Guðlaugur Victor byrjaði fyrir lið Schalke sem komst yfir eftir 17 mínútna leik með marki Mariusar Bülter. Albrecht Leon jafnaði fyrir Villingen eftir rúmlega hálftímaleik.
Óvænt var staðan því 1-1 í hálfleik. Schalke-menn virðast hafa farið vel yfir sín mál í hléinu þar sem Zalazar Rodrigo kom liðinu í forystu á ný á 50. mínútu og Bülter skoraði sitt annað mark tæpri mínútu síðar.
Rússinn ungi Yaroslav Mikhailov innsiglaði svo 4-1 sigur Schalke á 80. mínútu. Skömmu síðar var Guðlaugi Victori skipt af velli.
Schalke vann leikinn 4-1 og er því komið áfram í aðra umferð bikarsins.