Innlent

Ráðhús Reykjavíkur vaktað

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Ráðhúsið.
Ráðhúsið. Vísir/Vilhelm

Lögreglan mun hafa vaktað Ráðhús Reykjavíkur á meðan á borgarstjórnarfundi stóð þar síðasta þriðjudag.

Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag en ástæða þess er sögð vera áreiti sem varaborgarfulltrúi Miðflokksins varð fyrir. 

Heimildir blaðsins herma að sá sem áreitti varaborgarfulltrúann sé sá sami og grunaður er um að hafa skotið á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra og á skrifstofur stjórnmálaflokka fyrr á árinu. 

Á meðan á fundinum stóð var borgarfulltrúum tilkynnt að þeir mættu ekki fara einir úr húsi að loknum fundi. Varaborgarfulltrúinn, Baldur Borgþórsson, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað en hann staðfesti þó við Fréttablaðið að málið sé í ferli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×