Klæddist treyjunni hans Messi en fann enga pressu: Ævintýraendurkoma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. september 2021 11:30 Leikmenn Barcelona fögnuðu marki Ansu Fati með því að lyfta stráknum upp. AP/Joan Monfort Táningurinn Ansu Fati snéri aftur með stæl þegar Barcelona vann lífsnauðsynlegan sigur í spænsku deildinni um helgina. Ansu Fati var að spila sinn fyrsta leik með Barcelona í tíu mánuði en hann er nú í allt öðrum treyjunúmeri en fyrir meiðslin. Barcelona vann Levante 3-0 og létti pressunni af liðinu eftir mjög slaka byrjun á leiktíðinni. Nú birti yfir öllu með endurkomu eins efnilegasta leikmannsins í spænska fótboltanum. Hann er líka vonarstjarna og kominn í nýtt númer. Fati fékk nefnilega tíuna hans Lionel Messi þegar besti leikmaðurinn í sögu Barcelona fór til Paris Saint Germain. @ANSUFATI torna 3 2 3 dies després — FC Barcelona (@FCBarcelona_cat) September 26, 2021 „Ég sá ekki fyrir mér svona endurkomu. Þegar við í Barcelona spilum á heimavelli þá verðum við alltaf að vinna. Ég er ánægður með sigurinn en við eigum enn langa leið fyrir höndum,“ sagði Ansu Fati eftir leikinn. Hann reif liðþófa í byrjun nóvember í fyrra. „Ég vil sýna þakklæti mitt til læknanna og sjúkraþjálfaranna sem hafa verið með mér í öllu þessu ferli. Stuðningsmennirnir eiga líka þakkir skilið enda voru þeir ótrúlegir,“ sagði Fati. Þetta var hans fyrsti leikur í 323 daga. Fati kom inn á sem varamaður þegar tíu mínútur voru eftir og skoraði þriðja og síðasta mark leiksins í uppbótatíma. Blaðamennirnir spurðu Fati út í það klæðast tíunni hans Messi. „Ég fann enga pressu. Það er heiður fyrir mig að klæðast henni næstur á eftir Leo. Ég þakklátur klúbbnum og fyrirliðunum fyrir það að leyfa mér að fá tækifæri til að klæðast tíunni,“ sagði Fati. Ansu Fati had a tough recovery following a serious knee injury that required four surgeries. So when he scored on his return, he ran to the stands to celebrate with the doctor that helped him through it pic.twitter.com/VM7786UHrJ— B/R Football (@brfootball) September 26, 2021 „Ég vil ekki sjá þetta sem pressu. Ég bara þakklátur fyrir það að fá að spila í treyju sem hefur gefið þessu félagi svo mikið,“ sagði Fati. Ansu Fati er enn bara átján ára gamall, fæddur í lok október 2002. Hann kom til Barcelona frá Sevilla þegar hann tíu ára gamall. Aðeins mánuði fyrir meiðslin hafði Fati verið sá yngsti til að skora í El Clásico eða aðeins 17 ára og 359 daga gamall. Hann var líka sá fyrsti til að skora fleiri en eitt mark í Meistaradeildinni fyrir átján ára afmælið. Fati hefur skorað eitt mark í fjórum landsleikjum og setti met þegar hann skoraði. Hann er yngsti markaskorari spænska landsliðsins frá upphafi en hann var þá bara 17 ára og 311 daga gamall. @ANSUFATI: "Estoy muy feliz de volver a hacer lo que más me gusta. " pic.twitter.com/GVUoAvayoe— FC Barcelona (@FCBarcelona_es) September 26, 2021 Spænski boltinn Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Sport Fleiri fréttir Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Sjá meira
Ansu Fati var að spila sinn fyrsta leik með Barcelona í tíu mánuði en hann er nú í allt öðrum treyjunúmeri en fyrir meiðslin. Barcelona vann Levante 3-0 og létti pressunni af liðinu eftir mjög slaka byrjun á leiktíðinni. Nú birti yfir öllu með endurkomu eins efnilegasta leikmannsins í spænska fótboltanum. Hann er líka vonarstjarna og kominn í nýtt númer. Fati fékk nefnilega tíuna hans Lionel Messi þegar besti leikmaðurinn í sögu Barcelona fór til Paris Saint Germain. @ANSUFATI torna 3 2 3 dies després — FC Barcelona (@FCBarcelona_cat) September 26, 2021 „Ég sá ekki fyrir mér svona endurkomu. Þegar við í Barcelona spilum á heimavelli þá verðum við alltaf að vinna. Ég er ánægður með sigurinn en við eigum enn langa leið fyrir höndum,“ sagði Ansu Fati eftir leikinn. Hann reif liðþófa í byrjun nóvember í fyrra. „Ég vil sýna þakklæti mitt til læknanna og sjúkraþjálfaranna sem hafa verið með mér í öllu þessu ferli. Stuðningsmennirnir eiga líka þakkir skilið enda voru þeir ótrúlegir,“ sagði Fati. Þetta var hans fyrsti leikur í 323 daga. Fati kom inn á sem varamaður þegar tíu mínútur voru eftir og skoraði þriðja og síðasta mark leiksins í uppbótatíma. Blaðamennirnir spurðu Fati út í það klæðast tíunni hans Messi. „Ég fann enga pressu. Það er heiður fyrir mig að klæðast henni næstur á eftir Leo. Ég þakklátur klúbbnum og fyrirliðunum fyrir það að leyfa mér að fá tækifæri til að klæðast tíunni,“ sagði Fati. Ansu Fati had a tough recovery following a serious knee injury that required four surgeries. So when he scored on his return, he ran to the stands to celebrate with the doctor that helped him through it pic.twitter.com/VM7786UHrJ— B/R Football (@brfootball) September 26, 2021 „Ég vil ekki sjá þetta sem pressu. Ég bara þakklátur fyrir það að fá að spila í treyju sem hefur gefið þessu félagi svo mikið,“ sagði Fati. Ansu Fati er enn bara átján ára gamall, fæddur í lok október 2002. Hann kom til Barcelona frá Sevilla þegar hann tíu ára gamall. Aðeins mánuði fyrir meiðslin hafði Fati verið sá yngsti til að skora í El Clásico eða aðeins 17 ára og 359 daga gamall. Hann var líka sá fyrsti til að skora fleiri en eitt mark í Meistaradeildinni fyrir átján ára afmælið. Fati hefur skorað eitt mark í fjórum landsleikjum og setti met þegar hann skoraði. Hann er yngsti markaskorari spænska landsliðsins frá upphafi en hann var þá bara 17 ára og 311 daga gamall. @ANSUFATI: "Estoy muy feliz de volver a hacer lo que más me gusta. " pic.twitter.com/GVUoAvayoe— FC Barcelona (@FCBarcelona_es) September 26, 2021
Spænski boltinn Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Sport Fleiri fréttir Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Sjá meira