Rummenigge sér fyrir sér að Haaland endi hjá Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2021 09:18 Erling Haaland er byrjaður að raða inn mörkum fyrir Borussia Dortmund á þessu tímabili. Getty/Joosep Martinson Liverpool hefur ekki látið mikið af sér kveða á leikmannamarkaðnum í sumar í samanburði við samkeppnisaðilana í Manchester United, Chelsea og Manchester City. Það gæti samt verið von á einhverju stóru í framtíðinni. Michael Rummenigge, fyrrum leikmaður Bayern München og Dortmund, býst ekki við Haaland fari til Bayern München heldur í ensku úrvalsdeildina. Rummenigge á von á því að Haaland og Kylian Mbappe verði fremstu knattspyrnumenn heims næstu árin. Þeir eiga báðir bjarta framtíð að hans mati í baráttu um að vera bestu knattspyrnumenn heims. Erling Haaland could sign for Liverpool in 2022, says Dortmund icon Michael Rummenigge https://t.co/mc3fkirS14— Republic (@republic) August 17, 2021 „Við verðum að bíða og sjá hvert Haaland fer eftir þetta tíma. Real og Barca eru í fjárhagsvandræðum og ég gæti ímyndað mér að hann fari til Englands,“ sagði Michael Rummenigge í viðtali við Sport1. „Pabbi hans spilaði þar líka og ég gæti vel séð fyrir mér að hann endi hjá Liverpool,“ sagði Rummenigge. Hversu raunhæf þessi ágiskun hans er verður að koma í ljós. Liverpool hefur ekki verið að kaupa mikið af dýrum leikmönnum undanfarin ár og það er ljós að launakröfur Haaland verða rosalegar þar sem að umboðsmaðurinn hans er auðvitað Mino Raiola. Liverpool hefur líka verið aftur og aftur orðað við Kylian Mbappe sem er annar mjög dýr leikmaður. Þetta hljómar kannski spennandi en er líka afar ólíkleg niðurstaða. Mohamed Salah, Sadio Mane og Roberto Firmino hafa myndað framlínu Liverpool síðustu ár en samningar þeirra allra renna út 30. júní 2023. Það styttist því í það að Liverpool þurfi að taka ákvörðun um framtíð þeirra hjá félaginu. NEW: Former Borussia Dortmund star Michael Rummenigge has backed Liverpool to complete the signing of Erling Haaland next summer."I could well imagine Liverpool for Haaland. #awlive [sport 1] pic.twitter.com/EXnoqcjVJ5— Anfield Watch (@AnfieldWatch) August 17, 2021 Það er almennt talið að Liverpool reyni allt til að semja við Salah sem er einn helsti markaskorari ensku úrvalsdeildarinnar. Mane ætti líka að fá nýjan samning. Hingað til hefur Liverpool einbeitt sér að því að festa menn aftar á vellinum. Trent Alexander-Arnold, Alisson Becker og Virgil van Dijk hafa allir framlengt samning sína og það er von á nýjum samningi fyrir fyrirliðann Jordan Henderson. Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira
Michael Rummenigge, fyrrum leikmaður Bayern München og Dortmund, býst ekki við Haaland fari til Bayern München heldur í ensku úrvalsdeildina. Rummenigge á von á því að Haaland og Kylian Mbappe verði fremstu knattspyrnumenn heims næstu árin. Þeir eiga báðir bjarta framtíð að hans mati í baráttu um að vera bestu knattspyrnumenn heims. Erling Haaland could sign for Liverpool in 2022, says Dortmund icon Michael Rummenigge https://t.co/mc3fkirS14— Republic (@republic) August 17, 2021 „Við verðum að bíða og sjá hvert Haaland fer eftir þetta tíma. Real og Barca eru í fjárhagsvandræðum og ég gæti ímyndað mér að hann fari til Englands,“ sagði Michael Rummenigge í viðtali við Sport1. „Pabbi hans spilaði þar líka og ég gæti vel séð fyrir mér að hann endi hjá Liverpool,“ sagði Rummenigge. Hversu raunhæf þessi ágiskun hans er verður að koma í ljós. Liverpool hefur ekki verið að kaupa mikið af dýrum leikmönnum undanfarin ár og það er ljós að launakröfur Haaland verða rosalegar þar sem að umboðsmaðurinn hans er auðvitað Mino Raiola. Liverpool hefur líka verið aftur og aftur orðað við Kylian Mbappe sem er annar mjög dýr leikmaður. Þetta hljómar kannski spennandi en er líka afar ólíkleg niðurstaða. Mohamed Salah, Sadio Mane og Roberto Firmino hafa myndað framlínu Liverpool síðustu ár en samningar þeirra allra renna út 30. júní 2023. Það styttist því í það að Liverpool þurfi að taka ákvörðun um framtíð þeirra hjá félaginu. NEW: Former Borussia Dortmund star Michael Rummenigge has backed Liverpool to complete the signing of Erling Haaland next summer."I could well imagine Liverpool for Haaland. #awlive [sport 1] pic.twitter.com/EXnoqcjVJ5— Anfield Watch (@AnfieldWatch) August 17, 2021 Það er almennt talið að Liverpool reyni allt til að semja við Salah sem er einn helsti markaskorari ensku úrvalsdeildarinnar. Mane ætti líka að fá nýjan samning. Hingað til hefur Liverpool einbeitt sér að því að festa menn aftar á vellinum. Trent Alexander-Arnold, Alisson Becker og Virgil van Dijk hafa allir framlengt samning sína og það er von á nýjum samningi fyrir fyrirliðann Jordan Henderson.
Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira