagasetningu og tryggt eftirlit. Það er það sem skiptir mestu máli.“ Hún segir að heppilegt hefði verið ef ný fjarskiptalög hefðu gengið í gegn á síðasta kjörtímabili. „Og það hlýtur að vera algjört forgangsmál á nýju kjörtímabili.“ „Auðvitað er það svo að alveg sama hver heldur á eignarhaldinu, að íslensk lög gilda um búnað og rekstur fjarskipta en hins vegar stóð til og stendur til í nýjum fjarskiptalögum að skerpa á þessum heimildum meðal annars varðandi búnað og staðsetningu, upplýsingagjöf og annað sem skiptir gríðarlegu máli í þessu umhverfi,“ sagði Diljá Mist Einarsdóttir í Sprengisandi í morgun. Vill skýringar Sjóðstýringarfyrirtækið hefur boðið íslenskum lífeyrissjóðum að taka þátt í kaupunum en eignarhlutur þeirra getur orðið allt að tuttugu prósent. Bjarkey Olsen, þingmaður Vinsti grænna beinir spurningum til stjórnenda lífeyrissjóða. „Ég ætla nú líka að leyfa mér að segja það og taka undir með Ragnari Þór sem að sagði í gær að hann hefði viljað að lífeyrissjóðirnir stigu fastar inn, sem eru meirihlutaeigendur í Símanum. Maður veltir því fyrir sér eru þeir að [gæta] hagsmuna okkar sjóðsfélaga sinna eða hvað? Auðvitað ber þeim að hámarka arð og allt það en mér finnst þetta dálítið einkennilegt að ætla svo að kaupa á dýrara verði jafnvel einhvern smá hlut. Ég hefði viljað að stjórnir lífeyrissjóða væru spurðar um það hvers vegna þessi leið var valin.“ Skiptir máli að vita hverjir séu eigendur „Mikilvægt er að þetta verður áfram íslensku lögaðili og um það gilda þá íslensk lög þegar allur búnaður og annað er á íslandi. Við erum komin með góða löggjöf um raunverulega eigendur og mér finnst það skipta gríðarlega miklu máli að það sé alltaf vitað hverjir eru eigendur,“ sagði Bjarkey Olsen í Sprengisandi í morgun.
Bylgjan Sprengisandur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Lífeyrissjóðir Salan á Mílu Tengdar fréttir Salan á Mílu, stjórnarmyndunarviðræður og framkvæmd kosninga á Sprengisandi Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er á dagskrá Bylgjunnar frá klukkan tíu til klukkan tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem efst eru á baugi í samfélaginu hverju sinni. 24. október 2021 09:46 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Salan á Mílu, stjórnarmyndunarviðræður og framkvæmd kosninga á Sprengisandi Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er á dagskrá Bylgjunnar frá klukkan tíu til klukkan tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem efst eru á baugi í samfélaginu hverju sinni. 24. október 2021 09:46