Fagnar með nokkrum bjórum eftir að hafa hlaupahjólað í kring um landið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. september 2021 14:00 Hugh lenti við Sólfarið á Sæbraut í dag, 29 dögum eftir að hann lagði af stað í hringferð um landið frá sama stað. Vísir/Sigurjón Tuttugu og sex ára Breti kláraði hringferð um landið á hlaupahjóli í dag. Hann segist alsæll með ferðina og stefnir á að fá sér nokkra íslenska bjóra til að fagna árangrinum. Hugh Graham lenti við Sólfarið á Sæbraut síðdegis í dag, 29 dögum eftir að ferð hans um landið hófst á sama stað. Hann segist alsæll með ferðina, þó hún hafi verið erfið á köflum. „Þessi síðasti kafli hefur verið virkilega erfiður vegna mótvindsins, veðrið varð verra en þetta tókst! Ég gæti ekki verið ánægðari akkúrat núna,“ segir Hugh. Hugh hefur vakið þó nokkra athygli á samfélagsmiðlinum TikTok, þar sem hann hefur deilt myndböndum úr ferðinni. Hann segir frægðina hafa aukist með hverjum deginum. „Fólk kemur til mín sex eða sjö sinnum á dag núna en þetta hefur ekki orðið minna klikkaðra þrátt fyrir það.“ „Fólk kemur til mín, það vill fá mynd með mér. Þetta er svo klikkað en svo skemmtilegt!“ Þetta er ekki fyrsta skiptið sem Hugh heldur í langferð en í fyrra gekk hann frá Skotlandi til Lundúna. Hann segir Íslendinga þó hafa verið mun spenntari fyrir honum en Breta. „Fólk þekkti mig ekki eins og hérna á Íslandi,“ segir Hugh og hlær. Hugh var hæstánægður með ferðalagið.Vísir/Sigurjón Hann segist hugfanginn af landinu. „Ísland er bara klikkaður staður. Þetta er svakalegt, það er eins og önnur pláneta. Ef þú ferð nokkra kílómetra í aðra átt þá er náttúran allt önnur,“ segir Hugh. Hann ætli nú að nýta síðustu dagana á landinu til að fagna. „Mig langar að fara og sjá eldfjallið einhvern tíma því ég hef enn ekki séð það. Og ég mun án efa drekka nokkra íslenska bjóra í viðbót á næstu dögum til að fagna.“ Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Íslandsvinir Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Hugh Graham lenti við Sólfarið á Sæbraut síðdegis í dag, 29 dögum eftir að ferð hans um landið hófst á sama stað. Hann segist alsæll með ferðina, þó hún hafi verið erfið á köflum. „Þessi síðasti kafli hefur verið virkilega erfiður vegna mótvindsins, veðrið varð verra en þetta tókst! Ég gæti ekki verið ánægðari akkúrat núna,“ segir Hugh. Hugh hefur vakið þó nokkra athygli á samfélagsmiðlinum TikTok, þar sem hann hefur deilt myndböndum úr ferðinni. Hann segir frægðina hafa aukist með hverjum deginum. „Fólk kemur til mín sex eða sjö sinnum á dag núna en þetta hefur ekki orðið minna klikkaðra þrátt fyrir það.“ „Fólk kemur til mín, það vill fá mynd með mér. Þetta er svo klikkað en svo skemmtilegt!“ Þetta er ekki fyrsta skiptið sem Hugh heldur í langferð en í fyrra gekk hann frá Skotlandi til Lundúna. Hann segir Íslendinga þó hafa verið mun spenntari fyrir honum en Breta. „Fólk þekkti mig ekki eins og hérna á Íslandi,“ segir Hugh og hlær. Hugh var hæstánægður með ferðalagið.Vísir/Sigurjón Hann segist hugfanginn af landinu. „Ísland er bara klikkaður staður. Þetta er svakalegt, það er eins og önnur pláneta. Ef þú ferð nokkra kílómetra í aðra átt þá er náttúran allt önnur,“ segir Hugh. Hann ætli nú að nýta síðustu dagana á landinu til að fagna. „Mig langar að fara og sjá eldfjallið einhvern tíma því ég hef enn ekki séð það. Og ég mun án efa drekka nokkra íslenska bjóra í viðbót á næstu dögum til að fagna.“
Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Íslandsvinir Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent