Ólafur Stígsson: Við unnum og það er það sem skiptir máli í bikarnum Árni Jóhannsson skrifar 11. ágúst 2021 22:39 Ólafur var ánægður með að komast áfram úr leiknum við Hauka Fylkir lagði Hauka af velli 2-1 í kvöld á Würth vellinum í Árbæ. Leikið var í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins og eru Fylkismenn komnir áfram í 8-liða úrslitin. Annar þjálfara Fylkis var ánægður með að komast áfram en fannst sínir menn ekki spila vel. Fyrsta spurning blaðamanns sneri að því hvernig Ólafi fannst spilamennska sinna manna. „Við spiluðum nú ekkert sérstaklega vel. Haukarnir gáfu okkur heldur betur leik en við erum komnir áfram og það er það sem skiptir máli. Þetta sýnir bara að við þurfum að mæta til leiks í hvern einasta leik en ég er bara ánægður með að vera kominn áfram.“ Fylkir hafði eins marks forystu í hálfleik en Haukarnir náðu að jafna leikinn á fyrstu mínútu seinni hálfleiks. Ólafur var spurður að því hvort hann hafi verið ánægður með það hvernig hans menn brugðust við mótlætinu. „Þeir brugðust ágætlega við. Við líka skorum snemma í leiknum og þá dettur ákefðin smá niður hjá okkur en seinni háfleikur var ekkert sérstakur hjá okkur en við unnum og það er það sem skiptir máli í bikarnum.“ Fylki tefldi fram nýjum leikmanni í kvöld honum Malthe Rasmussen. Hann skilaði heldur betur fínni vakt en hann skoraði mark og fiskaði vítið sem Fylkismenn komust yfir úr. Ólafur var spurður út í hans framlag en leikmaðurinn eiginlega datt upp í hendurnar á Fylkismönnum en hann er skiptinemi í Háskólanum í Reykjavík og Fylkir bauð honum á æfingu og eru hrifnir. „Flottur strákur sem við fengum upp í hendurnar. Hann stóð sig mjög vel í dag og skoraði gott mark þannig að við erum mjög ánægðir með hann. Við heyrðum bara af honum og okkur bauðst að fá hann á æfingar og það er bara mjög jákvætt.“ Að lokum var Ólafur spurður að því hvort hann hefði einhverja óskamótherja í næsta leik. „Nei bara að fá heimaleik. Það væri gaman en það er búið að vera stemmning undanfarið á heimaleikjum hjá okkur en annars er bikarinn bara bikarinn.“ Mjólkurbikarinn Fylkir Tengdar fréttir Leik lokið: Fylkir - Haukar 2-1 | Heimamenn gerðu nóg eru komnir í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins Fylkismenn skoruðu nógu mörg mörk í kvöld til að leggja Hauka að velli en ekki var leikurinn mikið fyrir augað. Leikar enduðu 2-1 og Fylkir verður í hattinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit. 11. ágúst 2021 22:06 Mest lesið Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Í beinni: Man. Utd. - Lyon | Stærsti leikur tímabilsins hjá United Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Sjá meira
Fyrsta spurning blaðamanns sneri að því hvernig Ólafi fannst spilamennska sinna manna. „Við spiluðum nú ekkert sérstaklega vel. Haukarnir gáfu okkur heldur betur leik en við erum komnir áfram og það er það sem skiptir máli. Þetta sýnir bara að við þurfum að mæta til leiks í hvern einasta leik en ég er bara ánægður með að vera kominn áfram.“ Fylkir hafði eins marks forystu í hálfleik en Haukarnir náðu að jafna leikinn á fyrstu mínútu seinni hálfleiks. Ólafur var spurður að því hvort hann hafi verið ánægður með það hvernig hans menn brugðust við mótlætinu. „Þeir brugðust ágætlega við. Við líka skorum snemma í leiknum og þá dettur ákefðin smá niður hjá okkur en seinni háfleikur var ekkert sérstakur hjá okkur en við unnum og það er það sem skiptir máli í bikarnum.“ Fylki tefldi fram nýjum leikmanni í kvöld honum Malthe Rasmussen. Hann skilaði heldur betur fínni vakt en hann skoraði mark og fiskaði vítið sem Fylkismenn komust yfir úr. Ólafur var spurður út í hans framlag en leikmaðurinn eiginlega datt upp í hendurnar á Fylkismönnum en hann er skiptinemi í Háskólanum í Reykjavík og Fylkir bauð honum á æfingu og eru hrifnir. „Flottur strákur sem við fengum upp í hendurnar. Hann stóð sig mjög vel í dag og skoraði gott mark þannig að við erum mjög ánægðir með hann. Við heyrðum bara af honum og okkur bauðst að fá hann á æfingar og það er bara mjög jákvætt.“ Að lokum var Ólafur spurður að því hvort hann hefði einhverja óskamótherja í næsta leik. „Nei bara að fá heimaleik. Það væri gaman en það er búið að vera stemmning undanfarið á heimaleikjum hjá okkur en annars er bikarinn bara bikarinn.“
Mjólkurbikarinn Fylkir Tengdar fréttir Leik lokið: Fylkir - Haukar 2-1 | Heimamenn gerðu nóg eru komnir í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins Fylkismenn skoruðu nógu mörg mörk í kvöld til að leggja Hauka að velli en ekki var leikurinn mikið fyrir augað. Leikar enduðu 2-1 og Fylkir verður í hattinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit. 11. ágúst 2021 22:06 Mest lesið Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Í beinni: Man. Utd. - Lyon | Stærsti leikur tímabilsins hjá United Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Sjá meira
Leik lokið: Fylkir - Haukar 2-1 | Heimamenn gerðu nóg eru komnir í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins Fylkismenn skoruðu nógu mörg mörk í kvöld til að leggja Hauka að velli en ekki var leikurinn mikið fyrir augað. Leikar enduðu 2-1 og Fylkir verður í hattinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit. 11. ágúst 2021 22:06