Sex fulltrúar V-lista í Norðurþingi óskuðu lausnar undan störfum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. ágúst 2021 10:26 Stjórnsýsla Norðurþings er staðsett á Húsavík. Vísir/Vilhelm Sex fulltrúar á V-lista Vinstri grænna og óháðra óskuðu lausnar frá störfum á fundi sveitarstjórnar Norðurþings hinn 24. ágúst síðastliðinn. Aldey Traustadóttir er nýr forseti sveitarstjórnar en hún var 9. manneskja á lista framboðsins þegar gengið var til kosninga 2018. Dagskrá fundarins hófst á því að tekin var fyrir beiðni Óla Halldórssonar, efsta manns V-lista, sem óskaði eftir lausn frá störfum af persónulegum ástæðum. Þar á eftir var síðan gengið á röðina og teknar fyrir fimm aðrar beiðnir um lausn, þar til komið var að Aldey. Tveir á listanum voru þegar fluttir úr sveitarfélaginu. Vegna rafmagnsleysis er ekki til upptaka af fundinum. Meðal þeirra sem baðst frá störfum var Kolbrún Ada Gunnarsdóttir, sem var forseti bæjarstjórnar. Þegar Vísir náði tali af henni sagðist hún vera nýtekin við störfum sem skólastjóri, sem gerði hana mögulega vanhæfa til að sitja áfram. Hvað aðra varðaði sagði hún ekki um að ræða pólitískan ágreining eða eitthvað vafasamt; allir hefðu haft sínar persónulegu ástæður og þá ætti listinn aðeins einn fulltrúa í bæjarstjórn og starfið því töluvert umfangsmikið. „Fólk er bara í mismunandi persónulegum aðstæðum og getur ekki tekið þetta verkefnið að sér og sinnt því eins og það vill,“ sagði Kolbrún. „Þetta er mikið fyrir einn að taka að sér en fólk situr áfram í nefndum og það breytist ekki.“ Samhliða því að taka við embætti forseta bæjarstjórnar verður Aldey fulltrúi V-lista í fimm ráðum og nefndum en varamaður hennar verður Guðrún Sædís Harðardóttir, sem skipaði 10. sæti á V-lista í kosningunum. Norðurþing Vinstri græn Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira
Dagskrá fundarins hófst á því að tekin var fyrir beiðni Óla Halldórssonar, efsta manns V-lista, sem óskaði eftir lausn frá störfum af persónulegum ástæðum. Þar á eftir var síðan gengið á röðina og teknar fyrir fimm aðrar beiðnir um lausn, þar til komið var að Aldey. Tveir á listanum voru þegar fluttir úr sveitarfélaginu. Vegna rafmagnsleysis er ekki til upptaka af fundinum. Meðal þeirra sem baðst frá störfum var Kolbrún Ada Gunnarsdóttir, sem var forseti bæjarstjórnar. Þegar Vísir náði tali af henni sagðist hún vera nýtekin við störfum sem skólastjóri, sem gerði hana mögulega vanhæfa til að sitja áfram. Hvað aðra varðaði sagði hún ekki um að ræða pólitískan ágreining eða eitthvað vafasamt; allir hefðu haft sínar persónulegu ástæður og þá ætti listinn aðeins einn fulltrúa í bæjarstjórn og starfið því töluvert umfangsmikið. „Fólk er bara í mismunandi persónulegum aðstæðum og getur ekki tekið þetta verkefnið að sér og sinnt því eins og það vill,“ sagði Kolbrún. „Þetta er mikið fyrir einn að taka að sér en fólk situr áfram í nefndum og það breytist ekki.“ Samhliða því að taka við embætti forseta bæjarstjórnar verður Aldey fulltrúi V-lista í fimm ráðum og nefndum en varamaður hennar verður Guðrún Sædís Harðardóttir, sem skipaði 10. sæti á V-lista í kosningunum.
Norðurþing Vinstri græn Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira