Innlent

Villa í ferða­gja­fa­upp­lýsingum Mæla­borðs ferða­þjónustunnar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Ferðagjöfin er fyrir alla landsmenn átján ára og eldri.
Ferðagjöfin er fyrir alla landsmenn átján ára og eldri. Vísir/Vilhelm

Meinleg villa er í upplýsingum um ferðagjöfina fyrir árið 2020 en þar segir nú að sóttar ferðagjafir séu 360.792 talsins, þegar hámarksfjöldi „útgefinna“ ferðagjafa er í kringum 280.000.

Samkvæmt upplýsingum frá Mælaborði ferðaþjónustunnar virðist eitthvað misræmi hafa orðið þegar skipt var úr fyrri ferðagjöfinni í þá seinni. Þannig hefur fjöldi sóttra ferðagjafa fyrir árið 2020 haldið áfram að aukast á vefsíðunni þrátt fyrir að ferðagjafirnar séu útrunnar.

Þess ber að geta að allar upplýsingar fyrir ferðagjöfina árið 2021 stemma.

Allir þeir sem eru 18 ára og eldri og eiga lögheimili á Íslandi fá ferðagjöf en andvirði hennar eru 5.000 krónur.

Hámarksfjöldi „útgefinna“ ferðagjafa er í kringum 280.000.

Þegar ferðagjöf ársins 2020 rann út mánaðamótin maí/júní síðastliðin nam andvirði sóttra ferðagjafa 1,1 milljarði króna en um milljarður var nýttur. Sóttar ferðagjafir voru 226.248 talsins; 206.853 voru nýttar en aðeins 179.318 fullnýttar.

Ónotaðar ferðagjafir voru 19.395.

Ferðagjöfin 2021 rennur út um mánaðamótin; 30. september. Eins og sakir standa hafa aðeins 159.658 ferðagjafir verið sóttar af 280.000. Um 116 þúsund hafa verið notaðar og 98 þúsund fullnýttar.

Samkvæmt upplýsingum frá Mælaborði ferðaþjónustunnar var flestum ferðagjöfum varið hjá eftirfarandi fyrirtækjum síðustu helgi, það er að segja föstudag, laugardag og sunnudag:

Markaðsheiti

Upphæð

N1 - Þjónustustöð

2.156.184

Sky Lagoon

1.616.660

Olís

1.453.308

KFC - Kentucky Fried Chicken

1.419.767

FlyOver Iceland

1.358.502

Hlöllabátar

1.328.872

Icelandair hotels

1.202.971

Domino’s Pizza

982.309

Gleðiheimar ehf.

722.171

Borgarleikhúsið

713.882


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×