Engin lífshætta nema fólk lendi í sérstökum aðstæðum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. september 2021 15:54 Magnús Tumi er prófessor í jarðeðlisfræði. Hér er hann við gosstöðvarnar á Reykjanesskaga. Gera má ráð fyrir að það taki upp undir sólarhring fyrir vatnið sem nú hleypur úr Eystri Skaftárkatli að ná að jökuljaðrinum. Hlaupið hófst seint í gærkvöldi. Jarðeðlisfræðingur segir hlaupið eiga að ná hámarki á einum til tveimur sólarhringum. Hann segir enga beina lífshættu stafa af hlaupinu. „Þetta er úr eystri Skaftárkatlinum og þau hlaup eru alltaf miklu stærri en þau sem koma úr þeim vestari,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, í samtali við fréttastofu. Hlaup úr vestari katlinum hefur staðið yfir síðustu daga en í morgun greindi Veðurstofa Íslands frá því að hlaup úr þeim eystri væri hafið. Magnús Tumi rifjar upp hlaupið sem kom úr eystri katlinum árið 2015, sem var afar kraftmikið. Hann gerir ekki ráð fyrir sama krafti í þessu hlaupi, og telur að það muni frekar svipa til hlaupsins sem varð árið 2018. „Það er ekki eins mikið vatn í katlinum og ekki eins langt síðan það hljóp síðast. En það má reikna með því að þetta verði kannski svipað hlaup og kom fyrir þremur árum,“ segir hann. Hlaup úr vestari katlinum hófst í síðustu viku en nú er hlaup úr þeim eystri hafið. Þau eru alla jafna stærri og kraftmeiri.Vísir/RAX Á ekki von á að þjóðvegurinn sé í bráðri hættu Magnús Tumi segir að Skaftárhlaup teljist ekki til stærstu náttúruatburða sem verði hér á landi. Þeim fylgi þó mikill aur sem dreifist víða, og hlaupin geti lokað vegum. Þá fylgi oft sandfok þegar taki að þorna. „Það er ekki bein lífshætta, nema fólk lendi í einhverjum mjög sérstökum aðstæðum,“ segir hann. Hann gerir ekki ráð fyrir að þjóðvegurinn lokist vegna hlaupsins en Veðurstofan hefur gefið það út að gera megi ráð fyrir að vatn úr hlaupinu nái að þjóðveginum annað kvöld. „Uppi á hálendinu er brennisteinsvetni sem kemur úr vatninu, því þetta er vatn undan Skaftárkatlinum. Ef fólk er nálægt upptökunum eða við Skaftá þá getur fylgt því eitrun. Það er ástæða til að fara að öllu með gát og það borgar sig að lokast ekki inni ef fólk er þarna upp með Skaftá fyrir ofan byggð. Svo má vel vera að þetta trufli göngur sem ég held að eigi að hefjast núna strax eftir helgina,“ segir Magnús Tumi. Skaftárhreppur Hlaup í Skaftá Almannavarnir Tengdar fréttir Bændum í Skaftárhreppi stendur hreint ekki á sama um hlaupið Bóndi á Ytri-Ásum í Skaftárhreppi segist hafa áhyggjur af hlaupinu sem nú er hafið úr Eystri-Skaftárkatli. Hann segir að ef hlaupinu myndi svipa til þess sem varð árið 2015 yrði það allt annað en gæfulegt. 5. september 2021 14:07 Hlaup hafið í Eystri-Skaftárkatli Hlaup er hafið úr Eystri-Skaftárkatli, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Hlaupið kemur í kjölfar hlaups úr vestari katlinum, sem nú er sagt í rénun. Ef fram heldur sem horfir er útlit fyrir að hlaupvatn nái þjóðveginum annað kvöld. 5. september 2021 12:06 Flogið yfir sigkatlana í Skaftárjökli Rennsli virðist fara hægt minnkandi í Skaftá við Sveinstind. Rennslið náði hámarki á miðnætti aðfaranótt 2. september og var þá um 520 rúmmetrar á sekúndu. 4. september 2021 10:08 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
„Þetta er úr eystri Skaftárkatlinum og þau hlaup eru alltaf miklu stærri en þau sem koma úr þeim vestari,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, í samtali við fréttastofu. Hlaup úr vestari katlinum hefur staðið yfir síðustu daga en í morgun greindi Veðurstofa Íslands frá því að hlaup úr þeim eystri væri hafið. Magnús Tumi rifjar upp hlaupið sem kom úr eystri katlinum árið 2015, sem var afar kraftmikið. Hann gerir ekki ráð fyrir sama krafti í þessu hlaupi, og telur að það muni frekar svipa til hlaupsins sem varð árið 2018. „Það er ekki eins mikið vatn í katlinum og ekki eins langt síðan það hljóp síðast. En það má reikna með því að þetta verði kannski svipað hlaup og kom fyrir þremur árum,“ segir hann. Hlaup úr vestari katlinum hófst í síðustu viku en nú er hlaup úr þeim eystri hafið. Þau eru alla jafna stærri og kraftmeiri.Vísir/RAX Á ekki von á að þjóðvegurinn sé í bráðri hættu Magnús Tumi segir að Skaftárhlaup teljist ekki til stærstu náttúruatburða sem verði hér á landi. Þeim fylgi þó mikill aur sem dreifist víða, og hlaupin geti lokað vegum. Þá fylgi oft sandfok þegar taki að þorna. „Það er ekki bein lífshætta, nema fólk lendi í einhverjum mjög sérstökum aðstæðum,“ segir hann. Hann gerir ekki ráð fyrir að þjóðvegurinn lokist vegna hlaupsins en Veðurstofan hefur gefið það út að gera megi ráð fyrir að vatn úr hlaupinu nái að þjóðveginum annað kvöld. „Uppi á hálendinu er brennisteinsvetni sem kemur úr vatninu, því þetta er vatn undan Skaftárkatlinum. Ef fólk er nálægt upptökunum eða við Skaftá þá getur fylgt því eitrun. Það er ástæða til að fara að öllu með gát og það borgar sig að lokast ekki inni ef fólk er þarna upp með Skaftá fyrir ofan byggð. Svo má vel vera að þetta trufli göngur sem ég held að eigi að hefjast núna strax eftir helgina,“ segir Magnús Tumi.
Skaftárhreppur Hlaup í Skaftá Almannavarnir Tengdar fréttir Bændum í Skaftárhreppi stendur hreint ekki á sama um hlaupið Bóndi á Ytri-Ásum í Skaftárhreppi segist hafa áhyggjur af hlaupinu sem nú er hafið úr Eystri-Skaftárkatli. Hann segir að ef hlaupinu myndi svipa til þess sem varð árið 2015 yrði það allt annað en gæfulegt. 5. september 2021 14:07 Hlaup hafið í Eystri-Skaftárkatli Hlaup er hafið úr Eystri-Skaftárkatli, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Hlaupið kemur í kjölfar hlaups úr vestari katlinum, sem nú er sagt í rénun. Ef fram heldur sem horfir er útlit fyrir að hlaupvatn nái þjóðveginum annað kvöld. 5. september 2021 12:06 Flogið yfir sigkatlana í Skaftárjökli Rennsli virðist fara hægt minnkandi í Skaftá við Sveinstind. Rennslið náði hámarki á miðnætti aðfaranótt 2. september og var þá um 520 rúmmetrar á sekúndu. 4. september 2021 10:08 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Bændum í Skaftárhreppi stendur hreint ekki á sama um hlaupið Bóndi á Ytri-Ásum í Skaftárhreppi segist hafa áhyggjur af hlaupinu sem nú er hafið úr Eystri-Skaftárkatli. Hann segir að ef hlaupinu myndi svipa til þess sem varð árið 2015 yrði það allt annað en gæfulegt. 5. september 2021 14:07
Hlaup hafið í Eystri-Skaftárkatli Hlaup er hafið úr Eystri-Skaftárkatli, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Hlaupið kemur í kjölfar hlaups úr vestari katlinum, sem nú er sagt í rénun. Ef fram heldur sem horfir er útlit fyrir að hlaupvatn nái þjóðveginum annað kvöld. 5. september 2021 12:06
Flogið yfir sigkatlana í Skaftárjökli Rennsli virðist fara hægt minnkandi í Skaftá við Sveinstind. Rennslið náði hámarki á miðnætti aðfaranótt 2. september og var þá um 520 rúmmetrar á sekúndu. 4. september 2021 10:08