Fótbolti

Elísabet verður áfram í brúnni hjá Kristianstad

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elísabet Gunnarsdóttir að stýra liði Kristianstad.
Elísabet Gunnarsdóttir að stýra liði Kristianstad. Mynd/@_OBOSDamallsv

Elísabet Gunnarsdóttir hefur framlengt samning sinn við sænska úrvalsdeildarfélagið Kristianstad og mun því stýra liðinu áfram á næstu leiktíð.

Elísabet hefur þjálfað sænska liðið frá árinu 2009 þegar hún fór í víking eftir sigursæl ár með kvennaliði Vals.

Undir stjórn Elísabetar komst liðið í fyrsta sinn í Meistaradeildina í ár.

Ekki var ljóst hvort Elísabet yrði áfram sem þjálfari liðsins en Kristianstad staðfesti í dag að Elísabet hafi framlengt samning sinn til 2022.

„Ég er mjög ánægð með þessa ákvörðun og að hafa náð samkomulagi um að þjálfa áfram hjá félaginu sem á stóran stað í mínu hjarta,“ sagði Elísabet Gunnarsdóttir við heimasíðuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×