Miðjumaður Spánarmeistara Atlético orðaður við Man Utd og Chelsea Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. ágúst 2021 16:31 „Hleypið mér út úr þessu partýi,“ er Saúl eflaust að hugsa hér. Denis Doyle/Getty Images Það virðist nær öruggt að Saúl Ñíguez, miðjumaður Spánarmeistara Atlético Madríd, yfirgefi félagið áður en félagaskiptiglugginn lokar í Evrópu þann 2. september. Saúl er sterklega orðaður við bæði Manchester United og Chelsea. Hinn 26 ára gamli Saúl hefur verið orðaður frá Atlético í sumar og England alltaf talið líklegasti áfangastaðurinn. Nú hefur miðjumaðurinn sagt forráðamönnum Spánarmeistaranna að hann vilji komast frá liðinu áður en glugginn loki. Talið er að Evrópumeistarar Chelsea og Man United séu mjög áhugasöm. Síðarnefnda liðið hefur fylgst með leikmanninum og gaf hann til kynna að hann gæti verið að skipta um félag fyrir rúmu ári síðan. Allt kom þó fyrir ekki. Ensku félögin vilja bæði fá leikmanninn á láni út tímabilið og hafa svo forkaupsrétt á honum næsta sumar. Talið er að hann myndi þá kosta milli 35 til 40 milljónir evra en einnig þyrftu félögin að punga út nokkrum milljónum til að fá hann á láni. Hjá Man Utd ætti Saúl að styrkja miðsvæði liðsins enn frekar og líklega að sjá til þess að Nemanja Matic byrji ekki fleiri leiki það sem eftir lifir tímabils. Hjá Chelsea er aðeins flóknara að lesa í aðstæður en mögulega ætti Saúl að veita N‘Golo Kante samkeppni við hlið Jorginho eða einfaldlega taka sæti annars þeirra í byrjunarliðinu. Saúl is set to leave Atléti.Chelsea opened talks for Saúl days ago. There s official bid now on the table - loan with buy option. #CFCAlso Manchester United have asked for Saúl again in the last 24 hours, he s in the list with Camavinga. #MUFCHe s ready for PL move. pic.twitter.com/dAAFHzdiYq— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 24, 2021 Saúl hefur verið í lykilhlutverki hjá Atlético undanfarin ár og varð Spánarmeistari með liðinu á síðustu leiktíð. Þá á hann að baki 19 A-landsleiki fyrir Spán sem og fjölda leikja fyrir yngri landsliðin. Fótbolti Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti Fleiri fréttir Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Sjá meira
Hinn 26 ára gamli Saúl hefur verið orðaður frá Atlético í sumar og England alltaf talið líklegasti áfangastaðurinn. Nú hefur miðjumaðurinn sagt forráðamönnum Spánarmeistaranna að hann vilji komast frá liðinu áður en glugginn loki. Talið er að Evrópumeistarar Chelsea og Man United séu mjög áhugasöm. Síðarnefnda liðið hefur fylgst með leikmanninum og gaf hann til kynna að hann gæti verið að skipta um félag fyrir rúmu ári síðan. Allt kom þó fyrir ekki. Ensku félögin vilja bæði fá leikmanninn á láni út tímabilið og hafa svo forkaupsrétt á honum næsta sumar. Talið er að hann myndi þá kosta milli 35 til 40 milljónir evra en einnig þyrftu félögin að punga út nokkrum milljónum til að fá hann á láni. Hjá Man Utd ætti Saúl að styrkja miðsvæði liðsins enn frekar og líklega að sjá til þess að Nemanja Matic byrji ekki fleiri leiki það sem eftir lifir tímabils. Hjá Chelsea er aðeins flóknara að lesa í aðstæður en mögulega ætti Saúl að veita N‘Golo Kante samkeppni við hlið Jorginho eða einfaldlega taka sæti annars þeirra í byrjunarliðinu. Saúl is set to leave Atléti.Chelsea opened talks for Saúl days ago. There s official bid now on the table - loan with buy option. #CFCAlso Manchester United have asked for Saúl again in the last 24 hours, he s in the list with Camavinga. #MUFCHe s ready for PL move. pic.twitter.com/dAAFHzdiYq— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 24, 2021 Saúl hefur verið í lykilhlutverki hjá Atlético undanfarin ár og varð Spánarmeistari með liðinu á síðustu leiktíð. Þá á hann að baki 19 A-landsleiki fyrir Spán sem og fjölda leikja fyrir yngri landsliðin.
Fótbolti Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti Fleiri fréttir Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti