Reynt verði að takmarka fjölda ferðamanna ráði kerfið ekki við skimanir Birgir Olgeirsson skrifar 19. ágúst 2021 12:06 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir leggur til að reynt verði að takmarka fjölda ferðamanna hingað til lands ef ekki næst að anna skimunum allra farþega á landamærunum. Þetta kemur fram í minnisblaði sóttvarnalæknis um framtíðarsýn sóttvarna. Hann segist þó ekki vita hvernig hægt verði að takmarka komu ferðamanna. 108 greindust með veiruna í gær og eru sjö á gjörgæslu vegna Covid. Fjölmiðlar fengu þetta minnisblað sóttvarnalæknis í gær en þar segir hann mikilvægasta þáttinn í sóttvörnum gegn kórónuveirunni að lágmarka flutning veirunnar til landsins með farþegum. Hann leggur til að allir verði skimaðir við komuna til landsins, líka börn og að þeir framvísi neikvæðu prófi áður en þeir eru fluttir til landsins. Í tillögunum leggur sóttvarnalæknir til að ef ekki verði hægt að anna skimunum þá verði leitað leiða að takmarka fjölda ferðamanna við þann fjölda sem okkar sóttvarnaráðstafanir ráða við. Ræður kerfið við það? „Ekki eins og staðan er núna. Ég segi líka í þessum tillögum að ég teldi þá eðlilegt að fjöldi farþega til Íslands verði takmarkaður við getuna til að taka þessi próf. Það er líka mjög umdeilt,“ segir Þórólfur. Sérðu fyrir þér hvernig við gætum takmarkað komur ferðamanna til landsins? „Nei, það er annarra að sjá hvort það er mögulegt. Ég veit að eins og staðan er núna er það ekki framkvæmanlegt. En ég held að menn þurfi að skoða dæmið og sjá hvaða möguleikar eru í stöðunni. Það sem ég er að benda á er að koma upp kerfi sem við ráðum við og er skynsamlegt en séum ekki alltaf á eftir í því að skima og grípa til ráðstafana og ráðum ekki við það sem við erum að gera.“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Í tillögunum um innanlandsaðgerðir kemur Þórólfur með þá hugmynd að stærri viðburður geti farið fram ef gestir geta sýnt fram á neikvætt pcr eða antigen hraðpróf sem er ekki elda en 24 til 48 klukkustunda gamalt. „Ég held að það séu allar hugmyndir uppi í því. En ég bendi á að það er ekki öruggt. Við höfum verið með atburði hér þar sem fólk hefur þurft að fara í hraðpróf áður en það mætir en samt hafa komið upp hópsmit á þeim stöðum. Þetta er ekki öruggt en það minnkar líkurnar á slíku.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Nýtt minnisblað: Svona sér Þórólfur fyrir sér framtíðina Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ólíklegt að hægt verði að aflétta takmörkunum innanlands á meðan faraldurinn geisar í heiminum. Þetta segir hann í minnisblaði sínu til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi vegna Covid-19. 18. ágúst 2021 14:26 Hugmyndir Þórólfs ekki tillögur sem beri að samþykkja eða hafna Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hyggst ekki taka afstöðu til þess hvort 200 manna samkomubann verði áfram við lýði næstu mánuði og misseri. 18. ágúst 2021 16:13 Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Ólafur Kjaran aðstoðar Kristrúnu Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Sjá meira
Fjölmiðlar fengu þetta minnisblað sóttvarnalæknis í gær en þar segir hann mikilvægasta þáttinn í sóttvörnum gegn kórónuveirunni að lágmarka flutning veirunnar til landsins með farþegum. Hann leggur til að allir verði skimaðir við komuna til landsins, líka börn og að þeir framvísi neikvæðu prófi áður en þeir eru fluttir til landsins. Í tillögunum leggur sóttvarnalæknir til að ef ekki verði hægt að anna skimunum þá verði leitað leiða að takmarka fjölda ferðamanna við þann fjölda sem okkar sóttvarnaráðstafanir ráða við. Ræður kerfið við það? „Ekki eins og staðan er núna. Ég segi líka í þessum tillögum að ég teldi þá eðlilegt að fjöldi farþega til Íslands verði takmarkaður við getuna til að taka þessi próf. Það er líka mjög umdeilt,“ segir Þórólfur. Sérðu fyrir þér hvernig við gætum takmarkað komur ferðamanna til landsins? „Nei, það er annarra að sjá hvort það er mögulegt. Ég veit að eins og staðan er núna er það ekki framkvæmanlegt. En ég held að menn þurfi að skoða dæmið og sjá hvaða möguleikar eru í stöðunni. Það sem ég er að benda á er að koma upp kerfi sem við ráðum við og er skynsamlegt en séum ekki alltaf á eftir í því að skima og grípa til ráðstafana og ráðum ekki við það sem við erum að gera.“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Í tillögunum um innanlandsaðgerðir kemur Þórólfur með þá hugmynd að stærri viðburður geti farið fram ef gestir geta sýnt fram á neikvætt pcr eða antigen hraðpróf sem er ekki elda en 24 til 48 klukkustunda gamalt. „Ég held að það séu allar hugmyndir uppi í því. En ég bendi á að það er ekki öruggt. Við höfum verið með atburði hér þar sem fólk hefur þurft að fara í hraðpróf áður en það mætir en samt hafa komið upp hópsmit á þeim stöðum. Þetta er ekki öruggt en það minnkar líkurnar á slíku.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Nýtt minnisblað: Svona sér Þórólfur fyrir sér framtíðina Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ólíklegt að hægt verði að aflétta takmörkunum innanlands á meðan faraldurinn geisar í heiminum. Þetta segir hann í minnisblaði sínu til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi vegna Covid-19. 18. ágúst 2021 14:26 Hugmyndir Þórólfs ekki tillögur sem beri að samþykkja eða hafna Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hyggst ekki taka afstöðu til þess hvort 200 manna samkomubann verði áfram við lýði næstu mánuði og misseri. 18. ágúst 2021 16:13 Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Ólafur Kjaran aðstoðar Kristrúnu Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Sjá meira
Nýtt minnisblað: Svona sér Þórólfur fyrir sér framtíðina Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ólíklegt að hægt verði að aflétta takmörkunum innanlands á meðan faraldurinn geisar í heiminum. Þetta segir hann í minnisblaði sínu til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi vegna Covid-19. 18. ágúst 2021 14:26
Hugmyndir Þórólfs ekki tillögur sem beri að samþykkja eða hafna Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hyggst ekki taka afstöðu til þess hvort 200 manna samkomubann verði áfram við lýði næstu mánuði og misseri. 18. ágúst 2021 16:13