„Geggjað að skora fyrsta markið sitt fyrir framan nítján þúsund manns“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. október 2021 13:01 Berglind Björg Þorvaldsdóttir fagnar marki sínu. Therese Back Berglind Björg Þorvaldsdóttir segir að það hafi verið einstök upplifun að spila fyrir framan tæplega nítján þúsund manns þegar lið hennar, Hammarby, vann AIK, 4-1, í Stokkhólmsslag í sænsku úrvalsdeildinni í gær. Berglind skoraði eitt mark og lagði upp annað í leiknum. Alls mættu 18.537 áhorfendur á leikinn sem er langmesti fjöldi sem hefur mætt á leik í sænsku kvennadeildinni. Gamla metið var frá 2008 en þá mættu 9.413 manns á leik Linköping og Umeå. 18 537 åskådare, nytt publikrekord i OBOS Damallsvenskan, fick se Hammarby städa av AIK och vinna med 4-1. pic.twitter.com/4oTAfS9Frx— Hammarby Fotboll (@Hammarbyfotboll) October 10, 2021 „Þetta var mjög stór stund, svo sannarlega,“ sagði Berglind í samtali við Vísi í dag. En hvernig tókst að fá svona marga á völlinn og bæta áhorfendametið um helming? „Við erum með svakalega stuðningsmenn sem styðja bæði við bakið á karla- og kvennaliðinu. Ákveðið var að spila leikinn á Tele2 vellinum og Hammarby og AIK eru svakalegir erkifjendur. Svo gekk miðasalan fáránlega vel og þetta var draumi líkast vel,“ sagði Berglind. Hur summerar vi detta då? #Bajen pic.twitter.com/MNc5XBGvNx— Hammarby Fotboll (@Hammarbyfotboll) October 10, 2021 Kvennalið Hammarby spilar heimaleiki sína á Hammarby IP sem tekur tæplega fjögur þúsund manns í sæti. „Það er yfirleitt alltaf fullt þar en ég hef ekki enn fengið að upplifa það vegna kórónuveirufaraldursins,“ sagði Berglind. Hún segir að það hafi verið ólýsanleg tilfinning spila leikinn í gær og hún gleymi þeirri upplifun seint. „Þetta var magnað. Þegar leikmenn labba í gegnum göngin syngja stuðningsmennirnir alltaf eitthvað Hammarby-lag og allir veifa treflunum sínum. Maður var með gæsahúð og stelpurnar sem eru uppaldar hjá Hammarby voru margar hverjar næstum því farnar að gráta. Þetta var geggjað,“ sagði Berglind. Hún valdi rétta leikinn til að skora sitt fyrsta mark fyrir Hammarby. Á 63. mínútu kom hún Hammarby í 3-1 með góðu skoti upp í þaknetið. Aðeins sex mínútum áður hafði AIK minnkað muninn í 2-1 svo mark Berglindar var mjög mikilvægt. Hún segir að leikurinn í gær hafi verið hennar besti fyrir Hammarby. +3 and my first goal in Damallsvenskan! Thanks to all 18.537 people that came! @ Tele2 Arena https://t.co/MZxterpCnV— Berglind Björg Thorvaldsdóttir (@berglindbjorg10) October 10, 2021 „Jú, algjörlega. Það hefur tekið tíma að komast inn í hlutina. Það er erfitt að koma inn í lið á miðju tímabili. En það gekk vel í þessum leik og geggjað að skora fyrsta markið sitt fyrir framan nítján þúsund manns,“ sagði Berglind en mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan. Eyjakonan gekk í raðir Hammarby frá Le Havre í Frakklandi. Hún hefur leikið sjö leiki fyrir Hammarby síðan hún kom til liðsins um miðjan ágúst. Berglind hafði nokkra kosti í stöðunni í sumar en leist best á Hammarby. „Þetta heillaði á þessum tíma svo ég ákvað að stökkva á þetta,“ sagði Berglind sem er samningsbundin Hammarby út næsta tímabil. Hún kann vel við sig hjá liðinu. Stemmningin á Tele2 leikvanginum var engu lík.Therese Back „Stokkhólmur er frábær borg og mér líður vel hérna,“ sagði Berglind. Hún hefur upplifað eitt og annað á atvinnumannaferlinum en segir vandasamt að bera Hammarby og sænska boltann saman við aðra staði sem hún hefur spilað á. „Fólk hefur oft spurt mig að þessu en það er ótrúlega erfitt að bera þetta saman. Þetta er allt öðruvísi. En það er gaman að upplifa öðruvísi menningu, spila með mismunandi leikmönnum og mismunandi taktík. Þetta eru algjör forréttindi að fá að upplifa þetta,“ sagði Berglind. Stort tack igen för en otrolig derbysöndag, allihop! #Bajen pic.twitter.com/OhMheGkSSh— Hammarby Fotboll (@Hammarbyfotboll) October 10, 2021 Hammarby er í 5. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 28 stig þegar þremur umferðum er ólokið. Hammarby er fjórum stigum frá 3. sætinu sem gefur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Og þangað dreymir Berglindi og stöllum hennar um að komast. „Markmiðið er enn að reyna að ná Evrópusætinu. Við eigum þrjá leiki eftir, ætlum að vinna þá og vona það besta,“ sagði Berglind. Berglind hleypur í átt til áhorfenda eftir markið.Therese Back Hammarby spilar ekki oftar á Tele2 leikvanginum á þessu tímabili en Berglind vonar að það verði reglulegur viðburður, sérstaklega þar sem það lukkaðist svona vel í gær. „Ég veit ekki hvort þetta er komið til að vera en ég vona það. Fyrst það gekk svona vel að selja miða og fá fólk á völlinn finnst mér að við ættum að fá fleiri leiki á Tele2 vellinum á næsta ári,“ sagði Berglind að lokum. Sænska úrvalsdeildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Sænski boltinn er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Sænski boltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
Alls mættu 18.537 áhorfendur á leikinn sem er langmesti fjöldi sem hefur mætt á leik í sænsku kvennadeildinni. Gamla metið var frá 2008 en þá mættu 9.413 manns á leik Linköping og Umeå. 18 537 åskådare, nytt publikrekord i OBOS Damallsvenskan, fick se Hammarby städa av AIK och vinna med 4-1. pic.twitter.com/4oTAfS9Frx— Hammarby Fotboll (@Hammarbyfotboll) October 10, 2021 „Þetta var mjög stór stund, svo sannarlega,“ sagði Berglind í samtali við Vísi í dag. En hvernig tókst að fá svona marga á völlinn og bæta áhorfendametið um helming? „Við erum með svakalega stuðningsmenn sem styðja bæði við bakið á karla- og kvennaliðinu. Ákveðið var að spila leikinn á Tele2 vellinum og Hammarby og AIK eru svakalegir erkifjendur. Svo gekk miðasalan fáránlega vel og þetta var draumi líkast vel,“ sagði Berglind. Hur summerar vi detta då? #Bajen pic.twitter.com/MNc5XBGvNx— Hammarby Fotboll (@Hammarbyfotboll) October 10, 2021 Kvennalið Hammarby spilar heimaleiki sína á Hammarby IP sem tekur tæplega fjögur þúsund manns í sæti. „Það er yfirleitt alltaf fullt þar en ég hef ekki enn fengið að upplifa það vegna kórónuveirufaraldursins,“ sagði Berglind. Hún segir að það hafi verið ólýsanleg tilfinning spila leikinn í gær og hún gleymi þeirri upplifun seint. „Þetta var magnað. Þegar leikmenn labba í gegnum göngin syngja stuðningsmennirnir alltaf eitthvað Hammarby-lag og allir veifa treflunum sínum. Maður var með gæsahúð og stelpurnar sem eru uppaldar hjá Hammarby voru margar hverjar næstum því farnar að gráta. Þetta var geggjað,“ sagði Berglind. Hún valdi rétta leikinn til að skora sitt fyrsta mark fyrir Hammarby. Á 63. mínútu kom hún Hammarby í 3-1 með góðu skoti upp í þaknetið. Aðeins sex mínútum áður hafði AIK minnkað muninn í 2-1 svo mark Berglindar var mjög mikilvægt. Hún segir að leikurinn í gær hafi verið hennar besti fyrir Hammarby. +3 and my first goal in Damallsvenskan! Thanks to all 18.537 people that came! @ Tele2 Arena https://t.co/MZxterpCnV— Berglind Björg Thorvaldsdóttir (@berglindbjorg10) October 10, 2021 „Jú, algjörlega. Það hefur tekið tíma að komast inn í hlutina. Það er erfitt að koma inn í lið á miðju tímabili. En það gekk vel í þessum leik og geggjað að skora fyrsta markið sitt fyrir framan nítján þúsund manns,“ sagði Berglind en mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan. Eyjakonan gekk í raðir Hammarby frá Le Havre í Frakklandi. Hún hefur leikið sjö leiki fyrir Hammarby síðan hún kom til liðsins um miðjan ágúst. Berglind hafði nokkra kosti í stöðunni í sumar en leist best á Hammarby. „Þetta heillaði á þessum tíma svo ég ákvað að stökkva á þetta,“ sagði Berglind sem er samningsbundin Hammarby út næsta tímabil. Hún kann vel við sig hjá liðinu. Stemmningin á Tele2 leikvanginum var engu lík.Therese Back „Stokkhólmur er frábær borg og mér líður vel hérna,“ sagði Berglind. Hún hefur upplifað eitt og annað á atvinnumannaferlinum en segir vandasamt að bera Hammarby og sænska boltann saman við aðra staði sem hún hefur spilað á. „Fólk hefur oft spurt mig að þessu en það er ótrúlega erfitt að bera þetta saman. Þetta er allt öðruvísi. En það er gaman að upplifa öðruvísi menningu, spila með mismunandi leikmönnum og mismunandi taktík. Þetta eru algjör forréttindi að fá að upplifa þetta,“ sagði Berglind. Stort tack igen för en otrolig derbysöndag, allihop! #Bajen pic.twitter.com/OhMheGkSSh— Hammarby Fotboll (@Hammarbyfotboll) October 10, 2021 Hammarby er í 5. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 28 stig þegar þremur umferðum er ólokið. Hammarby er fjórum stigum frá 3. sætinu sem gefur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Og þangað dreymir Berglindi og stöllum hennar um að komast. „Markmiðið er enn að reyna að ná Evrópusætinu. Við eigum þrjá leiki eftir, ætlum að vinna þá og vona það besta,“ sagði Berglind. Berglind hleypur í átt til áhorfenda eftir markið.Therese Back Hammarby spilar ekki oftar á Tele2 leikvanginum á þessu tímabili en Berglind vonar að það verði reglulegur viðburður, sérstaklega þar sem það lukkaðist svona vel í gær. „Ég veit ekki hvort þetta er komið til að vera en ég vona það. Fyrst það gekk svona vel að selja miða og fá fólk á völlinn finnst mér að við ættum að fá fleiri leiki á Tele2 vellinum á næsta ári,“ sagði Berglind að lokum. Sænska úrvalsdeildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Sænski boltinn er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Sænska úrvalsdeildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Sænski boltinn er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Sænski boltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira