„Það verður engin kyngeta nema með að borða skyr“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. október 2021 20:41 Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, segir Selfoss loks orðinn miðdepil Íslands á nýjan leik. Stöð 2 Mikið var um að vera í nýja miðbænum á Selfossi í dag en þar var fyrsta skyrsafn landsins opnað síðdegis. Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, segir að Selfoss sé orðinn miðdepill Íslands á nýjan leik. „Þetta er nú eiginlega meiri sýning en safn. Þetta er upplifunarsýning um sögu skyrsins, sem reynir á öll skilningarvitin, og er virkilega skemmtileg og vel heppnuð. Saga skyrsins er merkilegri en flestir gera sér grein fyrir,“ sagði Elísabet Ósk Guðlaugsdóttir, umsjónarmaður Skyrlands, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra og mjólkureftirlitsmaður hjá Mjólkurbúi Flóamanna, segir sýninguna marka stóran dag á Selfossi. Elísabet Ósk segir sögu skyrsins meira spennandi en marga gruni.Stöð 2 „Þetta er glæsilegur dagur, Skyrland! Selfoss er kominn í miðdepil Íslands á nýjan leik. Fyrir níutíu árum afrekuðu menn það að byggja hér Mjólkurbúið sem var móðir Selfoss. Kaupfélagið var faðir þess og Ölfusárbrúin naflastrengurinn. Þannig að þetta er stór dagur, hér er fullur bær af fólki alla daga og allir að flytja hingað,“ sagði Guðni. Hann er sjálfur að flytja í miðbæ Selfoss á næstu dögum til að njóta lífsins og fjörsins sem þar ríkir. Sjálfur segist hann uppalinn á skyri, sem hafi gefið honum afl. „Ég hef alltaf borðað skyr. Við erum aldir upp bræðurnir á graðhestaskyri, sem kom á brúsum í botninum, gult og kraftmikið og gaf okkur afl.“ Einhverjir skyrunnendur vilja meina að skyrið veiti fólki kyngetu sem Guðni tekur undir. „Það verður engin kyngeta nema með að drekka mjólk, borða skyr, nota smjör og borða ost. Þá vaxa beinin og maðurinn verður til. Kýrin er móðir mannsins að þessu leyti,“ sagði Guðni. Árborg Menning Söfn Landbúnaður Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Fleiri fréttir „Þetta breytti því hvernig ég upplifi sjálfa mig og heiminn í kringum mig“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Sjá meira
„Þetta er nú eiginlega meiri sýning en safn. Þetta er upplifunarsýning um sögu skyrsins, sem reynir á öll skilningarvitin, og er virkilega skemmtileg og vel heppnuð. Saga skyrsins er merkilegri en flestir gera sér grein fyrir,“ sagði Elísabet Ósk Guðlaugsdóttir, umsjónarmaður Skyrlands, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra og mjólkureftirlitsmaður hjá Mjólkurbúi Flóamanna, segir sýninguna marka stóran dag á Selfossi. Elísabet Ósk segir sögu skyrsins meira spennandi en marga gruni.Stöð 2 „Þetta er glæsilegur dagur, Skyrland! Selfoss er kominn í miðdepil Íslands á nýjan leik. Fyrir níutíu árum afrekuðu menn það að byggja hér Mjólkurbúið sem var móðir Selfoss. Kaupfélagið var faðir þess og Ölfusárbrúin naflastrengurinn. Þannig að þetta er stór dagur, hér er fullur bær af fólki alla daga og allir að flytja hingað,“ sagði Guðni. Hann er sjálfur að flytja í miðbæ Selfoss á næstu dögum til að njóta lífsins og fjörsins sem þar ríkir. Sjálfur segist hann uppalinn á skyri, sem hafi gefið honum afl. „Ég hef alltaf borðað skyr. Við erum aldir upp bræðurnir á graðhestaskyri, sem kom á brúsum í botninum, gult og kraftmikið og gaf okkur afl.“ Einhverjir skyrunnendur vilja meina að skyrið veiti fólki kyngetu sem Guðni tekur undir. „Það verður engin kyngeta nema með að drekka mjólk, borða skyr, nota smjör og borða ost. Þá vaxa beinin og maðurinn verður til. Kýrin er móðir mannsins að þessu leyti,“ sagði Guðni.
Árborg Menning Söfn Landbúnaður Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Fleiri fréttir „Þetta breytti því hvernig ég upplifi sjálfa mig og heiminn í kringum mig“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Sjá meira