Sauðfé fækkar og fækkar í landinu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. september 2021 13:30 Sauðfé hefur sjaldan eða aldrei verið eins fátt í landinu og núna en í dag eru um fjögur hundruð þúsund vetrarfóðraðar kindur í landinu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sauðfé hefur ekki verið jafnfátt og nú í 160 ár. Stofninn telur aðeins um fjögur hundruð þúsund vetrarfóðraðar kindur. Ástæða fækkunarinnar er fyrst og fremst hrun á afurðaverði. Sauðfjárbændum á Íslandi er alltaf að fækka og fækka og á sama tíma fækkar sauðfé í landinu. Samkvæmt upplýsingum, sem Bændablaðið tók saman eru um fjögur hundruð þúsund vetrarfóðraðar kindur á bæjum víða um land en árið1861 varð fé færra vegna fjárkláða, sem kom þá upp en þá fór stofninn niður í 327 þúsund vetrarfóðraðar kindur. En af hverju hefur sauðfé fækkað svona mikið núna? Unnsteinn Snorri Snorrason er ábyrgðarmaður sauðfjárræktar hjá Bændasamtökum Íslands. „Þetta er auðvitað afleiðing af afkomu í greininni. Það varð hrun hjá okkur 2016 og 2017, algjört hrun. Það var 40% verðfall á afurðaverði og það hefur ekki náðst til baka nema að litlu leyti, þannig að á meðan við höfum ekki trygga afkomu í greininni þá er hætt við því að við sjáum enn meiri samdrátt, því miður,“ segir Unnsteinn og bætir við. Unnsteinn Snorri Snorrason, sauðfjárbóndi og ábyrgðarmaður sauðfjárræktar hjá Bændasamtökum Íslands.Aðsend „Með meiri fækkun þá endar það bara fljótlega með því að við gefum eftir á markaði en það sem við sjáum líka að geti gerst strax er að það fækkar bændum til sveita og þessi sameiginlegu verkefni, eins og þetta sem við erum að fara að takast á við núna, göngur og réttir. Eftir því sem það eru færri koma að því, þeimur snúnara verður að leysa þessi verk og á ákveðnum svæðum má ekki kvarnast mikið meira úr hópnum til þess að þetta verði erfitt viðfangs,“ segir Unnsteinn. Unnsteinn segir að þó bændur verði ekki ríkir á því að rækta íslensku sauðkindina þá verði þeir ríkir af ýmsu öðru. „Já, það er ánægjan og lífsfyllingin, hún er þarna til staðar að sjálfsögðu, bara eins og með alla aðra framleiðslu og öll önnur verk og störf þá þurfum við að fá greitt fyrir þau með sanngjörnum hætti eins og aðrar stéttir í þessu samfélagi.“ Landbúnaður Dýr Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Sjá meira
Sauðfjárbændum á Íslandi er alltaf að fækka og fækka og á sama tíma fækkar sauðfé í landinu. Samkvæmt upplýsingum, sem Bændablaðið tók saman eru um fjögur hundruð þúsund vetrarfóðraðar kindur á bæjum víða um land en árið1861 varð fé færra vegna fjárkláða, sem kom þá upp en þá fór stofninn niður í 327 þúsund vetrarfóðraðar kindur. En af hverju hefur sauðfé fækkað svona mikið núna? Unnsteinn Snorri Snorrason er ábyrgðarmaður sauðfjárræktar hjá Bændasamtökum Íslands. „Þetta er auðvitað afleiðing af afkomu í greininni. Það varð hrun hjá okkur 2016 og 2017, algjört hrun. Það var 40% verðfall á afurðaverði og það hefur ekki náðst til baka nema að litlu leyti, þannig að á meðan við höfum ekki trygga afkomu í greininni þá er hætt við því að við sjáum enn meiri samdrátt, því miður,“ segir Unnsteinn og bætir við. Unnsteinn Snorri Snorrason, sauðfjárbóndi og ábyrgðarmaður sauðfjárræktar hjá Bændasamtökum Íslands.Aðsend „Með meiri fækkun þá endar það bara fljótlega með því að við gefum eftir á markaði en það sem við sjáum líka að geti gerst strax er að það fækkar bændum til sveita og þessi sameiginlegu verkefni, eins og þetta sem við erum að fara að takast á við núna, göngur og réttir. Eftir því sem það eru færri koma að því, þeimur snúnara verður að leysa þessi verk og á ákveðnum svæðum má ekki kvarnast mikið meira úr hópnum til þess að þetta verði erfitt viðfangs,“ segir Unnsteinn. Unnsteinn segir að þó bændur verði ekki ríkir á því að rækta íslensku sauðkindina þá verði þeir ríkir af ýmsu öðru. „Já, það er ánægjan og lífsfyllingin, hún er þarna til staðar að sjálfsögðu, bara eins og með alla aðra framleiðslu og öll önnur verk og störf þá þurfum við að fá greitt fyrir þau með sanngjörnum hætti eins og aðrar stéttir í þessu samfélagi.“
Landbúnaður Dýr Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Sjá meira