Farið verður yfir stöðuna og nýjustu vendingar með jarðeðlisfræðingnum Kristínu Jónsdóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2 en hún fundaði með vísindaráði almannavarna um stöðuna í dag.
Félag bráðalækna gagnrýnir stjórn Landspítalans harðlega í opnu bréfi til heilbrigðisráðherra. Rætt verður við formann félagsins en hann segir ófremdarástand á spítalanum.
Þá verður farið yfir stöðuna í stjórnarmyndunarviðræðum en leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna funduðu utan höfuðborgarsvæðisins í dag og munu halda viðræðum áfram á morgun.
Einnig kynnum við okkur væntanlegt listasafn Nínu Tryggvadóttur, skoðum hval sem rak á land á Álftanesi í gær og heyrum í ósáttum sundgestum sem telja kvennaklefa Sundhallarinnar of langt frá innilauginni.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.
Kvöldfréttirnar eru í lokaðri dagskrá en áskrifendur geta horft á þær hér á stod2.is. Einnig er hægt að hlusta á fréttirnar á Bylgjunni hér í spilaranum fyrir ofan.