Nokkuð jafnræði var með liðunum, en hvorugu liðinu tókst að koma boltanum yfir marklínuna í fyrri hálfleik og staðan því 0-0 þegar gengið var til búningsherbergja.
AIK ógnaði marki gestanna meira í seinni hálfleik og það skilaði sér loksins á 88. mínútu þegar að Jenny Danielsson tryggði liðinu 1-0 sigur.
Sigurinn lyftir AIK upp í tíunda sæti, en liðið hefur nú fengið 16 stig í 18 leikjum. Växjö er á botni deildarinnar með aðeins fimm stig, tíu stigum frá öruggu sæti þegar aðeins 12 stig eru eftir í pottinum.