Barcelona sagt vilja fá Aubameyang eða Lacazette í skiptum fyrir Coutinho Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2021 07:30 Alexandre Lacazette og Pierre-Emerick Aubameyang fagna hér saman marki hjá Arsenal liðinu. EPA-EFE/WILL OLIVER Ronald Koeman, þjálfari Barcelona, vill fá nýjan framherja í hópinn sinn og hann hefur augun á tveimur framherjum í ensku úrvalsdeildinni. Barcelona missti Lionel Messi á frjálsri sölu til Paris Saint Germain en skoraði samt fjögur mörk um helgina í fyrsta leiknum án hans. Gerard Pique, einn af fyrirliðum Barcelona, tók á sig mikla kauplækkun fyrir helgi þannig að Barcelona gat skráð Memphis Depay og Eric Garcia til leiks. Gerard Pique had to take a pay cut to register players Financial problems meant their best ever player had to leave Ronald Koeman now wants to add TWO Premier League strikers to his squad in a swap deal?! https://t.co/iaEQySoUPO— SPORTbible (@sportbible) August 15, 2021 Koeman vill fá annan leikmann en aðeins ef félagið nær að losa sig við einn launahæsta leikmann sinn. Spænska blaðið Sport segir að Koeman hafi mikinn áhuga á Arsenal framherjunum Pierre Emerick-Aubameyang og Alexandre Lacazette. Maðurinn sem Barca þarf að losna við er Philippe Coutinho og samkvæmt öðrum fréttum þá hefur Barcelona boðið Arsenal hann í skiptum fyrir annað hvort Lacazette eða Aubameyang. Coutinho var ekki í hóp hjá Barcelona um helgina sem ýtti undir þær sögusagnir að hann væri á leiðinni frá félaginu. Philippe Coutinho left out of Barcelona squad after Arsenal swap proposal emergeshttps://t.co/fF8edzZZUV pic.twitter.com/SeyqK2CF7i— Mirror Football (@MirrorFootball) August 15, 2021 Risakaup Barcelona á Coutinho frá Liverpool eru ein þau misheppnuðust í sögu félagsins og hafa seinna skapað vandamál því hann fékk líka svo góðan launasamning sem hann hefur ekki viljað gefa eftir. Aubameyang á tvö ár eftir af samningi sínum en Lacazette aðeins einn. Hinn 32 ára gamli Aubameyang er launahæsti leikmaður Arsenal eftir að Mesut Özil fór á síðasta tímabili. Lacazette er sá sem menn telja líklegri til að fara frá félaginu á þessum tímapunkti. Hvorugur þeirra var með Arsenal um helgina þegar liðið tapaði 2-0 á móti nýliðum Brentford í fyrsta leik. Barcelona have offered Philippe Coutinho to Arsenal in exchange for either Aubameyang or Lacazette. They can t offer cash so any deal would need to be a straight swap. (Source: @EduardoHagn) pic.twitter.com/KIW2eZ0pvQ— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) August 15, 2021 Barcelona er með þá Antoine Griezmann, Memphis Depay, Ansu Fati og Ousmane Dembele í sínum röðum og svo auðvitað Sergio Aguero sem missir af fyrstu mánuðum tímabilsins vegna meiðsla. Barcelona mun reyna að selja Martin Braithwaite en danski framherjinn skoraði tvö mörk í fyrsta leik liðsins í gær. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Fleiri fréttir West Ham - Newcastle | Hamrarnir berjast við botninn Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Sjá meira
Barcelona missti Lionel Messi á frjálsri sölu til Paris Saint Germain en skoraði samt fjögur mörk um helgina í fyrsta leiknum án hans. Gerard Pique, einn af fyrirliðum Barcelona, tók á sig mikla kauplækkun fyrir helgi þannig að Barcelona gat skráð Memphis Depay og Eric Garcia til leiks. Gerard Pique had to take a pay cut to register players Financial problems meant their best ever player had to leave Ronald Koeman now wants to add TWO Premier League strikers to his squad in a swap deal?! https://t.co/iaEQySoUPO— SPORTbible (@sportbible) August 15, 2021 Koeman vill fá annan leikmann en aðeins ef félagið nær að losa sig við einn launahæsta leikmann sinn. Spænska blaðið Sport segir að Koeman hafi mikinn áhuga á Arsenal framherjunum Pierre Emerick-Aubameyang og Alexandre Lacazette. Maðurinn sem Barca þarf að losna við er Philippe Coutinho og samkvæmt öðrum fréttum þá hefur Barcelona boðið Arsenal hann í skiptum fyrir annað hvort Lacazette eða Aubameyang. Coutinho var ekki í hóp hjá Barcelona um helgina sem ýtti undir þær sögusagnir að hann væri á leiðinni frá félaginu. Philippe Coutinho left out of Barcelona squad after Arsenal swap proposal emergeshttps://t.co/fF8edzZZUV pic.twitter.com/SeyqK2CF7i— Mirror Football (@MirrorFootball) August 15, 2021 Risakaup Barcelona á Coutinho frá Liverpool eru ein þau misheppnuðust í sögu félagsins og hafa seinna skapað vandamál því hann fékk líka svo góðan launasamning sem hann hefur ekki viljað gefa eftir. Aubameyang á tvö ár eftir af samningi sínum en Lacazette aðeins einn. Hinn 32 ára gamli Aubameyang er launahæsti leikmaður Arsenal eftir að Mesut Özil fór á síðasta tímabili. Lacazette er sá sem menn telja líklegri til að fara frá félaginu á þessum tímapunkti. Hvorugur þeirra var með Arsenal um helgina þegar liðið tapaði 2-0 á móti nýliðum Brentford í fyrsta leik. Barcelona have offered Philippe Coutinho to Arsenal in exchange for either Aubameyang or Lacazette. They can t offer cash so any deal would need to be a straight swap. (Source: @EduardoHagn) pic.twitter.com/KIW2eZ0pvQ— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) August 15, 2021 Barcelona er með þá Antoine Griezmann, Memphis Depay, Ansu Fati og Ousmane Dembele í sínum röðum og svo auðvitað Sergio Aguero sem missir af fyrstu mánuðum tímabilsins vegna meiðsla. Barcelona mun reyna að selja Martin Braithwaite en danski framherjinn skoraði tvö mörk í fyrsta leik liðsins í gær.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Fleiri fréttir West Ham - Newcastle | Hamrarnir berjast við botninn Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Sjá meira