„Hvað gerðist á Íslandi?“ Eiður Þór Árnason og skrifa 16. ágúst 2021 17:33 Þróunin á Íslandi hefur vakið mikla athygli vestanhafs. Skjáskot „Hvað gerðist á Íslandi?“Þessari spurningu er velt upp í nýrri umfjöllun Washington Post um stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi. Þróunin síðustu vikur hefur vakið mikla athygli vestanhafs og undrast margir að mest bólusetta ríki heims sem hafi jafnframt hlotið lof fyrir viðbrögð sín við faraldrinum glími nú við metfjölda tilfella. Að sögn bandaríska stórblaðsins beina andstæðingar bólusetninga nú sjónum sínum að Íslandi og fullyrða fullum fetum að þróunin hér sýni að bólusetningarátak skili takmörkuðum árangri. Þá er bent á að Laura Ingraham, þáttastjórnandi Fox News, hafi borið fram misvísandi upplýsingar um ástandið á Íslandi í vinsælum þætti sínum auk þess sem viðmælandi hennar hafi ýjað að því að bóluefnin sjálf ýti undir fjölgun smita. Faraldursfræðingar og aðrir sérfræðingar eru sagðir vísa þessum málflutningi á bug. Staðan á Íslandi sýni þvert á móti vel hversu góð bóluefnin eru í að forða verstu afleiðingum kórónuveirunnar. Styttra í hjarðónæmi Bandaríski miðilinn Daily Beast gerði stöðunni á Íslandi sömuleiðis skil í gær og segir þróunina hér vera „mjög slæmar fregnir fyrir Bandaríkjamenn,“ en margir þeirra eru nýbyrjaðir að venjast frelsinu sem fylgir samfélagi með litlum sóttvarnatakmörkunum. Sérfræðingar sem Daily Beast ræðir við álykta að núverandi bylgja geri það að verkum að styttra sé í hið margumtalaða hjarðónæmi hér á landi. Í báðum greinunum er fjallað um stór hluti nýrra tilfella hér á landi hafi greinst hjá bólusettum einstaklingum en að flestir þeirra hafi einungis fundið fyrir vægum einkennum. „Á sama tíma og fjöldi tilfella margfaldast hefur tíðni sjúkrahússinnlagna haldist lág. Af þeim 1.300 sem eru nú í einangrun, eru einungis um tvö prósent þeirra á sjúkrahúsi. Þá hefur ekki verið greint frá dauðsfalli af völdum Covid-19 frá því seint í maí,“ segir í grein Washington Post. Haft er eftir Páli Matthíassyni, forstjóra Landspítalans, að án bóluefna væri staða faraldursins á Íslandi „algjört stórslys“ (e. Catastropic). Einnig er vísað í sérfræðinga sem segja að Ísland veiti heimsbyggðinni nú verðmætar upplýsingar um áhrif Covid-19 á fullbólusetta einstaklinga. Á sama tíma sé Ísland skínandi dæmi um þann mikla árangur sem geti hlotist af bólusetningum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölmiðlar Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Þróunin síðustu vikur hefur vakið mikla athygli vestanhafs og undrast margir að mest bólusetta ríki heims sem hafi jafnframt hlotið lof fyrir viðbrögð sín við faraldrinum glími nú við metfjölda tilfella. Að sögn bandaríska stórblaðsins beina andstæðingar bólusetninga nú sjónum sínum að Íslandi og fullyrða fullum fetum að þróunin hér sýni að bólusetningarátak skili takmörkuðum árangri. Þá er bent á að Laura Ingraham, þáttastjórnandi Fox News, hafi borið fram misvísandi upplýsingar um ástandið á Íslandi í vinsælum þætti sínum auk þess sem viðmælandi hennar hafi ýjað að því að bóluefnin sjálf ýti undir fjölgun smita. Faraldursfræðingar og aðrir sérfræðingar eru sagðir vísa þessum málflutningi á bug. Staðan á Íslandi sýni þvert á móti vel hversu góð bóluefnin eru í að forða verstu afleiðingum kórónuveirunnar. Styttra í hjarðónæmi Bandaríski miðilinn Daily Beast gerði stöðunni á Íslandi sömuleiðis skil í gær og segir þróunina hér vera „mjög slæmar fregnir fyrir Bandaríkjamenn,“ en margir þeirra eru nýbyrjaðir að venjast frelsinu sem fylgir samfélagi með litlum sóttvarnatakmörkunum. Sérfræðingar sem Daily Beast ræðir við álykta að núverandi bylgja geri það að verkum að styttra sé í hið margumtalaða hjarðónæmi hér á landi. Í báðum greinunum er fjallað um stór hluti nýrra tilfella hér á landi hafi greinst hjá bólusettum einstaklingum en að flestir þeirra hafi einungis fundið fyrir vægum einkennum. „Á sama tíma og fjöldi tilfella margfaldast hefur tíðni sjúkrahússinnlagna haldist lág. Af þeim 1.300 sem eru nú í einangrun, eru einungis um tvö prósent þeirra á sjúkrahúsi. Þá hefur ekki verið greint frá dauðsfalli af völdum Covid-19 frá því seint í maí,“ segir í grein Washington Post. Haft er eftir Páli Matthíassyni, forstjóra Landspítalans, að án bóluefna væri staða faraldursins á Íslandi „algjört stórslys“ (e. Catastropic). Einnig er vísað í sérfræðinga sem segja að Ísland veiti heimsbyggðinni nú verðmætar upplýsingar um áhrif Covid-19 á fullbólusetta einstaklinga. Á sama tíma sé Ísland skínandi dæmi um þann mikla árangur sem geti hlotist af bólusetningum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölmiðlar Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira