17 þúsund fermetrar í viðbót við nýja miðbæinn á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. ágúst 2021 20:02 Leó Árnason, sem er að rifna úr stolti af nýja miðbænum á Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýi miðbærinn á Selfossi hefur fengið miklu betri viðtökur en forsvarsmenn verkefnisins áttu nokkurn tíma von á. Framkvæmdir hefjast fljótlega við annan áfanga miðbæjarins, sem verður um 17 þúsund fermetrar með mörgum sögufrægum húsum og fleiri veitingastöðum og verslunum. Nýi miðbærinn á móts við Ölfusárbrú á Selfossi hefur slegið í gegn hjá Íslendingum og erlendum ferðamönnum frá því að hann opnaði með sínum veitingastöðum og verslunum. Hópar sækja mjög að koma í miðbæinn til að fá að skoða hann undir leiðsögn Leós Árnasonar, sem er einn af þeim, sem fer fyrir verkefninu fyrir hönd Sigtúns Þróunarfélags. „Þetta hefur í rauninni verið eitt ævintýri frá því að við opnuðum 10. júlí, viðtökurnar hafa verið stórkostlegar, bæði á meðal heimamanna og mikil ánægja með það og svo höfum við fengið mikið af gestum. Aðsóknin hefur verið miklu meiri en við reiknuðum með, þetta er búið að vera ótrúlegt og hreint ævintýri. Það eru líka viðbrögðin, sem hafa verið ofboðslega jákvæð og styrkir okkur í trúnni um að við höfum verið að gera rétt,“ segir Leó. Leiðsögn um nýja viðbæinn undir leiðsögn Leós Árnasonar, sem er einn af þeim, sem fer fyrir verkefninu fyrir hönd Sigtúns Þróunarfélags.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nú er komið að því að halda áfram að byggja upp nýja miðbæinn og fara í næsta áfanga. „Já, þessi fyrsti áfangi er um 5.500 fermetrar og nú erum við í lokadrögum í teikningum með næsta áfanga, sem er um 17 þúsund fermetrar og við byrjum á öðrum hvorum megin við áramót og verður sá áfangin tilbúin eftir um þrjú ár.“ Mikið af glæsilegum húsum eru í fyrsta áfanga miðbæjarsins eins og þetta þar sem verslunin Motivo er til húsa.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað verður athyglisverðast við þann áfanga? „Það er margt athyglisvert, mörg söguleg hús, Hótel Ísland, sem stóð niður við Ingólfstorg, Hótel Akureyri, sem stóð í Aðalstræti 12 á Akureyri og mörg önnur sögufræg hús, við erum einfaldlega að halda áfram að endurútgefa söguna,“ segir Leó og bætir við. „Þetta er stórkostlegt verkefni, sem gaman er að taka þátt í.“ Nýi miðbærinn á Selfossi, sem hefur slegið í gegn hjá heimamönnum og ferðamönnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Ferðamennska á Íslandi Ný Ölfusárbrú Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Nýi miðbærinn á móts við Ölfusárbrú á Selfossi hefur slegið í gegn hjá Íslendingum og erlendum ferðamönnum frá því að hann opnaði með sínum veitingastöðum og verslunum. Hópar sækja mjög að koma í miðbæinn til að fá að skoða hann undir leiðsögn Leós Árnasonar, sem er einn af þeim, sem fer fyrir verkefninu fyrir hönd Sigtúns Þróunarfélags. „Þetta hefur í rauninni verið eitt ævintýri frá því að við opnuðum 10. júlí, viðtökurnar hafa verið stórkostlegar, bæði á meðal heimamanna og mikil ánægja með það og svo höfum við fengið mikið af gestum. Aðsóknin hefur verið miklu meiri en við reiknuðum með, þetta er búið að vera ótrúlegt og hreint ævintýri. Það eru líka viðbrögðin, sem hafa verið ofboðslega jákvæð og styrkir okkur í trúnni um að við höfum verið að gera rétt,“ segir Leó. Leiðsögn um nýja viðbæinn undir leiðsögn Leós Árnasonar, sem er einn af þeim, sem fer fyrir verkefninu fyrir hönd Sigtúns Þróunarfélags.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nú er komið að því að halda áfram að byggja upp nýja miðbæinn og fara í næsta áfanga. „Já, þessi fyrsti áfangi er um 5.500 fermetrar og nú erum við í lokadrögum í teikningum með næsta áfanga, sem er um 17 þúsund fermetrar og við byrjum á öðrum hvorum megin við áramót og verður sá áfangin tilbúin eftir um þrjú ár.“ Mikið af glæsilegum húsum eru í fyrsta áfanga miðbæjarsins eins og þetta þar sem verslunin Motivo er til húsa.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað verður athyglisverðast við þann áfanga? „Það er margt athyglisvert, mörg söguleg hús, Hótel Ísland, sem stóð niður við Ingólfstorg, Hótel Akureyri, sem stóð í Aðalstræti 12 á Akureyri og mörg önnur sögufræg hús, við erum einfaldlega að halda áfram að endurútgefa söguna,“ segir Leó og bætir við. „Þetta er stórkostlegt verkefni, sem gaman er að taka þátt í.“ Nýi miðbærinn á Selfossi, sem hefur slegið í gegn hjá heimamönnum og ferðamönnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Ferðamennska á Íslandi Ný Ölfusárbrú Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira