Mæta til leiks í úrslit Þjóðadeildarinnar ósigraðir í 37 leikjum í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2021 13:30 Roberto Mancini mætir til Ítalíu með Evrópumeistarabikarinn sem ítalska landsliðið vann á Wembley í sumar. Ítalar geta núna unnið annan bikar í þessari viku þegar spilað er til úrslita í Þjóðadeildinni. EPA-EFE/TELENEWS Ítalir gætu unnið sinn annan titil á þessu ári þegar úrslitaleikir Þjóðadeildarinnar fara fram í vikunni. Ítalska liðið er á heimavelli og hefur ekki tapað leik í þrjú ár. Ítalir tryggðu sér Evrópumeistaratitilinn í sumar eftir 3-2 sigur á Englendingum í vítakeppni í úrslitaleik EM á Wembley. Í kvöld mæta þeir Spánverjum á San Siro í Mílanó í fyrri undanúrslitaleik Þjóðadeildarinnar en sigurvegarinn mætir annaðhvort Belgíu og Frakklandi í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Hinn undanúrslitaleikurinn fer fram á morgun. Allir leikirnir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport. Portúgalar urðu fyrstir til að vinna Þjóðadeildartitilinn þegar keppt var um hann í fyrsta sinn sumarið 2019. Þeir komust aftur á móti ekki í úrslitakeppnina nú. EURO 2020 winners World record 37 games unbeaten 2021 Nations League finals hosts Sum up Italy under Roberto Mancini in one word!#NationsLeague pic.twitter.com/C4HeTGI0fL— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) October 5, 2021 Ítalska landsliðið tapaði ekki leik á EM og hefur alls leikið 37 leiki í röð án þess að tapa. Síðasti tapleikurinn kom á móti Portúgal í september 2018. Ítalir og Spánverjar mættust líka í undanúrslitum á EM í sumar og þar vann ítalska liðið í vítakeppni. „Spánn var það lið sem við áttum í mestum erfiðleikum með á EM í sumar. Það yrði stórkostlegt ef við gætum fylgt eftir sigra á Evrópumótinu með því að vinna Þjóðadeildina og tryggja okkur síðan inn á HM snemma. Það verður ekki auðvelt því allir leikir koma með sína erfiðleika,“ sagði Roberto Mancini, þjálfari ítalska landsliðsins en hann hefur gert ótrúlega hluti með þetta lið. We need to go even faster : Mancini fires up Italy before Spain rematch | Nicky Bandini https://t.co/GwxZEmlwTx— The Guardian (@guardian) October 6, 2021 „Það var þegar mjög spennandi verkefni fyrir okkur fyrir EM að mæta Ítalíu á Ítalíu í undanúrslitum,“ sagði Luis Enrique, þjálfari Spánverja, en svo bættist við sárgrætilegt tap í vítakeppni á móti Ítölum á EM í sumar. „Ég myndi elska það að vinna þessa keppni. Þetta verður mjög áhugaverður leikur. Að sjá hvernig frammistöðu við getum boðið upp á fyrir framan meirihluta ítalska stuðningsmanna og á móti ríkjandi Evrópumeisturum,“ sagði Enrique. Leikur Ítalíu og Spánar hefst klukkan 18.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Ítalski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Sjá meira
Ítalir tryggðu sér Evrópumeistaratitilinn í sumar eftir 3-2 sigur á Englendingum í vítakeppni í úrslitaleik EM á Wembley. Í kvöld mæta þeir Spánverjum á San Siro í Mílanó í fyrri undanúrslitaleik Þjóðadeildarinnar en sigurvegarinn mætir annaðhvort Belgíu og Frakklandi í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Hinn undanúrslitaleikurinn fer fram á morgun. Allir leikirnir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport. Portúgalar urðu fyrstir til að vinna Þjóðadeildartitilinn þegar keppt var um hann í fyrsta sinn sumarið 2019. Þeir komust aftur á móti ekki í úrslitakeppnina nú. EURO 2020 winners World record 37 games unbeaten 2021 Nations League finals hosts Sum up Italy under Roberto Mancini in one word!#NationsLeague pic.twitter.com/C4HeTGI0fL— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) October 5, 2021 Ítalska landsliðið tapaði ekki leik á EM og hefur alls leikið 37 leiki í röð án þess að tapa. Síðasti tapleikurinn kom á móti Portúgal í september 2018. Ítalir og Spánverjar mættust líka í undanúrslitum á EM í sumar og þar vann ítalska liðið í vítakeppni. „Spánn var það lið sem við áttum í mestum erfiðleikum með á EM í sumar. Það yrði stórkostlegt ef við gætum fylgt eftir sigra á Evrópumótinu með því að vinna Þjóðadeildina og tryggja okkur síðan inn á HM snemma. Það verður ekki auðvelt því allir leikir koma með sína erfiðleika,“ sagði Roberto Mancini, þjálfari ítalska landsliðsins en hann hefur gert ótrúlega hluti með þetta lið. We need to go even faster : Mancini fires up Italy before Spain rematch | Nicky Bandini https://t.co/GwxZEmlwTx— The Guardian (@guardian) October 6, 2021 „Það var þegar mjög spennandi verkefni fyrir okkur fyrir EM að mæta Ítalíu á Ítalíu í undanúrslitum,“ sagði Luis Enrique, þjálfari Spánverja, en svo bættist við sárgrætilegt tap í vítakeppni á móti Ítölum á EM í sumar. „Ég myndi elska það að vinna þessa keppni. Þetta verður mjög áhugaverður leikur. Að sjá hvernig frammistöðu við getum boðið upp á fyrir framan meirihluta ítalska stuðningsmanna og á móti ríkjandi Evrópumeisturum,“ sagði Enrique. Leikur Ítalíu og Spánar hefst klukkan 18.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Ítalski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Sjá meira