Fótbolti

Sveindís Jane og Sif spiluðu í mikilvægum sigri

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Sveindís Jane Jónsdóttir Kristianstad
Sveindís Jane Jónsdóttir Kristianstad Instagram/@sveindisss

Fjórar íslenskar knattspyrnukonur komu við sögu innan vallar í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Íslendingalið Kristianstad, sem þjálfað er af Elísabetu Gunnarsdóttur, vann afar mikilvægan sigur á Eskilstuna í baráttunni um 3.sæti deildarinnar. 

Sveindís Jane Jónsdóttir og Sif Atladóttir voru á sínum stað í byrjunarliði Kristianstad sem vann leikinn með tveimur mörkum gegn engu. Liðin í 3. og 4.sæti deildarinnar þegar þremur umferðum er ólokið og í kjölfar úrslita dagsins munar nú aðeins þremur stigum á liðunum. Kristianstad í 4.sætinu.

Það var Íslendingaslagur í Vaxjo fyrr í dag þar sem Andrea Mist Pálsdóttir var í byrjunarliði heimakvenna sem unnu 1-0 sigur á Pitea. Hlín Eiríksdóttir hóf leik á varamannabekk Pitea en lék síðasta hálftímann í leiknum.

Um var að ræða fyrsta sigur Vaxjo á tímabilinu en ljóst er að þær munu leika í næstefstu deild á næstu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×