„Það sem má ekki fara á hausinn á ekki að vera í frjálsri eigu“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. október 2021 11:50 Drífa Snædal er gagnrýnin á söluna. Vísir/Vilhelm Drífa Snædal, forseti ASÍ, telur að sala Símans á Mílu geti haft alvarlegar afleiðingar. Viðræðum um söluna lauk í nótt með undirritun kaupsamnings við franska sjóðstýringarfyrirtækið Ardian á hundrað prósent hlutafé í Mílu. Virði viðskiptanna er um 78 milljarðar króna og Ardian yfirtekur fjárhagsskuldbindingar Mílu. Samkvæmt kaupsamningnum fær Síminn því greitt um 44 milljarða króna í reiðufé og 15 milljarða króna í formi skuldabréfs. Drífa Snædal telur að salan sé ekki skref til betri vegar. „Það er alveg ljóst að franskur fjárfestingarsjóður hefur ekkert sérstakan hag af því að gagnaflutningar séu með góðu móti um allt land á Íslandi. Þetta er að sjálfsögðu fjármálafyrirtæki, sem er ekki að hugsa samfélagslega, þannig ef það verður skortur á viðhaldi eða [þeir] sjá sér hag í því að láta þetta fara, þá getur þetta haft alvarlegar afleiðingar, sérstaklega um allt land," segir Drífa. Íslenskum lífeyrissjóðum boðið að taka þátt í kaupunum Fyrirtækið franska hefur boðið íslenskum lífeyrissjóðum að taka þátt í kaupunum og eignarhlutur lífeyrissjóða getur orðið allt að tuttugu prósent. Drífa telur óþarfa snúning að lífeyrissjóðir á Íslandi þurfi að kaupa af frönsku fjárfestingarfyrirtæki. „Það er þannig að íslenskir lífeyrissjóðir hafa þó hagsmuni af því að hér verði starfandi gott samfélag. Frekari hagsmuni en franskur fjárfestingarsjóður, þannig að það hefði verið æskilegra ef lífeyrissjóðirnir - af því við erum komin á þennan stað - að lífeyrissjóðirnir eigi meira í þessu heldur en tuttugu prósent,“ segir Drífa. Drífa telur að það hafi verið mistök að selja Mílu úr samfélagslegri eigu enda snerti fyrirtækið öryggi og lífsskilyrði. Ríkisstjórnin hafi átt að bregðast við og finna leiðir til að vinda ofan af stöðunni. „Hins vegar er það náttúrulega þannig að það sem má ekki fara á hausinn á ekki að vera í frjálsri eigu. Það á ekki að vera á markaði.“ Fjarskipti Lífeyrissjóðir Salan á Mílu Tengdar fréttir Síminn selur Mílu Síminn og alþjóðlega sjóðastýringafyrirtækið Ardian hafa komist að samkomulagi um kaup þess síðarnefnda á öllu hlutafé í Mílu ehf., sem á og rekur víðtækasta fjarskiptanet landsins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Símanum. 23. október 2021 07:39 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Virði viðskiptanna er um 78 milljarðar króna og Ardian yfirtekur fjárhagsskuldbindingar Mílu. Samkvæmt kaupsamningnum fær Síminn því greitt um 44 milljarða króna í reiðufé og 15 milljarða króna í formi skuldabréfs. Drífa Snædal telur að salan sé ekki skref til betri vegar. „Það er alveg ljóst að franskur fjárfestingarsjóður hefur ekkert sérstakan hag af því að gagnaflutningar séu með góðu móti um allt land á Íslandi. Þetta er að sjálfsögðu fjármálafyrirtæki, sem er ekki að hugsa samfélagslega, þannig ef það verður skortur á viðhaldi eða [þeir] sjá sér hag í því að láta þetta fara, þá getur þetta haft alvarlegar afleiðingar, sérstaklega um allt land," segir Drífa. Íslenskum lífeyrissjóðum boðið að taka þátt í kaupunum Fyrirtækið franska hefur boðið íslenskum lífeyrissjóðum að taka þátt í kaupunum og eignarhlutur lífeyrissjóða getur orðið allt að tuttugu prósent. Drífa telur óþarfa snúning að lífeyrissjóðir á Íslandi þurfi að kaupa af frönsku fjárfestingarfyrirtæki. „Það er þannig að íslenskir lífeyrissjóðir hafa þó hagsmuni af því að hér verði starfandi gott samfélag. Frekari hagsmuni en franskur fjárfestingarsjóður, þannig að það hefði verið æskilegra ef lífeyrissjóðirnir - af því við erum komin á þennan stað - að lífeyrissjóðirnir eigi meira í þessu heldur en tuttugu prósent,“ segir Drífa. Drífa telur að það hafi verið mistök að selja Mílu úr samfélagslegri eigu enda snerti fyrirtækið öryggi og lífsskilyrði. Ríkisstjórnin hafi átt að bregðast við og finna leiðir til að vinda ofan af stöðunni. „Hins vegar er það náttúrulega þannig að það sem má ekki fara á hausinn á ekki að vera í frjálsri eigu. Það á ekki að vera á markaði.“
Fjarskipti Lífeyrissjóðir Salan á Mílu Tengdar fréttir Síminn selur Mílu Síminn og alþjóðlega sjóðastýringafyrirtækið Ardian hafa komist að samkomulagi um kaup þess síðarnefnda á öllu hlutafé í Mílu ehf., sem á og rekur víðtækasta fjarskiptanet landsins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Símanum. 23. október 2021 07:39 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Síminn selur Mílu Síminn og alþjóðlega sjóðastýringafyrirtækið Ardian hafa komist að samkomulagi um kaup þess síðarnefnda á öllu hlutafé í Mílu ehf., sem á og rekur víðtækasta fjarskiptanet landsins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Símanum. 23. október 2021 07:39