Forsetinn segir seint verða sátt um sjávarútveginn Snorri Másson skrifar 19. október 2021 11:56 Guðni Th. Jóhannesson forseti er með bók um landhelgismálið í smíðum. Stöð 2/Egill Forseti Íslands telur að umræður í samfélaginu sýni að seint náist sátt um ríkjandi kerfi í íslenskum sjávarútvegi. Hann boðar útgáfu sagnfræðirits á næsta ári um sögu Landhelgismálsins frá 1961-1972 og segir að sagan sýni okkur að heimskuleg og skammsýn rányrkjustefna skili engu. Guðni forseti tók til máls á Sjávarútvegsdegi í Hörpu í morgun en hætti sér ekki út á hættuleg mið yfirstandandi deilumála um sjávarútveginn, heldur hélt sagnfræðingurinn sig við söguna. Hann fjallaði um að landhelgismálið hafi kennt Íslendingum að ekki dygði að stjaka aðeins útlendingunum á brott af miðunum, heldur þyrfti líka að stjórna fiskveiðunum á skynsamlegan máta. Það gilti nú sem fyrr. „Það verður að sýna ráðdeild og skynsemi í stað rányrkju og skammtímasjónarmiða,“ sagði Guðni í samtali við fréttastofu. „Hitt er allt annað mál sem við höldum áfram að deila um, hvernig stýra skuli veiðunum og hvernig ráðstafa eigi hagnaðinum af þessari auðlind okkar.“ Og telur þú að þau mál séu í góðum farvegi eins og þau eru núna? „Ég ætla ekki að leggja mat á það núna hvernig staðan er að því leytinu til en ég held að sjávarútvegsdagurinn sýni, og allar þær umræður sem hér eiga sér stað og í samfélaginu öllu, að seint verður sátt um sjávarútveg að þessu leyti.“ Það er bók í smíðum hjá forsetanum, sem hefur áður skrifað bækur um sama efni, landhelgismál og Þorskastríðin. „Ég hef haft það sem stund milli stríða í dagsins amstri að horfa inn í liðinn heim og skrifa um þessi landhelgismál og Þorskastríð sem ég var byrjaður á, áður en örlögin tóku í taumana fyrir fimm árum.“ Já, þannig að það er jólabókaflóðið 2022? Já, við skulum nú ekki segja sem svo að ég fari að keppa við glæpasagnahöfunda og skáldsagnahöfunda sem hafa gert það gott en ég vona að það rit verði framlag til okkar sagnfræðirannsókna." Stjórnvöld stefnulaus Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, setti Sjávarútvegsdaginn í Hörpu í morgun og vék í upphafsræðu sinni að stöðu og horfum í íslenskum sjávarútvegi. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS. Hún gagnrýndi stjórnvöld harðlega fyrir stefnuleysi í málaflokknum og sagði raunar enga stefnu liggja fyrir um komandi tíma í sjávarútvegi. Þar væri ekki við einstaka flokka að sakast, heldur almennt sinnuleysi. Þá lýsti hún því sem viðvarandi vanda sjávarútvegsins að við þingkosningar á fjögurra ára fresti ríkti um tíma alger óvissa um forsendur í greininni. Þar kæmi iðulega til tals að umbylta kerfinu - en Heiðrún kvað hitt ráðlegra, að breyta ekki því sem að hennar sögn virkar. „Enn og aftur sjáum við úr hverju íslenskur sjávarútvegur er gerður. Hann byggist á sterku og sveigjanlegu kerfi sem leiðir til þess að hann siglir örugglega í gegnum COVID fárið. Þar eiga starfsmenn sjávarútvegsfyrirtækja stærstan hlut,“ sagði Heiðrún. „En hvaða verðmæti ætlar þessi þjóð að gera úr sjávarauðlindinni til næstu ára og áratuga? Hvernig á að tryggja verðmætasköpun, framþróun og framlag til hagvaxtar – framlag til hagsældar? Stjórnvöld hafa einfaldlega skilað auðu – og það er ekki við einn stjórnmálaflokk eða eina ríkisstjórn umfram aðra að sakast. Þarna er verk að vinna. Þá sagði Heiðrún fiskeldið vaxandi grein sem þjóðarbúið gæti stólað á. „Samanlagðar tekjur þessara greina eru rúmir 300 milljarðar króna og verði rétta á spilum haldið munu þær verða enn sterkari og styðja við efnahagslega hagsæld landsins,“ sagði Heiðrún. Sjávarútvegur Forseti Íslands Þorskastríðin Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Sjá meira
Guðni forseti tók til máls á Sjávarútvegsdegi í Hörpu í morgun en hætti sér ekki út á hættuleg mið yfirstandandi deilumála um sjávarútveginn, heldur hélt sagnfræðingurinn sig við söguna. Hann fjallaði um að landhelgismálið hafi kennt Íslendingum að ekki dygði að stjaka aðeins útlendingunum á brott af miðunum, heldur þyrfti líka að stjórna fiskveiðunum á skynsamlegan máta. Það gilti nú sem fyrr. „Það verður að sýna ráðdeild og skynsemi í stað rányrkju og skammtímasjónarmiða,“ sagði Guðni í samtali við fréttastofu. „Hitt er allt annað mál sem við höldum áfram að deila um, hvernig stýra skuli veiðunum og hvernig ráðstafa eigi hagnaðinum af þessari auðlind okkar.“ Og telur þú að þau mál séu í góðum farvegi eins og þau eru núna? „Ég ætla ekki að leggja mat á það núna hvernig staðan er að því leytinu til en ég held að sjávarútvegsdagurinn sýni, og allar þær umræður sem hér eiga sér stað og í samfélaginu öllu, að seint verður sátt um sjávarútveg að þessu leyti.“ Það er bók í smíðum hjá forsetanum, sem hefur áður skrifað bækur um sama efni, landhelgismál og Þorskastríðin. „Ég hef haft það sem stund milli stríða í dagsins amstri að horfa inn í liðinn heim og skrifa um þessi landhelgismál og Þorskastríð sem ég var byrjaður á, áður en örlögin tóku í taumana fyrir fimm árum.“ Já, þannig að það er jólabókaflóðið 2022? Já, við skulum nú ekki segja sem svo að ég fari að keppa við glæpasagnahöfunda og skáldsagnahöfunda sem hafa gert það gott en ég vona að það rit verði framlag til okkar sagnfræðirannsókna." Stjórnvöld stefnulaus Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, setti Sjávarútvegsdaginn í Hörpu í morgun og vék í upphafsræðu sinni að stöðu og horfum í íslenskum sjávarútvegi. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS. Hún gagnrýndi stjórnvöld harðlega fyrir stefnuleysi í málaflokknum og sagði raunar enga stefnu liggja fyrir um komandi tíma í sjávarútvegi. Þar væri ekki við einstaka flokka að sakast, heldur almennt sinnuleysi. Þá lýsti hún því sem viðvarandi vanda sjávarútvegsins að við þingkosningar á fjögurra ára fresti ríkti um tíma alger óvissa um forsendur í greininni. Þar kæmi iðulega til tals að umbylta kerfinu - en Heiðrún kvað hitt ráðlegra, að breyta ekki því sem að hennar sögn virkar. „Enn og aftur sjáum við úr hverju íslenskur sjávarútvegur er gerður. Hann byggist á sterku og sveigjanlegu kerfi sem leiðir til þess að hann siglir örugglega í gegnum COVID fárið. Þar eiga starfsmenn sjávarútvegsfyrirtækja stærstan hlut,“ sagði Heiðrún. „En hvaða verðmæti ætlar þessi þjóð að gera úr sjávarauðlindinni til næstu ára og áratuga? Hvernig á að tryggja verðmætasköpun, framþróun og framlag til hagvaxtar – framlag til hagsældar? Stjórnvöld hafa einfaldlega skilað auðu – og það er ekki við einn stjórnmálaflokk eða eina ríkisstjórn umfram aðra að sakast. Þarna er verk að vinna. Þá sagði Heiðrún fiskeldið vaxandi grein sem þjóðarbúið gæti stólað á. „Samanlagðar tekjur þessara greina eru rúmir 300 milljarðar króna og verði rétta á spilum haldið munu þær verða enn sterkari og styðja við efnahagslega hagsæld landsins,“ sagði Heiðrún.
Sjávarútvegur Forseti Íslands Þorskastríðin Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Sjá meira