Fiðluleikararnir megi sín lítils ef stjórnandinn er ekki með á nótunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. ágúst 2021 10:56 Fjármála- og efnahagsráðherra segist vænta þess að allir sem vinna að heilbrigðismálum vilji að öll sín mikla vinna skili sér í sem mestri framleiðni. Vísir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skýtur föstum skotum að stjórnendum Landspítalans og segir ótækt að „stíflur í kerfinu“ séu að valda því að grípa þurfi til almennra sóttvarnaaðgerða til að standa vörð um spítalann. „Ef við værum hérna með Sinfóníuhljómsveitina þá dugar ekki fyrir fiðluleikarana alla að standa sig eins vel og þeir geta mögulega gert. Ef stjórnunin á hljómsveitinni er ekki í lagi þá heyrist ekki tónlistin sem fólki líkar.“ Þetta sagði Bjarni í samtali við fréttastofu fyrir ríkisstjórnarfundinn sem nú stendur yfir í Grindavík. Bjarni var meðal annars spurður að því hvort honum þætti sanngjarnt að kalla eftir aukinni framleiðni í heilbrigðiskerfinu þegar álagið hefði aldrei verið meira. „Starfsfólkið í heilbrigðiskerfinu hefur verið að standa sig frábærlega; allir sem eru að starfa á sviði heilbrigðismála á Íslandi eru undir miklu álagi,“ svaraði Bjarni. „Þess vegna þurfum við að ganga úr skugga um að leiðirnar sem við erum að fara, samspil einstakra eininga, sé að ganga þannig fram að flæði sjúklinga sé eðlilegt. Að við séum að ná hámarksafköstum fyrir alla þá hörðu vinnu sem fólk er að inna af hendi. Það er um þetta sem þetta snýst. Og ég er alveg sannfærður um það að allir þeir sem eru að vinna í kerfinu vilja ná hámarksafköstum fyrir sitt mikla framlag.“ Bjarni sagði ekki ásættanlegt að þurfa að leggja byrðar á herðar almennings, það er almennar sóttvarnaaðgerðir, vegna vandamála á Landspítalanum. „Skýrslur um skort á framleiðni á sjúkrahúsum á Íslandi liggja fyrir og við þeim þarf líka að bregðast; við leysum ekki allt með fjárframlögunum einum og sér,“ sagði hann. „Það er enginn að segja að stíflan sé öll á Landspítalanum. Ég er að tala um heilbrigðiskerfið í heild; hvernig samspilið er á milli flæðis sjúklinga frá dýrustu stofnununum, eins og Landspítalanum sjálfum, yfir á hjúkrunarheimilin og ýmis úrræði þar á milli... heimahjúkrunin kemur líka hérna við sögu. Við þurfum að bregðast við þegar við sjáum að Landspítalinn er að tala um það, svo árum skiptir, að sjúklingar liggi þar að óþörfu inni vegna þess að önnur úrræði eru ekki til staðar. Þetta er stóralvarlegt mál og er að valda því að það myndast álag á spítalanum sem við þurfum svo að fara að taka tillit til í sóttvarnaaðgerðum. Þetta er algjörlega óviðunandi ástand.“ Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjúkrunarheimili Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent „Mál að linni“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
„Ef við værum hérna með Sinfóníuhljómsveitina þá dugar ekki fyrir fiðluleikarana alla að standa sig eins vel og þeir geta mögulega gert. Ef stjórnunin á hljómsveitinni er ekki í lagi þá heyrist ekki tónlistin sem fólki líkar.“ Þetta sagði Bjarni í samtali við fréttastofu fyrir ríkisstjórnarfundinn sem nú stendur yfir í Grindavík. Bjarni var meðal annars spurður að því hvort honum þætti sanngjarnt að kalla eftir aukinni framleiðni í heilbrigðiskerfinu þegar álagið hefði aldrei verið meira. „Starfsfólkið í heilbrigðiskerfinu hefur verið að standa sig frábærlega; allir sem eru að starfa á sviði heilbrigðismála á Íslandi eru undir miklu álagi,“ svaraði Bjarni. „Þess vegna þurfum við að ganga úr skugga um að leiðirnar sem við erum að fara, samspil einstakra eininga, sé að ganga þannig fram að flæði sjúklinga sé eðlilegt. Að við séum að ná hámarksafköstum fyrir alla þá hörðu vinnu sem fólk er að inna af hendi. Það er um þetta sem þetta snýst. Og ég er alveg sannfærður um það að allir þeir sem eru að vinna í kerfinu vilja ná hámarksafköstum fyrir sitt mikla framlag.“ Bjarni sagði ekki ásættanlegt að þurfa að leggja byrðar á herðar almennings, það er almennar sóttvarnaaðgerðir, vegna vandamála á Landspítalanum. „Skýrslur um skort á framleiðni á sjúkrahúsum á Íslandi liggja fyrir og við þeim þarf líka að bregðast; við leysum ekki allt með fjárframlögunum einum og sér,“ sagði hann. „Það er enginn að segja að stíflan sé öll á Landspítalanum. Ég er að tala um heilbrigðiskerfið í heild; hvernig samspilið er á milli flæðis sjúklinga frá dýrustu stofnununum, eins og Landspítalanum sjálfum, yfir á hjúkrunarheimilin og ýmis úrræði þar á milli... heimahjúkrunin kemur líka hérna við sögu. Við þurfum að bregðast við þegar við sjáum að Landspítalinn er að tala um það, svo árum skiptir, að sjúklingar liggi þar að óþörfu inni vegna þess að önnur úrræði eru ekki til staðar. Þetta er stóralvarlegt mál og er að valda því að það myndast álag á spítalanum sem við þurfum svo að fara að taka tillit til í sóttvarnaaðgerðum. Þetta er algjörlega óviðunandi ástand.“
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjúkrunarheimili Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent „Mál að linni“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira