Messi og konan þurftu að hressa hvort annað við áður en þau sögu strákunum frá Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2021 11:01 Lionel Messi með eiginkonu sinni Antonella Roccuzzo og syni þeirra Thiago. EPA-EFE/ANDREU DALMAU Guillem Balague, fréttamaður breska ríkisútvarpsins í spænska boltanum, fékk einkaviðtal við Lionel Messi eftir blaðamannafundinn á Parc des Princes í gær þar sem Messi var kynntur formlega sem nýr leikmaður Paris Saint Germain. Balague þekkir vel til Messi eftir að hafa fjallað um spænska boltann í mörg ár. Hann birti viðtalið við Leo á Twitter síðu sinni og setti enska texta undir en viðtalið fór fram á spænsku. Í upphafi viðtalsins kom fram að Messi hafi verið að læra ensku í eitt og hálft ár en hann skilji hana nú miklu betur en hann talar hana. Balague spurði Messi líka persónulegra spurninga í viðtalinu, fékk hann til að bera saman ferðalagið frá Argentínu til Barcelona á sínum tíma við ferðalagið frá Barcelona til Parísar í þessari viku. Hann spurði líka Messi um stundina þegar hann fékk að vita að framtíð hans væri ekki lengur í Barcelona. I spoke to Leo Messi earlier today for @BBCSport to discuss the transition from Barcelona to Paris: how it happened and how did he feel about the whole thing. I ve added some English subs for you. So hear from Messi on his move to #PSG. : @MeredithRuleman pic.twitter.com/hpoQ40Z7Q9— Guillem Balague (@GuillemBalague) August 11, 2021 Messi var þá heima hjá sér þegar faðir hans kom af fundi með Joan Laporta og sagði frá því að Messi fengi ekki samninginn hjá Barcelona. Messi sagðist hafa orðið mjög leiður þegar hann fékk þessar fréttir en hann sagði síðan eiginkonunni Antonelu frá. Þau voru bæði niðurdregin og svo var komið að því að segja strákunum frá þessum komandi breytingum. Strákarnir höfðu fengið að vita það í desember að fjölskyldan yrði áfram í Barcelona þar sem þeir hafa alist upp og vilja vera. Nú var allt breytt. Þeir voru að förum frá sínum uppáhaldsstað. Messi sagði að hann og Antonela hafi þurft að hressa hvort annað við áður en þau lögðu í það að segja strákunum frá þessu. View this post on Instagram A post shared by Antonela Roccuzzo (@antonelaroccuzzo) Messi hafði sérstaklega áhyggjur af elsta stráknum, hinum níu ára gamla Thiago. Eins og er lítur út fyrir að Thiago sé sáttur í París sem eru góðar fréttir. Messi segir samt að hann sé eins og hann og birgi allt inni. Hann segir þá strákinn eigi eftir að aðlagast þessum miklu breytingum á þeirra lífi. Hér fyrir ofan má sjá þetta viðtal við Messi en þar segir hann frá því að Neymar og Argentínumennirnir hjá Paris Saint Germain hafi fengið að vita það á undan öllum öðrum að hann væri að íhuga það að koma til PSG. Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Sjá meira
Balague þekkir vel til Messi eftir að hafa fjallað um spænska boltann í mörg ár. Hann birti viðtalið við Leo á Twitter síðu sinni og setti enska texta undir en viðtalið fór fram á spænsku. Í upphafi viðtalsins kom fram að Messi hafi verið að læra ensku í eitt og hálft ár en hann skilji hana nú miklu betur en hann talar hana. Balague spurði Messi líka persónulegra spurninga í viðtalinu, fékk hann til að bera saman ferðalagið frá Argentínu til Barcelona á sínum tíma við ferðalagið frá Barcelona til Parísar í þessari viku. Hann spurði líka Messi um stundina þegar hann fékk að vita að framtíð hans væri ekki lengur í Barcelona. I spoke to Leo Messi earlier today for @BBCSport to discuss the transition from Barcelona to Paris: how it happened and how did he feel about the whole thing. I ve added some English subs for you. So hear from Messi on his move to #PSG. : @MeredithRuleman pic.twitter.com/hpoQ40Z7Q9— Guillem Balague (@GuillemBalague) August 11, 2021 Messi var þá heima hjá sér þegar faðir hans kom af fundi með Joan Laporta og sagði frá því að Messi fengi ekki samninginn hjá Barcelona. Messi sagðist hafa orðið mjög leiður þegar hann fékk þessar fréttir en hann sagði síðan eiginkonunni Antonelu frá. Þau voru bæði niðurdregin og svo var komið að því að segja strákunum frá þessum komandi breytingum. Strákarnir höfðu fengið að vita það í desember að fjölskyldan yrði áfram í Barcelona þar sem þeir hafa alist upp og vilja vera. Nú var allt breytt. Þeir voru að förum frá sínum uppáhaldsstað. Messi sagði að hann og Antonela hafi þurft að hressa hvort annað við áður en þau lögðu í það að segja strákunum frá þessu. View this post on Instagram A post shared by Antonela Roccuzzo (@antonelaroccuzzo) Messi hafði sérstaklega áhyggjur af elsta stráknum, hinum níu ára gamla Thiago. Eins og er lítur út fyrir að Thiago sé sáttur í París sem eru góðar fréttir. Messi segir samt að hann sé eins og hann og birgi allt inni. Hann segir þá strákinn eigi eftir að aðlagast þessum miklu breytingum á þeirra lífi. Hér fyrir ofan má sjá þetta viðtal við Messi en þar segir hann frá því að Neymar og Argentínumennirnir hjá Paris Saint Germain hafi fengið að vita það á undan öllum öðrum að hann væri að íhuga það að koma til PSG.
Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Sjá meira