Lovísa Davíðsdóttir Scheving kom Gróttu yfir á 15. mínútu, en Díana Ásta Guðmundsdóttir jafnaði metin tíu mínútum síðar og staðan var því 1-1 þegar flautað var til hálfleiks.
Viktoría París Sadibo kom heimakonum yfir eftir tæplega klukkutíma leik, en það reyndist sigurmark leiksins. Augnablik náði því í þrjú mikilvæg stig í fallbaráttunni með 2-1 sigri.
Augnablik er nú með 14 stig í næst neðsta sæti þegar að ein umferð er eftir. Grótta hefur tveimur stigum meira í áttunda sæti, en fyrir lokaumferðina eiga fimm lið í hættu á því að falla úr deildinni.
Grótta mætir KR í lokaumferðinni, en KR tryggði sér fyrr í dag sæti í Pepsi Max deild kvenna. Á sama tíma fara Augnablikskonur í heimsókn til HK-inga, en HK er aðeins tveim stigum frá fallsæti.