Finnur sársauka í hverjum leik og var sagt að hætta en styrkir Blika í Meistaradeild Sindri Sverrisson skrifar 29. september 2021 16:33 Alexandra Soree mun leika með Breiðabliki í Meistaradeildinni. Instagram/@zandysoree og Hulda Margrét Belgíska landsliðskonan Alexandra Soree hefur fengið undanþágu til félagaskipta í Breiðablik og verður með liðinu í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta sem hefst í næstu viku. Sérfræðingar sögðu að hún þyrfti að hætta í fótbolta þegar hún var unglingur. Blikar taka á móti stórliði PSG næsta miðvikudag og verða þá með tvo nýja leikmenn í sínum hópi; Soree og Karen Maríu Sigurgeirsdóttur sem Blikar kynntu til leiks fyrr í dag. Alexandra Soree, eða Zandy eins og hún er kölluð, á sér merkilega sögu. Þessi 23 ára gamla knattspyrnukona greindist með erfiðan sjúkdóm þegar hún var 16 ára og var sagt að hún yrði að hætta að spila fótbolta. Þess í stað hefur hún spilað í gegnum mikinn sársauka, náð að spila fjóra A-landsleiki fyrir Belgíu og komist að hjá tveimur félögum í bandarísku úrvalsdeildinni. Zandy skrifaði grein um veikindi sín á vefsíðunni Untold Athletes. Þar kemur fram að hún greindist með „segamyndun í djúpum bláæðum“ (e. deep vein thrombosis) eftir högg sem hún fékk á æfingu í febrúar 2015. Síðan þá hefur hún fundið sársauka í öðrum fætinum í hverjum einasta fótboltaleik sem hún hefur spilað. Eftir tvær aðgerðir var ljóst að hún myndi ekki losna við blóðtappa sem höfðu myndast og Zandy hringdi því í þjálfarann sem til stóð að hún myndi spila fyrir í Mið-Flórída háskólanum, til að segja að hún yrði ekki með. Þjálfarinn svaraði ekki og eftir að hafa fylgst með HM 2015 í sjónvarpinu varð Zandy staðráðinn í að halda áfram að spila fótbolta. Gat ekki skokkað út götuna Í grein sinni segir Zandy að það hafi tekið mikið á andlega að halda áfram að spila fótbolta – hún hafi fundið fyrir ótrúlegum sársauka og varla getað skokkað út götuna sína fyrst um sinn. Eftir að hún sneri aftur á fótboltavöllinn, og komst á sífellt hærra stig fótboltans, hafi hún svo þurft að forðast þá hugsun að hún stæðist öðrum ekki snúninginn því þær væru ekki með veikan fót. Andlega glíman hafi á endanum orðið erfiðari en sú líkamlega. Zandy lék í þrjú tímabil í bandaríska háskólaboltanum og fékk svo atvinnumannsamning hjá Orlando Pride árið 2020. Hún samdi við Houston Dash í byrjun þessa árs en sá samningur rann út í sumar og gat Breiðablik því fengið undanþágu til félagaskipta fyrir Zandy fyrir keppni í Meistaradeildinni. Hún er hins vegar ekki gjaldgeng í bikarúrslitaleiknum gegn Þrótti á föstudag. Zandy er frá Bandaríkjunum en einnig með belgískan ríkisborgararétt og lék því með yngri landsliðum Belgíu og svo A-landsliðinu eins og fyrr segir. Fyrsti leikur Breiðabliks í Meistaradeildinni í vetur verður gegn PSG á miðvikudag og standa vonir til að leikurinn fari fram á Kópavogsvelli. Liðið er einnig í riðli með Real Madrid frá Spáni og Kharkiv frá Úkraínu. Riðlakeppnin stendur yfir fram í miðjan desember og komast tvö lið áfram í 16-liða úrslit. Breiðablik Pepsi Max-deild kvenna Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjá meira
Blikar taka á móti stórliði PSG næsta miðvikudag og verða þá með tvo nýja leikmenn í sínum hópi; Soree og Karen Maríu Sigurgeirsdóttur sem Blikar kynntu til leiks fyrr í dag. Alexandra Soree, eða Zandy eins og hún er kölluð, á sér merkilega sögu. Þessi 23 ára gamla knattspyrnukona greindist með erfiðan sjúkdóm þegar hún var 16 ára og var sagt að hún yrði að hætta að spila fótbolta. Þess í stað hefur hún spilað í gegnum mikinn sársauka, náð að spila fjóra A-landsleiki fyrir Belgíu og komist að hjá tveimur félögum í bandarísku úrvalsdeildinni. Zandy skrifaði grein um veikindi sín á vefsíðunni Untold Athletes. Þar kemur fram að hún greindist með „segamyndun í djúpum bláæðum“ (e. deep vein thrombosis) eftir högg sem hún fékk á æfingu í febrúar 2015. Síðan þá hefur hún fundið sársauka í öðrum fætinum í hverjum einasta fótboltaleik sem hún hefur spilað. Eftir tvær aðgerðir var ljóst að hún myndi ekki losna við blóðtappa sem höfðu myndast og Zandy hringdi því í þjálfarann sem til stóð að hún myndi spila fyrir í Mið-Flórída háskólanum, til að segja að hún yrði ekki með. Þjálfarinn svaraði ekki og eftir að hafa fylgst með HM 2015 í sjónvarpinu varð Zandy staðráðinn í að halda áfram að spila fótbolta. Gat ekki skokkað út götuna Í grein sinni segir Zandy að það hafi tekið mikið á andlega að halda áfram að spila fótbolta – hún hafi fundið fyrir ótrúlegum sársauka og varla getað skokkað út götuna sína fyrst um sinn. Eftir að hún sneri aftur á fótboltavöllinn, og komst á sífellt hærra stig fótboltans, hafi hún svo þurft að forðast þá hugsun að hún stæðist öðrum ekki snúninginn því þær væru ekki með veikan fót. Andlega glíman hafi á endanum orðið erfiðari en sú líkamlega. Zandy lék í þrjú tímabil í bandaríska háskólaboltanum og fékk svo atvinnumannsamning hjá Orlando Pride árið 2020. Hún samdi við Houston Dash í byrjun þessa árs en sá samningur rann út í sumar og gat Breiðablik því fengið undanþágu til félagaskipta fyrir Zandy fyrir keppni í Meistaradeildinni. Hún er hins vegar ekki gjaldgeng í bikarúrslitaleiknum gegn Þrótti á föstudag. Zandy er frá Bandaríkjunum en einnig með belgískan ríkisborgararétt og lék því með yngri landsliðum Belgíu og svo A-landsliðinu eins og fyrr segir. Fyrsti leikur Breiðabliks í Meistaradeildinni í vetur verður gegn PSG á miðvikudag og standa vonir til að leikurinn fari fram á Kópavogsvelli. Liðið er einnig í riðli með Real Madrid frá Spáni og Kharkiv frá Úkraínu. Riðlakeppnin stendur yfir fram í miðjan desember og komast tvö lið áfram í 16-liða úrslit.
Breiðablik Pepsi Max-deild kvenna Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjá meira