Aguero og Depay að kenna að Messi fór frá Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2021 11:00 Sergio Kun Aguero hefur ekki enn spilað fyrir Barcelona á leiktíðinni því hann meiddist á síðustu æfingu fyrir fyrsta leikinn. Getty/David S. Bustamante Barcelona hefði getað haldið Lionel Messi hjá félaginu að mati forseta La Liga en þá hefðu þeir þurft að sleppa því að ná í tvo stjörnuleikmenn í sumar. Javier Tebas, forseti spænsku deildarinnar, heldur áfram að tala um stöðuna hjá Barcelona sem er náttúrulega sorgleg þróun fyrir spænska fótboltann enda eitt heitasta vörumerkið í miklum vandræðum innan sem utan vallar. Stærstu vonbrigðin af þeim öllum var þó þegar félagið missti besta leikmanninn í sögu félagsins. Lionel Messi var búinn að semja og ætlaði að halda áfram en Barcelona kom nýja samningnum hans á endanum ekki undir launaþakið. LaLiga president Javier Tebas says Barcelona could have kept Lionel Messi if they hadn't signed Memphis Depay and Sergio Aguero https://t.co/skdvQ0jzCj— ESPN FC (@ESPNFC) October 5, 2021 Hinn 34 ára gamli Messi fór því til Frakklands og samdi við Paris Saint-Germain eins og flestir vita. Joan Laporta, forseti Barcelona, lýsti því yfir í ágúst að félagið hefði getað haldið Messi ef salan á tíu prósent hlut til CVC Capital Partners hefði gengið eftir. Sú sala hefði skilað Barcelona um 270 milljónum evra en Laporta neitaði að skrifa undir þann samning og taldi hann væri með því að veðsetja framtíð félagsins. Tebas benti aftur á móti á aðra staðreynd. Barcelona hefði vissulega getað haldið Messi með því að skrifa undir fyrrnefndan samning en einnig með því að sleppa því að semja við þá Memphis Depay og Sergio Aguero fyrr um sumarið. „Ég snæddi kvöldverð á heimili Laporta og hann samþykkti að skrifa undir CVC samninginn,“ sagði Javier Tebas sem telur að það hafi verið Florentino Perez, forseti Real Madrid, sem hafi þvingað Barcelona til að hætta við að skrifa undir. „Ég vissi ekki hvort það nægði til að klára samning Messi en fékk síðan seinna símtal frá Laporta sem vildi ganga frá samningnum sem fyrst. Hann sagði: Strákurinn [Messi] er orðinn stressaður,“ sagði Tebas. „Ég sagði við hann. Daginn sem samningurinn kemur fram í dagsljósið þá mun Florentino reyna að stoppa hann. Laporta sagði: nei, nei, ég hef karakter. Florentino styður þetta, ég efast ekki um það,“ hafði Tebas eftir forseta Barcelona. „Samkomulagið var að ef Barca skrifaði undir CVC samninginn þá hefðu þeir fengið fimmtán prósent peninganna til að semja við leikmenn. Þá hefðu þeir að mínu mati getað samið við Messi,“ sagði Tebas. „Laporta samdi aftur á móti við menn eins og Memphis, Aguero... ef hann hefði ekki samið við þessa menn þá hefði Messi getað verið áfram,“ sagði Tebas. Spænski boltinn Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Javier Tebas, forseti spænsku deildarinnar, heldur áfram að tala um stöðuna hjá Barcelona sem er náttúrulega sorgleg þróun fyrir spænska fótboltann enda eitt heitasta vörumerkið í miklum vandræðum innan sem utan vallar. Stærstu vonbrigðin af þeim öllum var þó þegar félagið missti besta leikmanninn í sögu félagsins. Lionel Messi var búinn að semja og ætlaði að halda áfram en Barcelona kom nýja samningnum hans á endanum ekki undir launaþakið. LaLiga president Javier Tebas says Barcelona could have kept Lionel Messi if they hadn't signed Memphis Depay and Sergio Aguero https://t.co/skdvQ0jzCj— ESPN FC (@ESPNFC) October 5, 2021 Hinn 34 ára gamli Messi fór því til Frakklands og samdi við Paris Saint-Germain eins og flestir vita. Joan Laporta, forseti Barcelona, lýsti því yfir í ágúst að félagið hefði getað haldið Messi ef salan á tíu prósent hlut til CVC Capital Partners hefði gengið eftir. Sú sala hefði skilað Barcelona um 270 milljónum evra en Laporta neitaði að skrifa undir þann samning og taldi hann væri með því að veðsetja framtíð félagsins. Tebas benti aftur á móti á aðra staðreynd. Barcelona hefði vissulega getað haldið Messi með því að skrifa undir fyrrnefndan samning en einnig með því að sleppa því að semja við þá Memphis Depay og Sergio Aguero fyrr um sumarið. „Ég snæddi kvöldverð á heimili Laporta og hann samþykkti að skrifa undir CVC samninginn,“ sagði Javier Tebas sem telur að það hafi verið Florentino Perez, forseti Real Madrid, sem hafi þvingað Barcelona til að hætta við að skrifa undir. „Ég vissi ekki hvort það nægði til að klára samning Messi en fékk síðan seinna símtal frá Laporta sem vildi ganga frá samningnum sem fyrst. Hann sagði: Strákurinn [Messi] er orðinn stressaður,“ sagði Tebas. „Ég sagði við hann. Daginn sem samningurinn kemur fram í dagsljósið þá mun Florentino reyna að stoppa hann. Laporta sagði: nei, nei, ég hef karakter. Florentino styður þetta, ég efast ekki um það,“ hafði Tebas eftir forseta Barcelona. „Samkomulagið var að ef Barca skrifaði undir CVC samninginn þá hefðu þeir fengið fimmtán prósent peninganna til að semja við leikmenn. Þá hefðu þeir að mínu mati getað samið við Messi,“ sagði Tebas. „Laporta samdi aftur á móti við menn eins og Memphis, Aguero... ef hann hefði ekki samið við þessa menn þá hefði Messi getað verið áfram,“ sagði Tebas.
Spænski boltinn Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira