Barcelona sagt vilja fá Aubameyang eða Lacazette í skiptum fyrir Coutinho Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2021 07:30 Alexandre Lacazette og Pierre-Emerick Aubameyang fagna hér saman marki hjá Arsenal liðinu. EPA-EFE/WILL OLIVER Ronald Koeman, þjálfari Barcelona, vill fá nýjan framherja í hópinn sinn og hann hefur augun á tveimur framherjum í ensku úrvalsdeildinni. Barcelona missti Lionel Messi á frjálsri sölu til Paris Saint Germain en skoraði samt fjögur mörk um helgina í fyrsta leiknum án hans. Gerard Pique, einn af fyrirliðum Barcelona, tók á sig mikla kauplækkun fyrir helgi þannig að Barcelona gat skráð Memphis Depay og Eric Garcia til leiks. Gerard Pique had to take a pay cut to register players Financial problems meant their best ever player had to leave Ronald Koeman now wants to add TWO Premier League strikers to his squad in a swap deal?! https://t.co/iaEQySoUPO— SPORTbible (@sportbible) August 15, 2021 Koeman vill fá annan leikmann en aðeins ef félagið nær að losa sig við einn launahæsta leikmann sinn. Spænska blaðið Sport segir að Koeman hafi mikinn áhuga á Arsenal framherjunum Pierre Emerick-Aubameyang og Alexandre Lacazette. Maðurinn sem Barca þarf að losna við er Philippe Coutinho og samkvæmt öðrum fréttum þá hefur Barcelona boðið Arsenal hann í skiptum fyrir annað hvort Lacazette eða Aubameyang. Coutinho var ekki í hóp hjá Barcelona um helgina sem ýtti undir þær sögusagnir að hann væri á leiðinni frá félaginu. Philippe Coutinho left out of Barcelona squad after Arsenal swap proposal emergeshttps://t.co/fF8edzZZUV pic.twitter.com/SeyqK2CF7i— Mirror Football (@MirrorFootball) August 15, 2021 Risakaup Barcelona á Coutinho frá Liverpool eru ein þau misheppnuðust í sögu félagsins og hafa seinna skapað vandamál því hann fékk líka svo góðan launasamning sem hann hefur ekki viljað gefa eftir. Aubameyang á tvö ár eftir af samningi sínum en Lacazette aðeins einn. Hinn 32 ára gamli Aubameyang er launahæsti leikmaður Arsenal eftir að Mesut Özil fór á síðasta tímabili. Lacazette er sá sem menn telja líklegri til að fara frá félaginu á þessum tímapunkti. Hvorugur þeirra var með Arsenal um helgina þegar liðið tapaði 2-0 á móti nýliðum Brentford í fyrsta leik. Barcelona have offered Philippe Coutinho to Arsenal in exchange for either Aubameyang or Lacazette. They can t offer cash so any deal would need to be a straight swap. (Source: @EduardoHagn) pic.twitter.com/KIW2eZ0pvQ— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) August 15, 2021 Barcelona er með þá Antoine Griezmann, Memphis Depay, Ansu Fati og Ousmane Dembele í sínum röðum og svo auðvitað Sergio Aguero sem missir af fyrstu mánuðum tímabilsins vegna meiðsla. Barcelona mun reyna að selja Martin Braithwaite en danski framherjinn skoraði tvö mörk í fyrsta leik liðsins í gær. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Sjá meira
Barcelona missti Lionel Messi á frjálsri sölu til Paris Saint Germain en skoraði samt fjögur mörk um helgina í fyrsta leiknum án hans. Gerard Pique, einn af fyrirliðum Barcelona, tók á sig mikla kauplækkun fyrir helgi þannig að Barcelona gat skráð Memphis Depay og Eric Garcia til leiks. Gerard Pique had to take a pay cut to register players Financial problems meant their best ever player had to leave Ronald Koeman now wants to add TWO Premier League strikers to his squad in a swap deal?! https://t.co/iaEQySoUPO— SPORTbible (@sportbible) August 15, 2021 Koeman vill fá annan leikmann en aðeins ef félagið nær að losa sig við einn launahæsta leikmann sinn. Spænska blaðið Sport segir að Koeman hafi mikinn áhuga á Arsenal framherjunum Pierre Emerick-Aubameyang og Alexandre Lacazette. Maðurinn sem Barca þarf að losna við er Philippe Coutinho og samkvæmt öðrum fréttum þá hefur Barcelona boðið Arsenal hann í skiptum fyrir annað hvort Lacazette eða Aubameyang. Coutinho var ekki í hóp hjá Barcelona um helgina sem ýtti undir þær sögusagnir að hann væri á leiðinni frá félaginu. Philippe Coutinho left out of Barcelona squad after Arsenal swap proposal emergeshttps://t.co/fF8edzZZUV pic.twitter.com/SeyqK2CF7i— Mirror Football (@MirrorFootball) August 15, 2021 Risakaup Barcelona á Coutinho frá Liverpool eru ein þau misheppnuðust í sögu félagsins og hafa seinna skapað vandamál því hann fékk líka svo góðan launasamning sem hann hefur ekki viljað gefa eftir. Aubameyang á tvö ár eftir af samningi sínum en Lacazette aðeins einn. Hinn 32 ára gamli Aubameyang er launahæsti leikmaður Arsenal eftir að Mesut Özil fór á síðasta tímabili. Lacazette er sá sem menn telja líklegri til að fara frá félaginu á þessum tímapunkti. Hvorugur þeirra var með Arsenal um helgina þegar liðið tapaði 2-0 á móti nýliðum Brentford í fyrsta leik. Barcelona have offered Philippe Coutinho to Arsenal in exchange for either Aubameyang or Lacazette. They can t offer cash so any deal would need to be a straight swap. (Source: @EduardoHagn) pic.twitter.com/KIW2eZ0pvQ— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) August 15, 2021 Barcelona er með þá Antoine Griezmann, Memphis Depay, Ansu Fati og Ousmane Dembele í sínum röðum og svo auðvitað Sergio Aguero sem missir af fyrstu mánuðum tímabilsins vegna meiðsla. Barcelona mun reyna að selja Martin Braithwaite en danski framherjinn skoraði tvö mörk í fyrsta leik liðsins í gær.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Sjá meira