Harpa heldur að hún sé hundur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. ágúst 2021 20:04 Sveitalífið hefur meira og minna snúist um Hörpu á Fjarkastokki skammt frá Þykkvabæ í sumar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það hefur gengið illa hjá gimbrinni Hörpu að átta sig á því að hún er lamb en ekki hundur. Ástæðan er sú að hún hefur alist upp í kringum hunda og elskar að leika við þá. Hörpu finnst líka gaman að fara í útreiðartúr og bílar eru í sérstöku uppáhaldi hjá henni. Á bænum Fjarkastokki rétt áður en maður kemur í Þykkvabæ eru Steinþór Runólfsson og Fanney Hrund Hilmarsdóttir með lítinn sjálfsþurftbúskap en þau eru með kindur og hesta. Í vor bar ær hjá þeim þremur lömbum en hafnaði einu þeirra, sem varð þá heimalningur og fékk nafnið RökkurHarpa, alltaf kölluð Harpa. Harpa var Harpa vanin undir tíkina Sál, sem hefur í rauninni alið hana upp en hún er af Golden Retriever kyni. Gimbrin Harpa, sem heldur að hún sé hundur.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það var bara til þess að hlífa henni við því að hafa hana í hjónarúminu hjá okkur á milli. Það gekk bara vel. Hún hefur sofið hjá henni síðan og hefur fylgt henni hvert fótmál og já, hún þurfi aldrei að sofa á milli þess vegna. Hún heldur örugglega að hún sé hundur því Harpa lítur allavega afskaplega mikið niður á kindurnar, finnst þær alveg ömurlegar, hleypur strax til hundanna,“ segir Fanney Hrund og hlær. Fanney Hrund segir að Sál hafi tekið Hörpu strax mjög vel og leyft lambinu að hnoðast á sér og leika allskonar kúnstir án þess að vera að æsa sig yfir því. Þær elska að hlaupa með þegar þau hjónin fara á hestbak. Fanney Hrund og Harpa heima í sveitinni eftir útreiðatúr. „Það hefur bara gengið ljómandi vel en það er þó svolítið erfitt að hún heimtar alltaf að fá að fara í reiðtúr en hún nú ekkert mjög íþróttamannlega vaxin og ekki mjög þolin, maður þarf að fara svolítið hægt.“ Harpa hefur líka sérstakan áhuga á bílum því hún nuddar sér utan í alla bíla sem koma á hlaðið á Fjarkastokki og stangar þá jafnvel, fái hún tækifæri til þess. Fanney Hrund segir sveitalífið dásamlegt líf. „Já, maður á að njóta þess að vera í kringum dýrin og finna þennan takt. Ég held að margir séu búnir að missa tenginguna aðeins við sveitina og þá eru bara forréttindi að fá að lifa í þessum lífsins takti, það finnst mér allavega.“ Fanney Hrund segir Hörpu magnað lamb, sem hafi gefið fjölskyldunni á dýrunum mikið í sumar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing ytra Landbúnaður Dýr Hundar Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Fleiri fréttir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Sjá meira
Á bænum Fjarkastokki rétt áður en maður kemur í Þykkvabæ eru Steinþór Runólfsson og Fanney Hrund Hilmarsdóttir með lítinn sjálfsþurftbúskap en þau eru með kindur og hesta. Í vor bar ær hjá þeim þremur lömbum en hafnaði einu þeirra, sem varð þá heimalningur og fékk nafnið RökkurHarpa, alltaf kölluð Harpa. Harpa var Harpa vanin undir tíkina Sál, sem hefur í rauninni alið hana upp en hún er af Golden Retriever kyni. Gimbrin Harpa, sem heldur að hún sé hundur.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það var bara til þess að hlífa henni við því að hafa hana í hjónarúminu hjá okkur á milli. Það gekk bara vel. Hún hefur sofið hjá henni síðan og hefur fylgt henni hvert fótmál og já, hún þurfi aldrei að sofa á milli þess vegna. Hún heldur örugglega að hún sé hundur því Harpa lítur allavega afskaplega mikið niður á kindurnar, finnst þær alveg ömurlegar, hleypur strax til hundanna,“ segir Fanney Hrund og hlær. Fanney Hrund segir að Sál hafi tekið Hörpu strax mjög vel og leyft lambinu að hnoðast á sér og leika allskonar kúnstir án þess að vera að æsa sig yfir því. Þær elska að hlaupa með þegar þau hjónin fara á hestbak. Fanney Hrund og Harpa heima í sveitinni eftir útreiðatúr. „Það hefur bara gengið ljómandi vel en það er þó svolítið erfitt að hún heimtar alltaf að fá að fara í reiðtúr en hún nú ekkert mjög íþróttamannlega vaxin og ekki mjög þolin, maður þarf að fara svolítið hægt.“ Harpa hefur líka sérstakan áhuga á bílum því hún nuddar sér utan í alla bíla sem koma á hlaðið á Fjarkastokki og stangar þá jafnvel, fái hún tækifæri til þess. Fanney Hrund segir sveitalífið dásamlegt líf. „Já, maður á að njóta þess að vera í kringum dýrin og finna þennan takt. Ég held að margir séu búnir að missa tenginguna aðeins við sveitina og þá eru bara forréttindi að fá að lifa í þessum lífsins takti, það finnst mér allavega.“ Fanney Hrund segir Hörpu magnað lamb, sem hafi gefið fjölskyldunni á dýrunum mikið í sumar.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing ytra Landbúnaður Dýr Hundar Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Fleiri fréttir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Sjá meira